19. júní - 01.03.1995, Blaðsíða 24
þær hver annarri að þær eru jafningjar.
Körlunum finnst þetta vandamálatal afar
framandi og álíta að konur sem beita því
við þá hálfgerða vandamálasmiði og ótta-
lega vælukjóa. Karlarnir tala um ópersónu-
leg mál, s.s. bíla eða boltaleiki.
Mismunandi
stjórnunareiginleikar kynja
Deborah segir að athuganir sýni að konur
og karlar hafi oft ólíka kímnigáfu og segi
ólíka brandara. Þetta leiði meðal annars til
minni skilnings.
Bestur árangur í samskiptum næst þegar
fólk getur tamið sér nokkuð sveigjanlega
framkomu eftir því hvaða hóp eða viðmæl-
anda það hefur hverju sinni.
ir við að tjá tilfinningar sínar en konur.
Karlkyns stjórnendur nota oftast orða-
Iagið ég gerði og ég hef ákveðið að gera.
Kvenkyns stjórnendur segja fremur fleir-
tölu, við höfum ákveðið. Deborah segir að
skynjun fólks sé sú að konur virki frekju-
legar þegar þær nota fyrra orðalagið.
Deborah segir karla líklegri til að láta
hlutina eiga sig og bíða þar til vandamálin
koma í ljós. Þá bjargi þeir málunum og fái
hrós fyrir. Konur hafi oftar næga fyrir-
hyggju til að koma í veg fyrir að vandamál-
in skapist. Við getum verið sammála um
að síðari aðferðin sé almennt betri en gall-
inn við hana segir Deborah sé sá að síður
sé tekið eftir því að stjórnandinn sé góður
af því að vandamálin komu aldrei í ljós og
enginn tók því eftir lausninni.
Greinarhöfiindur í góðum hópi samverkamanna
t t jjg\ ^ - w
■ Bk ||| £1M' i 1 B\ <7 §f kM
1
’ 1 1
vffyfyí5' “>«
~ivlV4''í- 'rkéj M
JM
Konur sem stjórnendur nota oftar
óbeinar skipanir en karlar. Dæmi um
óbeina skipun er t. .d. að segja: „Þessi
skýrsla yrði betri ef bætt væri inn upp-
lýsingum um heildarafkomu ársins."
Bein skipun um sama efni gæti verið á
þessa leið: „Bættu niðurstöðum um
heildarafkomu ársins við þetta.“ Einum
gæti þótt fyrri tjáningarformið óljósr en
brugðist jákvætt við þeirri síðari og
framkvæmt hana. Öðrum þætti sú síðari
e.t.v. frekjuleg og þætti þægilegra að fá
fyrirmælin á hinn óbeina hátt. Á hinn
bóginn nota karlar mun óbeinni aðferð-
Mjög áhugaverð bók
Bókin er athyglisverð og geymir ótal góð
dæmi um samskipti kynja á vinnustað,
mismunandi stjórnunaraðferðir fólks og
margt annað sem varpað getur ljósi á mis-
munandi árangur fólks í starfi.
Ég hver lesendur 19. júní eindregið til
að útvega sér þessa ágætu bók og lesa hana
gaumgæfilega. Bók sem þessi væri til dæm-
is mjög gott viðfangsefni fyrir leshóp hjá
KRFf.
Lilja Ólafidóttir.
PUNKTA-
FRÉTTIR
Dönskum VÍS- Erlendir vísindamenn
indarannsóknum sem vlIJa vinna að rann“
sóknum í Danmörku
þurfa að bíða svo lengi
eftir að fá dvalarleyfi að það getur skaðað vís-
indarannsóknir í Danmörku, segir forstjóri
Embryoteknologisk Center í bréfi til danska vís-
indamálaráðherrans.
í bréfi forstjórans kemur fram að ungverskur
vísindamaður þurfti að bíða í fimm mánuði áð-
ur en hann fékk dvalarleyfi frá útlendingaeftirlit-
inu og gat tekið við stöðunni sem beið hans á
Embryoteknologisk Center, sem í fyrrasumar
ætlaði að fylla stöðu rannsóknarmanns til þriggja
ára og valdi ungverska vísindamanninn. En
skriffinnskan lætur ekki að sér hæða og fimm
mánuðir liðu frá því Ungverjinn lagði fram um-
sókn sína og þar til dvalarleyfið loks fékkst.
Forstjórinn bendir á að slíkur seinagangur
hafi í för með sér óvissu og óöryggi og reyndar
sé eingöngu að þakka góðu skaplyndi og þolin-
mæði ungverska vísindamannsins að Danir fara
ekki á mis við sérfræðiþekkingu hans en þessi
langi dráttur geti gert það að verkum að út-
lendingar kjósi ekki að starfa í Danmörku, eink-
um sé um tímabundnar stöður að ræða. Hann
bendir líka á að t.d. í Bandaríkjunum, Ástralíu
og Frakklandi gangi úthlutun dvalarleyfa hratt
og lipurt fyrir sig.
Jafngildir ham- Franski rithöfundurinn
ingja leiðindum? °g he‘mspekingurinn
Bernard-Henry Levy
verður ekki orðlaus þegar rætt er um kvennabar-
áttuna, sem hann segir vera byggða á misskiln-
ingi. En þó þykir sumum fyrst taka steininn úr
þegar hann lýsir þeirri skoðun sinni að eigi kyn-
mök að vera vel heppnuð verði þar alltaf að vera
til staðar skuggahliðar mannlegrar náttúru:
illska, synd og skömm. Kvennabaráttan sé hins
vegar að leita að hamingjunni konum til handa,
en hamingja sé ekkert annað en leiðindi!
Levy segist í blaðaviðtali sannfærður um að
ekki sé til kvenleg erótík án þess að í henni fel-
ist a.m.k. vottur af masókisma. Þetta þykir
blaðakonunni sem viðtalið tók merkilegt karl-
mennskuviðhorf og klykkir út með þessari sam-
antekt: „Að veröld þar sem konur ættu mögu-
lcika á að vera hamingjusamar hljóti að vera
leiðinleg! Fyrir hvern, má ég spyrja?“
Kínverjar vilja Kínverjar tileinka sér
vestrænar gínur vestræna viðskiptahætti
af miklum ákafa og
sjálfsagt má nú kaupa þar allt sem hugurinn
kann að girnast. í gluggum tískuverslana stór-
borganna ma finna föt sem bera svip frá ýmsum
heimshornum, og gínurnar sem bera varninginn
eru undantekningarlítið hávaxnar, ljóshærðar og
með blá augu!
„Fólk hefur enga löngun til að kaupa föt sem
eru sýnd á kínverskum kroppum,“ segir einn
gínusalinn í Shanghæ sem hefur mikið úrval af
gínum á boðstólum og segist lítið þurfa að skýra
út fyrir kaupendum hvaða kostum vestrænar
konur séu búnar umfram aðrar. „Allir vita að
vestrænar konur eru fallegar," segir hann og
bendir á hvað brjóstin séu stór og „fylli betur út
í fötin.“
Flestar gínurnar eru framleiddar í Hong
Kong, og þær gera mesta lukku. Sumar eru þó
heimatilbúnar.
24