Sólskin - 01.07.1947, Page 7

Sólskin - 01.07.1947, Page 7
Rauða flaskan „Hvað eigum við að gera?“ sagði Benni við Báru litlu systur sína. „Ég er orðinn leiður á að velta þessari gjörð“. „Ég líka“, sagði Bára og leit spyrjandi á bróður sinn. „En nú veit ég, hvað við skulum gera“, sagði hún svo allt í einu. „Við skulum fara niður í fjöru. Það er svo margt að finna í fjörunni. Á hverjum degi rekur alltaf eitthvað á land“. „Já, það skulum við gera“, samþykkti Benni. Svo hlupu þau á harða spretti niður í fjöru. Benni varð langt á undan Báru niður í flæðar- málið. Hann hljóp svo hart, að hann var nærri kominn út í sjó, áður en hann gat stöðvað sig. „Sérðu hvað sjórinn er sléttur og fallegur“, sagði Bára, þegar þau höfðu kastað mæðinni svolitla stund. „Já, það væri gaman að hafa bát núna og róa yfir fjörðinn. Ég gæti róið. Ég kann að 5

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.