Sólskin - 01.07.1937, Side 58

Sólskin - 01.07.1937, Side 58
Teitur: Hvernig fer rótin að því að ná nær- ingu úr moldinni? Finna: Ræturnar eru hærðar og moldin loðir vel við hárin, af því að þau eru óslétt utan. En með hárunum sýgur jurtin næringuna úr moldinni. Er því nauðsynlegt, þegar jurt er færð af einum stað á annan, að rótarhárin slitni ekki. Þór: Það er mikið starf, sem rótarhárin vinna. Ása: Eru rætur allra jurta eins? Finna: Nei, rætur eru margvíslegar, en eink- um tvennskonar. Þór, farðu þarna út í brekk- una og finndu einn fífil og taktu hann upp með rót. En þú, Teitur, sæktu handa okkur sóleyjarrætur. Ása: Hvaða fífill er það, sem hann Þór kem- ur með? Finna: Það er túnfífill. Hann er líka stundum kallaður æ t i f í f i 11, af því að ræt- urnar hafa verið étnar. Ósk: Eru ekki fleiri fíflar til? Finna: Jú, margir fleiri. Það eru yfir fimmtíu fíflategundir hér á landi. Mest eru það unda- fíflar. Þeir eru margir mjög fallegir, en flest- ir hver öðrum líkir, svo erfitt er að þekkja þá í sundur. Af öðrum fíflum eru algengastir j a k o b s f í f i 11 og skarifífill. 56

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.