19. júní


19. júní - 01.03.1995, Side 29

19. júní - 01.03.1995, Side 29
„Hvers vegna eruþeir ekki búnir að finna það upp?" - Islenskar uppfinningakonur á kvennaþingi í Turku Islenskar uppfinningakonur voru meðal þeirra sem sóttu kvennaþing- ið í Turku sl. sumar. 19. júní hitti forsvarsmann hópsins, Jóhönnu Fjólu Ólafsdóttur, til að fá nánari upplýsingar um þennan félagsskap og hvað hann var að gera í Finnlandi. „Félag íslenskra hugvitsmanna var stofn- að 14. febrúar 1987, en félaginu er ætlað að taka á móti aðilum sem vilja stuðla að framgangi íslensks hugvits. Menn eru aðstoðaðir við frekari útfærslu hugmynda og ráð- lagt hvernig best skuli staðið að framleiðslu og markaðssetningu. Þegar menn koma fram með nýja hugmynd þarf ennfremur að fara fram svokölluð nýnæmiskönnun, þ.e. það þarf að kanna hvort hug- myndin sé ný eða ekki. Það var Félag uppfinninga- kvenna á Norður- löndum sem hafði samband við Jafn- réttisráð og það leitaði okkur uppi. Eg var þá tiltölu- lega nýgengin í fé- lagið, var með í farteskinu hug- mynd að kjörkassa sem var þannig út- búinn að hann taldi atkvæðin um leið og seðillinn var settur í hann. Hugmynd mín fór svo í nýnæmis- könnun og þá reyndist aðeins hluti hennar nýr. Viðtal: Valgerður Katrín Jónsdóttir Myndir: Ýmsir Ég safnaði svo saman nokkrum konum sem voru í Félagi íslenskra hugvitsmanna og aðrar gengu í félagið í því augnamiði að fara út og vera með í þeim verkefnum sem við unnum að þar. Ég fékk reyndar hug- myndina að kjörkassanum þegar ég var lít- Dr. Farag Moussa í góðum félagsskap hugvitskvenna Tóskurnar innihéldu ferðabaklinga til að kynna landið. Jóhanna Fjóla lengst til hagri. il, en börn eru oft ótrúlega frjó og hug- myndarík. Ég man að við vinkonurnar vorum eitt sinn að ræða það að þegar við yrðum orðnar stórar þá yrði áreiðanlega hægt að fá berjasaft úr krönum og ein skólasystir mín sagði 1953 að þegar við færum að búa yrði áreiðanlega hægt að ýta á takka til að fá kaffi og sú varð reyndar raunin með tilkomu kaffivélarinnar!“ — Em konur uppfinningasamarí „Já, en þær eru ekki duglegar að koma hugmyndum sín- um á framfæri og segja gjarnan þegar eitthvað má betur fara í daglegu lífi: „Hvers vegna eru þeir ekki búnir að finna eitthvað upp sem léttir þetta starf?“ Forseti al- þjóðasamtaka hug- vitsmanna, IFIA, Dr. Farag Moussa hefur mikla trú á konum sem upp- finningamönnum og heldur því fram að heimurinn væri miklu fjölbreyttari ef konur hefðu meiri áhrif. Hann er mikill kvenrétt- indamaður, er fæddur í Egypta- landi, egypskur í föðurætt en móðir hans var banda- rísk. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um upp- fmningakonur. Hann segir að konur hafi fundið upp fjölmarga gagnlega hluti en þeim hafi hins vegar ekki verið hampað eins og körlunum. Hann 29

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.