Sólskin - 01.07.1937, Page 47

Sólskin - 01.07.1937, Page 47
Ása: Hvers vegna byggði Ingólfur hér? Finna: Öndvegissúlur, er hann hafði með sér frá Noregi, rak hér að landi. Hann trúði því, að á þeim staði vildu goðin — guðirnir hans — að hann byggði bæ sinn. Ósk: En hvað það var einkennilegt. Þór: Hvernig ætli hér hafi verið umhorfs, þeg- ar Ingólfur kom? Finna: Fagurt mjög og búsældarlegt hefir vafalaust verið, þegar Ingólfur nam hér land. Fiskur nógur hefir verið um firði alla, og uppi við landsteina. Ása: Þá hefir ekki þurft að róa langt til fiskjar. Finna: Laxinn hefir leikið sér með sporðaköst- um í Elliðaánum. Silungar hafa sennilega gengið í tjörnina. Teitur: Mikið hefir verið hægt að veiða. Finna: Selir hafa óhræddir synt inn í víkur. Ósk: Seli langar mig alltaf til að sjá. Finna: Vor og sumar hafa allar eyjar vafist grænu grasi, sem ósnert féll að hausti, nema þar sem endur og æður höfðu hreiðrað sig. Þór: Mikil fuglamergð held ég að hér hafi þá verið. Ætli það hafi ekki sést hér álftir og gæsir? Finna: Síkvikt hefir verið af sjó- og land- 45

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.