Sólskin - 01.07.1937, Side 67

Sólskin - 01.07.1937, Side 67
Finna: Já, nokkrar tegundir, og ein af þeim er umfeðmingsgrasið. Teitur: Á það ekki erfitt með að f inna eitthvað til þess að halcla sér í, þegar það vex úti á víða- vangi? Finna: Ónei, það finnur oftast grasstrá eða þá annað umfeðmingsgras, því að þau vaxa venjulega í stórum, fallegum breiðum. Grip- þræðirnir eru tilfinninganæmir. Snerti þeir strá, beygja þeir sig í sömu átt, þangað til þeir hafa vafið sig marga hringi utan um það. Ósk: Hvernig eru blóm á umfeðmingsgrasi lit? Finna: Þau eru fagurblá. Ása: Hvernig verða jurtirnar til? Finna: Veistu hvernig kartöflur verða til? Ása: Já, þær eru teknar upp úr garðinum á haustin, og geymdar. í kjallaranum yfir vet- urinn. Undir vorið er sumt af þeim látið spíra. Pabbi stingur upp garðinn, þegar jörðin er orðin klakalaus, og rakar yfir hann með garð- hrífu. Holur gerir hann í molclina með spýtu og lætur eina kartöflu í hverja þeirra. Eftir það megum við krakkarnir ekki stíga út í garð- inn um langan tíma. Nú líður ekki á löngu, þar til græn grös vaxa upp úr moldinni, á sömu stöðum og kartöflurnar voru látnar. Mamma 65

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.