Sólskin - 01.07.1937, Page 86

Sólskin - 01.07.1937, Page 86
Finna: Þetta hefir verið k 1 a u f h a 1 i. Hann hefir flust hingað með vörum. Þór: Er nema ein tegund af kakalökum hérna í Reykjavík? Finna: Já, það hafa fundist hér fimm tegund- ir. Sú algengasta er mórauð og nefnist 1 i 11 i kakalaki. Ása: Viti þið, að ég þori aldrei að opna gamla bók? Teitur: Nei, hvernig stendur á því? Ása: Það er af því, að í gömlum bókum eru oft örlítil dýr, sem ég er svo hrædd við. Þau eru dálítið svipuð lúsum, og þær finnst mér svo ógeðslegar. Heita þessi dýr nokkuð? Finna: Þau eru nefnd b ó k 1 ý s. Það eru meinlaus dýr, en algeng í gömlum blöðum og bókum. Það eru að minnsta kosti þrjár teg- undir af þeim hér á landi. Þór: Eru margar lúsategundir til á íslandi? Finna: Já, þær skipta tugum. Ósk: Eru þær allar á fólkinu? Finna: Nei, aðeins þrjár tegundir lúsa fylgja manninum um allan heim. Það er h ö f u ð - lús, fatalús og flatlús. Ása: En á hvaða dýrum eru hinar tegund- irn'ar? 84

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.