19. júní


19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 19

19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 19
Karlar gegn ofbeldi IASOM A síðasta ári stóö karlanefnd Jafnréttis- um í Lundi I Svíþjóö. Hann er höfundur bókanna Enter the Bourgeoisie og Bjarmi nýrrar tíöar. Saga löju, félags verksmiöjufóiks. Ingólfur býr meö Björk Óttarsdóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn. Til að byrja meö munu verkefni Ingólfs aðallega tengjast störf- um karlanefndar Jafnréttisráðs, þ.e. karlaráðstefnunni í Stokkhólmi og kynn- ingu á niöurstöðum hennar, ásamt fyrir- hugaðri herferð karla gegn ofbeldi sem ýtt verður úr vör með haustinu. Aðrir starfmenn á Skrifstofu jafnrétt- ismála eru; Elsa S. Þorkelsdóttir lög- fræðingur, sem hefur veitt stofnuninni forstöðu frá 1986, Stefanía Trausta- dóttir félagsfræöingur, sem kom til starfa 1987 og Erna Jónsdóttir ritari frá árinu 1991. Elsa tekur fæðingarorlof frá og með 1. april til 31. september og hefur Jafnréttisráð ákveöiö að Stefanía gegni stöðu framkvæmdastjóra þessa mánuði. Skrifstofa jafnréttismála er til húsa á Laugavegi 13 og er opin frá kl. 9 til kl. 16 alla virka daga. Eitt af mikilvægustu verkefnum allra starfsmanna Skrifstofu jafnréttismála er að veita upplýsingar og fræða alla þá sem þangað leita um stöðu kvenna og karla. Bókasafn stofn- unarinnar er opiö á skrifstofutíma og þangað hafa ótrúlega margir nemendur á öllum skólastigum sótt gögn og fræðslu vegna ritgerðavinnu. gert ráö fyrir áframhaldandi norrænni samvinnu og verkefnum um stöðu nor- ræna karla. Undirbúningur að viðamik- illli norrænni ráöstefnu um launamál kynja hefst á þessu ári en ráðstefnan verður haldin vorið 1996. Henni er ætl- að að marka upphafið að endurnýjun samstarfs Norðurlanda um aðgeröir til að draga úr launamun kynja. Gert er ráð fyrir að hvert land nýti tímann fram að ráðstefnunni til að móta sínar leiðir og sín næstu skref. Aö lokum skal nefnt að á þessu ári verður unnið aö útgáfu bókar um stööu kvenna í stjórnmálum á Norðurlöndum, „Halva makten - nordiska kvinnor pá vág" er heiti hennar. Bókin er eins kon- ar ný og endurbætt útgáfa af bókinni „Det oferdige demokrati" sem kom út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar árið 1983. Nýju bókinni er þó ætlað að vera mun ítarlegri að því leyti að auk al- mennrar umfjöllunar um stöðu kvenna í stjórnmálum, verður fjallaö um þær leiöir sem farnar hafa veriö til aö fjölga konum í stjórnmálum og koma þannig á raunverulegu lýðræði og samspili kvennahreyfinganna og rikisvaldsins á þessu sviði. EÞ ráðs fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu undir þessari yfirskrift. Vakti ráðstefnan mikla athygli og fékk verulega umfjöllun í fjölmiðlum. Erindi þau sem á ráðstefn- unni voru flutt eru nú komin út og fást á Skrifstofu jafnréttismála. Karlanefndin mun fylgja þessu eftir með herferð í september og verður hún haldin undir sömu yfirskrift. Markmið þessarar her- ferðar eru meðal annars að efna til rækilegrar umræðu um ofbeldi í öllum myndum, að skilja ótvírætt á milli karl- mennskunnar og ofbeldisins, að koma á fót nefnd sem haldi umræöunni áfram og að koma á laggirnar meðferð- arstofnun fyrir ofbeldismenn. Framkvæmd átaksins verður fólgið í frumkvæði að markvissri umræðu í öll- um fjölmiðlum um þetta vandamál, vekjandi auglýsingaherferð, ofbeldisum- fjöllun í framhaldsskólum og ýmsum táknrænum aðgerðum. IVG Sjálfstyrking karla Akureyri hefur um margt verið fyrirmynd- arbær í jafnréttismálum. Þar var fyrst ráðinn sérstakur jafnréttisfulltrúi og þar hafa verið haldin nokkur námskeið í sjálfstyrkingu fyrir konur. Og enn vísar Akureyri veginn. í febrúar síðastliðnum var haldið þar opið hús um stöðu, sjálfsmynd og hlutverk karla. Þar var einnig kynnt námskeiöið „Skynjaðu styrk þinn“ sem er sjálfstyrkingarnám- skeið fyrir karla. Áhugi á slíku námskeiði reyndist all- nokkur og var hugmyndin að halda nám- skeiö 18.-19. mars. Veöur kom hins vegar í veg fyrir aö það tækist og var námskeiðinu frestað en verður haldið seinni hluta apríl. Leiðbeinendur eru sálfræöingarnir Ásþór Ragnarsson og Kristján Magnússon. Helstu efnisþættir námskeiðsins eru: Karlmannsímynd, -hlutverk, -fyrir- mynd. Kröfur umhverfisins til karla. Hvað vilja karlar sjálfir? Samskipti og samstaða karla. Samskipti kynjanna. Jákvæðar og neikvæðar hliöar karl- mennsku. Hvernig tökumst við á við til- finningar? Markmið námskeiðsins er að gefa karlmönnum kost á að spegla sig í við- horfum annarra karla. Með umræðum og æfingum verður reynt að skapa að- stæður sem fá þátttakendur til að skynja eigin styrk og styrk samstöðu og samkenndar hópsins. Kenndar verða leiðir til bættra samskipta og bættrar sjálfsmyndar sem karlmaður. Þetta námskeið er fyrsta sjálfstyrking- arnámskeið fyrir karla hérlendis og verð- ur nánar sagt frá því síöar í Voginni. IVG I Osló hefur aðsetur alþjóðleg stofnun sem kallast The International Associat- ion for Studies of Men. Norskur fræði- maður, Oystein Gullvág Holter, veitir henni forstöðu. Tilgangur stofnunarinn- ar er að skapa tengslanet milli fræði- manna og áhugamanna um rannsóknir á körlum. Stofnunin hefur starfað í rúm tvö ár og náð allnokkrum árangri í al- þjóðlegri tengingu þeirra sem áhuga hafa á karlarannsóknum og umræðum um hlutverk og stöðu karla. Stofnunin gefur út fréttabréf „The IASOM News- letter" og fara þar fram umræður, sagt er frá rannsóknum, ráðstefnum og af stöðu karla í einstökum þjóðlöndum. Hafi einhver áhuga á frekari upplýsing- um um stofnunina veitir Skrifstofa jafn- réttismála fúslega allt slíkt. IVG Ráðstefnur Mjög fer vaxandi áhugi á þætti karla í jafnréttismálum og jafnréttisumræöu um allan heim. Á síöasta ári var haldin ráðstefna í Danmörku um „Fjölskyldur karla" og var þar til umræðu hlutverk karla í fjölskyldum. Hefur áður verið sagt frá þessari ráöstefnu í Voginni. í lok apríl verður haldið í Stokkhólmi mikið þing á vegum norrænu ráðherra- nefndarinnar undir yfirskriftinni „Nor- rænir karlar" og verður þar fjallað um stöðu, óskir og væntingar þess fyrir- bæris. Má búast við að þetta þing verði þeim sem það sækja drjúgt veganesti í íslenskri umræðu um stöðu karla. Og loks ber að geta þess aö í maí verður haldið í Gautaborg evrópskt rannsóknarþing um fjölskyldutengsl karlmanna. Mun dr. Sigrún Júlíusdóttir, dósent T félagsráðgjöf við Háskóla ís- lands, sækja það þing en hún hefur rannsakað íslensku fjölskylduna í mörg ár. Allt þetta minnir á að hérlendis er vart hægt að segja að átt hafi sér stað nokkur umræða um íslenska karla og stöðu þeirra í breyttum samskiptaheimi kynjanna. Einstaka raddir heyrast en þar er langt á milli og fáir nýir bætast við. Og þetta minnir einnig á að þrátt fyrir ítrekaðar ályktanir kærunefndar jafnréttismála er karlmönnum enn frek- lega mismunað þegar kemur að rétti til töku orlofs í tengslum við fæðingu barns. Treglega ætlar að ganga aö leiö- rétta misréttiö meö kurteislegum at- hugasemdum og má vera aö vænlegast sé að fá einhvern málsaðila til að höfða dómsmál. Verður gengið til þess í haust að finna slíkan aðila. IVG 19

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.