Sólskin - 01.07.1937, Side 29

Sólskin - 01.07.1937, Side 29
ósk: Var þá ekki hægt að fara í bíl? Ása: Heldur þú, Ósk, að það hafi verið komn- ir bílar hingað þá? Finna: Ónei, bílar voru ekki þá. Menn urðu á þeim dögum annað hvort að ríða eða ganga, en það var hvorugt hægt í þetta skipti. Þór: Hver var fyrsti landlæknir hér? Finna: Það var Bjarni Pálsson. Hann var mikill náttúrufræðingur. Hann ferðaðist um Island með Eggert Ólafssyni á síðari hluta 18. aldar. Ágæta bók skrifuðu þeir um rann- sóknir sínar og ferðir. Það er Ferðabók Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Hún var lengi besta bókin um íslenska náttúru- fræði. Teitur: Ég sé Kaplaskjól héðan. Það er beint sunnan við Eiðistjörn, en Bráðræðisholt rétt fyrir austan hana. Ég á heima þarna rétt hjá Sauðagerði. Það er skammt austan við Kapla- skjól. Hvar á nýi íþróttavöllurinn að vera? Finna: Hérna í mýrinni vestan við Öskjuhlíð- ina. Þið sjáið þarna græna hólinn með tóftar- brotunum rétt suður við Fossvoginn. ÓSk: Er þetta Fossvogurinn ? Ása: Já, veistu það ekki barn, að Fossvogur- inn er rétt fyrir sunnan Öskjuhlíðina. 27

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.