Sólskin - 01.07.1937, Page 79

Sólskin - 01.07.1937, Page 79
Finna: Jú, en líka með gafflinum. Það getur stokkið hærra og lengra, af því að það hefir stökkgaffalinn. Ása: Hér er annað dýr. Það er alveg eins, nema það er grátt. Og hér það þriðja og fjórða og fimmta, en þau eru öll miklu minni en það, sem við fundum fyrst.. Þór: Hvað heita þessi dýr? Finna: Þau heita öll s t ö k k m o r. Þau eru algeng í mýrum og við vötn, og undir stein- um, bæði í byggðum og uppi til f jalla og ör- æfa. Teitur: Stúlka, sem er nýkomin úr kaupa- vinnu austan úr Flóa, sagði mér frá örsmá- um, bláleitum dýrum, er settust á sokkana hennar, þegar hún var að raka. Hún hélt, að það væru flær, og var dauðhrædd við þau. Ætli það hafi ekki verið stökkmor? Finna: Jú, það hafa vafalaust verið stökkmor. En stökkmor eru ýmislega lit. Það er kallað b 1 á m o r, þegar það er blátt. Þór: Eru margar tegundir af stökkmori hér á landi? Finna: Það eru þrjátíu til fjörutíu tegundir, og svipaður f jöldi af s k o r 111 u m. Þið fáið bráðum að sjá þær, býst ég við. Það er oftast eitthvað af þeim undir steinum. 77

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.