19. júní


19. júní - 01.03.1995, Page 26

19. júní - 01.03.1995, Page 26
Formaður KRFl Inga Jóna Þórðardóttir heiðrar Auði Eir Vil- hjálmsdóttur á jólafundi félagsins. Frá jólafundinum Fréttir úr starfi KRFI 0 pinn umræðufundur um áhrif ofbeldis í fjölmiðlum og tölvu- leikjum á börn og unglinga, var haldinn á vegum KRFI þann 16. nóvember að Fíótel Loftleiðum. Fyrirlesarar voru þau Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri, Anna Ól- afsdóttir Björnsson þingkona, Ragnheiður Sigurjónsdóttir frá Unglingadeild Félags- málastofnunar og Adolf H. Petersen fjöl- miðlafræðingur. Að fyrirlestrum loknum voru pallborðsumræður og tóku þátt í þeim auk fyrirlesara Agnes Johansen, deildarstjóri barnaefnis á Stöð 2, Auður Eydal, forstöðu- maður Kvikmyndaeftirlits ríkis- ins, Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, og fulltrúar foreldra voru þau Edda Björgvinsdótdr og Hjörleifur Sveinbjörnsson. Fundarstjóri var Þórhildur Líndal umboðsmaður bama og Hansína B. Einarsdótt- ir afbrotafræðingur var umræð- ustjóri. t undirbúningshópi um- ræðufundarins voru Guðrún Hallgrímsdóttir, Hulda Karen Ólafsdóttir, Hansína B. Einars- dótdr og Valgerður K. Jónsdóttir. Jólafundur Jólafundur KRFI var haldinn í byrjun desember. Félagið heiðraði Auði Eir Vil- hjálmsdóttur í dlefni af því að á árinu voru liðin 20 ár frá því hún tók prestsvígslu fyrst kvenna á Islandi. Séra Auður Eir hef- ur unnið mikilvægt brautryðjendastarf og verið ötull félagi KRFÍ alla tíð. Á fundin- um var auk þess lesið úr nýútkomnum jólabókum og ungt tónlistarfólk kom fram auk ýmissa annarra dagskrárliða. Fundurinn um heilsufar kvenna var vel sóttur Málþing iini licilsular kvenna Málþing var haldið á vegum KRFI um heilsufar kvenna, laugardaginn 25. febrúar að Borgartúni 6. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður KRFÍ, setti þingið og Valgerður K. Jónsdóttir þjóðfélagsfræðingur flutti inngangserindi. Þá fjallaði Kristín Ástgeirs- dóttir alþingiskona um alþjóðlegar athug- anir á heilsufari karla og kvenna, Þórdís Kristmundsdóttir fjallaði um konur og lyfjarannsóknir, Sæunn Kjartansdóttir fjall- aði um sjúkdómsgreininguna hysteríu og afleiðingar áfalla og Reynir Tómas Karlsson var með fyrirlestur um hvort læknisfræð- in og kennsla í læknisfræði væri karllæg, þ.e. of mikið tillit tekið til karllíkamans. Að loknu matarhléi ræddi Marga Thome dósent um geð- heilbrigði kvenna eftir fæðingu, Sigurður Árnason læknir fjallaði um konur og lungnakrabba- mein, Lilja Jónsdóttir læknir um hjarta- og æðasjúkdóma í kon- um, Helga Hannesdóttir geð- læknir um konur og geðheilsu og Þórarinn Tyrfingsson læknir Fyrirlesarar tóku þátt í panelumrœðum í lok fundar um heilsufar kvenna. 26

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.