Sólskin - 01.07.1937, Page 40

Sólskin - 01.07.1937, Page 40
Þór: Þar settust fallegu flugvélarnar hans Balbó frá Ítalíu. Finna: Allstór vogur gengur inn úr Viðeyjar- sundi. Hann skiptist innarlega í Elliðaárvog, sem Elliðaárnar falla í, og Grafarvog. Hann er austar. V i ð e y er stærsta eyjan í grennd við Reykjavík. Ása: En hvað hún er löng. Hún er nærri slit- in í sundur norðan við miðju. Teiíur: Ég sé tún og hús á henni. Finna: Viðey er ágætt býli. Eyjan er öll gras- gefin, og þar er æðarvarp. Þorp er á suðaust- urenda hennar. Þar er nú togaraútgerð. Saga Viðeyjar er merkileg. Klaustur var þar og prentsmiðja, og margt stórmenni hefir þar búið. Þór: E n g e y er mörgum sinnum minni en Viðey. En hvað hún er fallega græn. Er hún ekki beint í norður héðan? Finna: Jú, Engey er í hánorðri héðan. Hún er ga/malt höfuðból, eins og Viðey. Æðarvarp er þar ágætt. ' Teitur: Hvað heitir litla eyjan beint fyrir vest- an Engey? Finna: Það er Akurey. Örfirisey þekkið þið, sem vestari hafnargarðurinn ligg- urútí. Engeyjarsund heitir milli Eng- 38

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.