Sólskin - 01.07.1937, Page 5

Sólskin - 01.07.1937, Page 5
Fögur eru fjöllin. Finna: Komi þið sæl og blessuð. Verið velkom- in upp á Öskjuhlíðina í dag. Þór, Ása, Teitur, Ósk: Komdu sæl. Finna: Reykjavíkurbær á hundrað og fimm- tíu ára afmæli í sumar,1) eins og þið vitið. Við komum okkur saman um það í kennslustund í vetur, að minnast þessa afmælis með því að ganga á Öskjuhlíðina einn góðviðrisdag í ágúst og horfa á fallega fjallahringinn, sem heldur vörð um bæinn okkar alla tíð, nesin og sundin undurfögru allt um kring, skoða jurt- irnar, sem gera landið grænt, og athuga litlu dýrin, sem lifa í moldinni. Nú er yndislegt veður og útsýn fögur. Tak- ið eftir húsunum í bænum, hve óvenju svipfríð þau eru í sólskininu. Hafið er spegilslétt, þar sést engin alda, en heiðríkur himinn er yfir öllu. Ása: Sjái þið bílana, þarna þjóta þeir austur um vegi. 1) 1936. 3

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.