19. júní


19. júní - 01.03.1995, Page 20

19. júní - 01.03.1995, Page 20
Launajafnrétti kynjanna - er kynhlutlaust starfsmat lausnin? Launamisrétti kynjanna verður kosningamál 1 kjölfar skýrslu Skrifstofu Jafnréttis- mála og Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands um launamyndun og kyn- bundinn launamun, hafa launamál kvenna verið í brennidepli kosningabar- áttunnar. Það er vissulega gleðilegt að þessari umræðu skuli vera gert jafn- hátt undir höfði á vettvangi stjórnmál- anna og hefðbundnari viðfangsefnum, eins og skuldastöðu ríkissjóðs og breyt- ingum á fiskveiðikvótanum! í kosningar- stefnuskrám a.m.k. sumra flokkana hefur „kynhlutlaust starfsmat" verið nefnt sem aðferð til þess að leiðrétta þennan mismun og þetta hugtak er æ oftar notað í umræðunni um þennan málaflokk. Enn sem komið er vita hins vegar fáir hvað kynhlutlaust starfsmat er eða hvernig það virkar í raun. Starfsmat sem aðferð Starfsmat er útþreidd aðferð til þess að ákvarða launataxta víða I hinum enskumælandi heimi og er einnig tölu- vert notuð í löndum Evrópusambands- ins. Til eru ýmiss konar aðferðir við að framkvæma starfsmat en grundvallar- forsendan er samt alltaf sú sama, verið er að meta innihald starfa án tillits til þess hver framkvæmir þau. Til grund- vallar starfsmati eru lagðir ákveðnir þættir sem eiga að lýsa innihaldi starfs- ins og algengt er að ábyrgð, álag, hæfni og vinnuaðstæður séu þeir grunnþættir sem gengið er út frá. Síðan eru störfun- um skipt upp í fleiri undirþætti sem eiga að lýsa innihaldi starfans nánar. Þarna geta komið inn atriði eins og t.d. fingrafimi eða líkamlegur styrkur. Hver þáttur starfsins er metinn til punkta- gilda og heildarsumma þeirra ákveður verðmæti þess. Starfsmat sem tæki í launabaráttu kvenna Þar sem starfsmat er algengt tæki til þess að ákvarða laun, sérstaklega í Kanada og Bretlandi, hafa konur stuðst við jafnréttislöggjöf landa sinna, sem kveða á um sömu laun fyrir jafnverð- mæt og sambærileg störf, og farið fram á að störf þeirra verði metin samkvæmt Útgáfa — upplýsingar um stöðu kvenna og karla Um þessar mundir er útgáfa á ritum eða upplýsingaþæklingum er varða stöðu kvenna og karla óvenju mikil og fjölbreytt. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum þessara rita. Auk þeirra sem hér eru talin upp er ekki úr vegi aö minna á bókasafn Skrifstofu jafn- réttismála en þar kennir margra grasa. M.a. er þar að finna öll frétta- bréf og tímarit sem norrænu jafnrétt- isráðin gefa út, auk tímarita, blaða og bóka frá ýmsum löndum. Launamyndun og kynbundinn launamunur. Skýrsla tölfræðihóps nor- ræna jafnlaunaverk- efnisins á niður- stöðum könnunar sem við höfum beðið eftir lengi. Athyglin sem skýrslan fékk var ótrúleg og nú er bara að fylgja eftir stóru orðunum og gera kröfur um framkvæmdir. Skýrsl- an fæst á Skrifstofu jafnréttismála og í Bóksölu stúdenta og kostar 1200 kr. Álitsgeröir kærunefndar jafnréttis- mála fyrir árin 1991-1992 og 1993- 1994 hafa verið gefnar út og eru til sölu á Skrifstofu jafn- réttismála. Fram til ársins 1993 voru álits- gerðir gefnar út sem hluti af ársskýrslu Skrifstofu jafnréttis- mála en vegna mikillar fjölgunar mála fyrir nefndinni var talið rétt að gefa þær út sér- staklega. í álitsgerðun- um er gerð grein fyrir málavöxtum í hverju máli auk þess sem niðurstaða er rækilega rökstudd. Erindi frá ráðstefnu karlanefndar Jafnrétt- isráðs um karla og ofbeldi hafa verið gefin út í sérstöku hefti. Ráðstefnan, sem og önnur viðfangsefni karlanefnd- arinnar, hafa vakið mikla athygli og finnst mörgum þetta framlag gefa nýtt og áhugavert sjónarhorn. Skýrslan fæst gegn vægu gjaldi (kr. 200) á Skrifstofu jafnréttismála. Skýrsla féiagsmáiaráöherra til Alþing- is um stöðu og þróun jafnréttismála var lögð fram á síöustu dögum þingsins. í skýrslunni er gerð sér- staklega grein fyrir þró- un framkvæmdaáætl- ana í jafnréttismálum auk þess sem fjallað er um helstu svið jafn- réttismála. Fylgiskjal með skýrslunni er út- tekt frá árinu 1994 um hlut kvenna í opinber- um ráðum og nefnd- um. Skýrslan er til dreifingar á Skrifstofu jafnréttismála og í fé- lagsmálaráðuneytinu. Undirbúningur Ts- lenskra stjórnvalda vegna ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Pek- ing felst m.a. í útgáfu utanríkisráðuneytisins á skýrslu um Réttindi og stöðu kvenna á ís- landi. Auk þessarar skýrslu hefur undirbún- ingsnefnd utanríkis- ráðuneytisins vegna ráðstefnunnar gef- iö út lítið rit um Mannréttindi kvenna. í þessu litla hefti er Mannréttindayfirlýs- ing Sameinuðu þjóðanna, samningur- inn um afnám allrar mismununar gagn- vart konum, yfirlýsingin um afnám of- beldis gagnvart konum og samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 100 og nr. 111 um réttindi kvenna á vinnumarkaði. Þá er ekki úr vegi að minna á ritröð 20

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.