19. júní


19. júní - 01.03.1995, Síða 13

19. júní - 01.03.1995, Síða 13
konuna? Nei. Það dugar ekki alltaf. Sum mein eru ill strax frá upphafi. Þau hafa hæfileika til að setja meinvörp og valda dauða. Ljóst er að brjóstakrabbamein tengjast lifnaðarháttum. Það hefur sýnt sig að það er algengara hjá fituætuþjóðum, og þjóð- um sem nota hormóna. Ekki er þó vitað hvað það er nákvæmlega í umhverfinu sem hefur þessi áhrif. Þau tengsl sem eru milli fituneyslu og brjóstakrabbameins og eru viðurkennd í Bandaríkjunum, hefur ekki verið hægt að finna hér á landi. Enda er alltaf mjög vafasamt að heimfæra rann- sóknir sem fara fram í einu landi, og sér- staklega öðru menningarkerfi, yfir á annað. Tengsl á milli leghálskrabba- meins og reykinga Tíðni sjúkdóma í hinum sérstöku líffær- um sem konurnar eru með, eggjakerfi, legi og leghálsi, hefur aukist aðeins frá 1958 til 1992 — en það eru engin stórhlaup. Mesta aukningin hefur orðið á brjóstakrabba- meinum og lungnakrabbameinum. En það er ánægjulegt að sjá að tíðni leghálskrabba- meins hefur minnkað. Af hverju? Jú, fyrst horfum við til leitarinnar, sem er ein skýr- ingin. En þetta er ekki einhlít skýring, því á Vesturlöndum, þar sem skipulögð leit fer ekki fram, hefur sjúkdómstilfellum einnig fækkað. Ég held að það séu líka aðrar or- sakir, t.d. aukið hreinlæti. En það er athyglisvert að legháls- krabbamein tengist líka reykingum. Hvað hafa reykingar með leghálsinn að gera — þetta er sinn hvor hálsinn? í fyrsta lagi hefur verið sýnt fram á það að bæði nið- urbrotsefni nikótíns og krabbameinsvald- ar tóbaks berast út í slímhúðirnar. Það er t.d. vel þekkt að reykingar eiga sér hlut í þvagfærakrabbameini, eins og blöðru- krabbameini, og það stafar mjög sennilega af því að krabbameinsvaldarnir fara inn með loftinu og út í blóðið og skiljast að einhverju leyti út í gegnum nýrun. Þann- ig er mun algengara að fólk sem reykir fái blöðrukrabbamein en aðrir. Hvað varðar leghálsinn þá hefur verið sýnt fram á að efnin berast þar út líka. En það er kannski ekki einhlít skýring, vegna þess að það hefur sýnt sig að reykingafólkið hefur líka aðra þá þætti í lífshegðun sinni sem ýta undir myndun leghálskrabbameins. Reyk- ingafólk er að gera það sem óhollt er og er margt hvert ekki af hafa áhyggjur af hlut- unum. Þetta kemur einnig fram í kyn- hegðuninni. Það er ekki alveg vitað hvers vegna reykingar hafa áhrif á legháls- krabbamein en það er vitað að það eru tengsl þarna á milli. Að borða sig hcilbrigða Almennt er hægt að tala um lífshegðan sem minnkar líkurnar á krabbameini. Við vitum orsökina fyrir lungnakrabbameini, sem er reykingar, orsakirnar fyrir hinum kvennakrabbameinunum eru miklu meira á huldu. Við vitum að það eru umhverfis- þættir. Við vitum að það eru hormóna- þættir, bæði ytri og innri. Þá á ég við þá hormóna sem líkami konu framleiðir og svo hinna sem teknir eru inn. Svo eru aðrir þættir sem einnig koma til greina. En er eitthvað gagn að því sem við erum að gera í heilbrigðismálum og inni á sjúkrahúsum? Já, það er það. Auðvitað vildum við geta fullyrt að það sé vegna þess sem við erum að gera að horfur t.d. brjóstakrabbameins- sjúklinga eru betri núna en fyrir nokkrum árum. En það er fleira sem kemur til, breytingar á samfélagsháttum og lífsstíl. En hvað er hægt að gera til að minnka líkurn- ar á að fá krabbamein? Það er náttúrulega númer 1, 2, 3, og 4 að reykja ekki! Og gæta hófs í áfengisnotkun. Minnka fitu- neyslu, borða meira af trefjaríku fæði. Sumar trefjar virðast laða að sér krabba- nteinsvalda og flytja þá út úr kroppnum; flýta fýrir gegnferðinni. Neyta A vítamíns, C vítamíns og E vítamíns að einhverju leyti. Það hefur sýnt sig að þessi vítamín draga úr virkni krabbameinsvalda. Svo er að borða grænmeti af krossblómaætt, eins og t.d. blómkál, spergilkál og slíkt. Það er talið að með efnum og vítamínum geti þetta grænmeti haft þau áhrif að líkaman- um gengur betur að losa sig við krabba- meinsvaldana og brjóta þá niður. Síðan á að borða reyktan, saltan og saltpéturs- blandaðan mat í hófi. í hangikjöti eru t.d. afskaplega öflugir krabbameinsvaldar. Það sem bjargar okkur núorðið er að við borð- um svo lítið af hangikjöti miðað við það sem áður var.“ Það er ljóst af þessum lokaorðum Sig- urðar að við konur getum gert heilmikið sjálfar til að koma í veg fyrir að við veikj- umst af krabbameini - eða öðrum sjúkdóm- um, eins og kom fram hjá Lilju Jónsdóttur. Hjá báðum læknunum hefur komið sterkt og greinilega fram að reykingar eru hið hræðilegasta eitur fyrir líkamann. En það veit allt reykingafólk - og flest vill það innst inni hætta að reykja. Ætli því gengi betur að hætta ef líkaminn væri eins útlits að utan eins og lungu þess eru að innan? HÚSSTJÓRNARSKÓLINN í REYKJAVÍK Næsta skólaár verður hússtjórnardeild rekin bæði á haust- og vorönn. Á haustönn í 3Vz mánuð og vorönn í AVz mánuð. Þá verða og námskeið í fatasaumi, útsaumi, bótasaumi, matreiðslu og vefnaði. 13

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.