19. júní


19. júní - 01.03.1995, Qupperneq 27

19. júní - 01.03.1995, Qupperneq 27
um lyfjamisnotkun og áfengisneyslu kvenna. Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra hefur skipað vinnuhóp til að kanna heilsu- far á íslandi og gera tillögu um með hvaða hætti má snúa vörn í sókn í þesum efnum. í hópinn verða skipaðir fulltrúar frá emb- ætti landlæknis, Krabbameinsfélagi Islands og Kvenréttindafélaginu. An tilnefningar hafa verið skipuð í hópinn Hrafn Túliníus læknir, Laufey Tryggvadóttir faraldursfræð- ingur og Sigríður Vilhjálmsdóttir félags- fræðingur. Valgerður K. Jónsdóttir þjóðfé- lagsfræðingur verður fulltrúi KRFÍ í vinnu- hópnum. Að fyrirlestrum loknum voru pallborðs- umræður og stjórnaði Dögg Pálsdóttir skrif- stofustjóri umræðum. Inga Jóna Þórðardótt- ir, Valgerður K. Jónsdóttir og Hulda Karen Ólafsdóttir unnu að undirbúningi málþings- ins og Lilja Ólafsdóttir var fundarstjóri. Leikhúsferð Þann 3. mars var farið í leikhúsferð á vegum KRFÍ. Það var bandaríska leikritið OLEANNA eftir David Mamet sem fé- lagsmönnum var boðið að sjá en leikritið fjallar um kynferðislega áreitni. Að leiksýn- ingu lokinni voru fjörugar umræður. Ritstjóraskipli á 19. jiíní Ellen Ingvadóttir, sem verið ltefur rit- stjóri 19. júní undanfarin 4 ár, hefur látið af störfum vegna anna og eru henni þökk- uð góð störf í þágu blaðsins. Ellen hefur verið ritstjóri á miklum breytingartímum þar sem tölublöðum hefur fjölgað úr einu á ári í þrjú. Þannig hafa komið út 8 blöð í ritstjórnartíð Ellenar. Við ritstjórinni tekur Valgerður K. Jónsdóttir sem verið hefur ritstjórnarfulltrúi undanfarið ár og er hún boðin velkomin til starfa. Valgerður er þjóðfélagsfræðingur að mennt og hefur unnið við blaðamennsku og ritstörf í fjöl- mörg ár. Ritnefnd er skipuð sömu konum og set- ið hafa undanfarin tvö ár, þeim Ingu Dóru Sigfúsdottur, Steinunni Jóhannesdóttur, Sigrúnu Sigurðardóttur, Bryndísi Kristj- ánsdóttur og Kristínu Leifsdóttur. Ljós- myndari blaðsins er Rut Hallgrímsdóttir og Þórdís Kristleifsdóttir er prófarkalesari. Blaðið hefur fengið aðstöðu á skrifstofu KRFÍ að Hallveigarstöðum. Irene Sanliago Undirbúningur að NGO Forum í Bej- ing er í fullum gangi. I febrúar s.l. kom Irene Santiago hingað til lands en hún er framkvæmdastjóri NGO Forum. Fundur var haldinn með Irene í Kornhlöðunni í Bankastræti, en tilgangur ferðar hennar hingað til lands var m.a. að safna pening- XWREVfífZ/ leggið miðjuna á minnið 4-8 farþega og hjólastólabílar þú rceður ferðinni

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.