Sólskin - 01.07.1937, Page 38

Sólskin - 01.07.1937, Page 38
lækjarós. Var hann dýpri en þau hugðu, því flóð var og hefir það áhrif á ósinn. Hesturinn fór á sund, áður en þau höfðu ráðrúm til þess að snúa til sama lands aftur. Dapraðist hest- inum skjótt sundið, og eftir stutta stund sökk hann. En börnin gripu þegar sundtökin, er þau nýlega höfðu lært, og syntu til lands. Ása: En hvað þau voru dugleg. Ósk: Komst hesturinn ekki líka til lands? Teitur: Nei, hesturinn drukknaði. Ása: Ætli börnin hefðu bjargast, ef þau hefðu ekki kunnað að synda? Teitur: Nei, þau hefðu ekki bjargast, því að það var enginn nálægt, sem gat hjálpað þeim. Þór: Sorglegt var það með mennina, sem voru að flytja kúna yfir Þerneyjarsund hérna um árið. Teitur: Nú, segðu okkur söguna af því. Þór: Eitt sinn voru fjórir menn að flytja kú á báti úr Þerney og til lands. Kýrin var óþæg. Þegar komið var út á Þerneyjarsund ókyrrð- ist hún svo mjög, að bátnum hvolfdi. Þrír mennirnir voru ósyndir. Drukknuðu tveir þeirra þegar. Þriðji maðurinn náði taki á kúnni, flaut með henni upp undir landsteina, en missti hennar þar og drukknaði. Sá eini, sem 36

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.