Sólskin - 01.07.1937, Side 37

Sólskin - 01.07.1937, Side 37
Teitur: Þá lærðum við líka að vinna. Þú ættir að tala um það við borgarstjórann, Þór, að bær- inn léti okkur hafa land. Þór: Já, ég skal tala við hann. Ása: Hvað heitir nesið þarna norðausturfrá með stóra einkennilega húsinu, beina stefnu á Esjuna héðan? Finna: Nesið heitir Laugarnes, en húsið er holdsveikraspítalinn í Laugarnesi. Ösk: Ósköp er fallegt að eiga sjúkrahús fyrir þá, sem eru veikir. Finna: Kirkjusandur er inn af víkinni vestan við Laugarnesið. Skammt er þaðan í sundlaug- arnar. Þangað hafi þið víst öll komið? Ása: Já, við förum oft í sundlaugarnar. Það er hollt að synda. Teitur: Það er líka nauðsynlegt að kunna það. Hafi þið heyrt um krakkana í Kollafirði, sem björguðu sér frá drukknun, af því að þau kunnu að synda? Ása: Nei, hvernig var það? Teitur: Það voru systkini, telpa tólf ára og drengur tíu ára. Þau áttu heima í Kollafirði, hérna uppi við Esjuna, og voru send til þess að sækja hest. Þegar þau höfðu náð hestinum, fóru þau bæði á bak honum. En til þess að stytta sér leið, fóru þau yfir svonefndan Flóar

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.