Sólskin - 01.07.1937, Side 6

Sólskin - 01.07.1937, Side 6
Teitur: Fólkið notar góða veðrið og bregður sér út úr bænum, út í sveitina í fjallaloftið og gróðurinn. Þór: Er Reykjavík ekki eldri en þetta? Ég hélt hún væri mörg hundruð ára gömul. Finna: Reykjavíkurbær fékk kaupstaðarrétt- indi fyrir hundrað og fimmtíu árum, og við það er aldurinn miðaður. Þorp myndaðist hér um það leyti. Sveitabær, svipaður öðrum ís- lenskum bæjum, hafði áður verið hér, allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar. Teitur: Nú sjáum við mörg fjöll. Mér þykja fjöll svo falleg, og mikið langar mig til þess að læra að þekkja þau. Vænst þykir mér um þetta fjall þarna, ég sé það alltaf úr glugg- anum mínum heima. Er það ekki Esjan? Finna: Jú, það er Esjan, Teitur minn. Það þykir mörgum vænt um hana. Hún er eitt- hvert fegursta fjallið, sem sést frá Reykja- vík. Hún er svo fallega löguð og mátulega langt í burtu, til þess að fá á sig ótal undur- samleg litbrigði. Þór: Sjái þið fallega löguðu tindana þarna austan við Esjuna. Það er miklu meira sól- skin þar en nokkurs staðar annars staðar. Er þetta ekki einkennilegt? Finna: Jú, og það er fallegt. En ekki er það 4

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.