19. júní


19. júní - 01.03.1995, Page 25

19. júní - 01.03.1995, Page 25
Hef hug á að starfa að stjórnmálum - segir Ellen Ingvadóttir, fráfarandi ritstjóri Ellen Ingvadóttir ritstjóriiV. júní hefur nú látið af embætti eftir að hafa ritstýrt blaðinu undan- farin 4 ár. Ellen er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi og rekur eigið fyrirtæki í Reykjavík. — Blaðamanni 19. júní lék forvitni á að vita hvers vegna Ellen kýs að láta af ritstjórn blaðsins eftir fjögurra ára farsælt starf. „Ákvörðunin var eldci auðveld, því þetta hefur verið ákaflega gefandi og skemmti- legt starf. í haust stóð ég hins vegar frammi fyrir því að geta ekki varið þeim tíma í rit- stjórn blaðsins sem ég tel nauðsynlegan. Rekstur fýrirtækis míns, „Þýðingar og textaráðgjöf', hefur hins vegar orðið sífellt viðameiri og krafist meiri tíma en ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. Þegar fyrirtæki er sett á laggirnar veit fólk auðvitað aldrei livernig það mun koma til með að ganga en mér til mikillar gleði hefur þróunin ver- ið ákaflega jákvæð í mínu tilfelli. Auk þess að reka fyrirtækið starfa ég nú að uppbygg- ingu á túlkunarþjónustu fyrir ráðstefnu- gesti á íslandi. Það er krefjandi og tekur mikinn tíma. Þá féllst ég á að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir væntanlegar alþingiskosningar. Ég hef mik- inn hug á að starfa meira að stjórnmálum á næstunni en ég hef gert undanfarin ár, því þau hafa alltaf verið eitt af helstu áhuga- málum mínum.“ Ellen bætir við að blað eins og 19. júní krefjist mikils tíma og yfirlegu til þess að það sé gott og mæti þeirn kröfúm sem til þess séu gerðar. -Ég geri miklar kröfur fýrir hönd blaðsins, sem er þverpólitískt og að mínu mati mjög vandað. I vetur hefur starfað í rit- nefnd blaðsins ritstjórnarfulltrúi, Valgerður Katrín Jónsdóttir, sem er ákaflega fær kona. Þegar hún gekkst inn á að taka við ritstjórn blaðsins ákvað ég að hætta, vitandi það að ég skildi blaðið eftir í góðum höndum. Ef til vill rná bæta því við að ég er nú búin að ritstýra blaðinu í fjögur ár og tel að öll blöð, reyndar allir fjölmiðlar, hafi gott af ákveðinni endur- nýjun,“ segir Ellen. Voru gerðar einhverjar breytingar á blaðmu í ritstjóratíð þinni? „Jú, vissulega urðu talsverðar breytingar á þessum fjórum árum. Fyrstu tvö árin sem ég ritstýrði blaðinu gáfum við út eitt blað á ári eins og alltaf hefur verið gert. Fyrir tveimur árum ákváðum við hins vegar að gera tilraun með að gefa blaðið oftar út. Það hefur því komið út þrisvar sinnum á ári undanfarið. Þá var það nýmæli að tekið var upp samstarf við Skrifstofu jafnréttis- mála um að blað á þeirra vegum kæmi einnig út í 19. júní. Þetta gekk mjög vel en Jafnréttisráð hefur ákveðið að auka útgáf- ustarfið og mun því sjálft sjá um útgáfu að fréttabréfum frá og með næsta tölublaði 19. júní. Ég hef trú á því að Kvenréttinda- félagið, sem er eigandi 19. júní, sé á réttri leið með því að auka útgáfuna úr einu Texti: Inga Dóra Sigfúsdóttir Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir tölublaði í þrjú á ári. Það er mikið að ger- ast, bæði í jafnréttismálum og málefnum kvenna yfirleitt og ég held að blaðið, eins og það er orðið nú, komi ágætlega til móts við þá þörf sem ég sé á markaðnum fýrir þverpólitískt jafnréttisblað,“ segir Ellen. Hafa orðið breytingar á réttindabaráttu kvenna á undanfórnum árum að þínu mati? „Já, það hafa orðið talsverðar áherslubreyt- ingar. Reyndar hefur afstaða mín til jafn- réttismála einnig breyst og það kann að vera hluti af skýringunni á því að mér finnst breytingar hafa orðið í umhverfinu. Þegar ég hóf stjórnarsetu í Kvenréttindafé- lagi íslands má segja að ég hafi verið búin að ganga nokkuð blind fram götuna í jafn- réttisumræðunni. Meginástæða þessa var sú að ég hafði ekki persónulega lent upp á kant við neina vegna þessara mála. Það var því kannski tilviljun frekar en nokkuð ann- að að ég gekk til starfa hjá Kvenréttindafé- laginu. Eftir að ég tók til starfa þar og sem ritstjóri 19. júní kynntist ég jafnréttisbar- áttunni á nokkuð annan og ítarlegri hátt. Ég verð að viðurkenna að mér brá þegar ég áttaði mig á því að við íslendingar erum ekki komnir nærri nógu langt í jafnréttis- málum,“ segir Ellen. „Kvennabarátta, eins og hún var kölluð til margra ára, er í mínum huga jafnréttisbar- átta, þ.e.a.s. barátta um jafnrétti sem mannréttindi. Krafan um að konur og karlar eigi að vinna að jafnrétti á grundvelli hæfileika hvers og eins en ekki með því að líta á konur og karlar sem andstæðar heild- ir, verður æ rneira áberandi,“ segir Ellen. Hvaða mál telur þú brýnast að leysa í jafh- réttisbaráttunni um þessar mwidiri „Stærsta málið er án efa sá launamismunur sem ríkir, ekki síst hjá hinu opinbera. Þetta er hneykslanlegt þegar litið er til þess að við nálgumst nú óðfluga 21. öldina og hér ríkja lög sent banna slíkt.“ Þú hefúr ákveðið að hella þér í stjórnmálin með því að taka sœti á lista. Hvers vegna tókstu ekki þátt í prófkjöri til að eiga mögu- leika á að komast á þing? „Þrátt fýrir eindregna hvatningu ákvað ég að láta þátttöku í prófkjöri bíða betri tíma. Ástæðan var aðallega sú að ég vildi enn um sinn einbeita mér að því að byggja upp fýrir- tæki mitt. Akvörðunin réðst líka að hluta til af persónugerð minni, því ég færi aldrei í prófkjör nema með það markmið að komast á þing. % sá ekki frarn á að ég gæti lagt alla mína kraffa í þetta eins og staðan var hjá mér og ákvað því að bíða með það. Hvað kann að gerast fýrir næstu kosningar er alls óvíst.“ 25

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.