Sólskin - 01.07.1937, Page 59

Sólskin - 01.07.1937, Page 59
Ása: Þarna koma drengirnir með fífil og" sóley. Finna: Sjáið nú, hvað rætur á sóley og fífli eru ólíkar. Hér sjái þið á fíflinum einn gildan stólpa ganga beint í jörð niður, en út frá hon- um ganga margar greinar. Gulrófan og fleiri jurtir hafa svipaðar rætur. Þetta eru kallaðar stólparætur. En gætum nú að sóleyjunni. Hún hefir margar jafngildar trefjar með öng- um í allar áttir. Þess konar rætur nefnast trefjarætur. Ösk: Mér finnst jurtirnar eiga svo fjarska bágt, af því að þær eru alltaf fastar í mold- inni og geta aldrei hreyft sig. Finna: Jurtirnar geta hreyft sig. En það er minna og á annan veg heldur en menn og dýr. Allar geta þær breitt út blöðin móti geislum sólarinnar, og sumar jurtir geta lagt blöðin saman, þegar sólin sest og svali næturinnar færist yfir allt. Hvítsmárinn leggur laufblöð- in saman á kvöldin og breiðir úr þeim á morgnana. Þór: Er það satt, að hvítsmárabreiðurnar séu öðruvísi litar á nóttunni en á daginn? Finna: Já, efra borð laufblaða er æfinlega dökkgrænna en neðra borðið. Efra borðið á laufblöðum smárans snýr auðvitað upp á dag- 5 T

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.