Sólskin - 01.07.1937, Side 27

Sólskin - 01.07.1937, Side 27
Finna: Þú átt líklega við nesið sunnan við Bakkatjörnina? Ósk: Já, ég á við það. Finna: Það heitir Suðurnes. Þar er enginn bær. Nesið er þó nokkurn veginn grasi gróið. En bæir þessir eru fyrir norðan og austan Bakka- tjörn: Ráðagerði, Bygggarður, Nýibær, Bolla- garðar og Pálsbær, og svo Nes. Þao er gam- alt höfuðból, og var lengi aðalbærinn úti á Sel- tjarnarnesinu. Kirkja var þar áður. Steinstof- an gamla stendur enn í Nesi, er byggð var handa fyrsta. landlækni okkar. Þór: Ekkert man ég, hvað ég hefi heyrt, að hæðin héti þarna úti á nesinu. Firnia: Valhúshæð er hún kölluð. Þar er nes- ið hæst fyrir vestan bæinn, og útsýn fögur. Ferðafélag Islands ætlar að setja útsýnis- skífu á hæðina. Nöfn þeirra fjalla og annara helstu staða, er af hæðinni sjást, á að grafa í skífuna og sýna stefnur til þeirra. Teiíur: Það verður gaman. Ferðafélagið ger- ir svo margt skemmtilegt. Ása: Hvers vegna heitir hún Valhúshæð? Það þætti mér fróðlegt að vita. Fimia: Fálkaveiðar tíðkuðust fyrrum. Valir voru geymdir í húsi þar á hæðinni, og af því er nafnið. 25

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.