Sólskin - 01.07.1947, Side 34

Sólskin - 01.07.1947, Side 34
Pétur ánægði og Pétur önugi Einu sinni voru tveir litlir drengir. Þeir áttu heima í litlum húsum við þjóðveginn, hvor við hliðina á öðrum. Drengirnir voru svipaðir að stærð og voru nafnar. Samt sem áður voru þeir mjög ólíkir. Fólk kallaði ann- an Pétur ánægða, en hinn Pétur önuga. Pétur ánægði var alltaf glaður og kátur. Hann söng og hló frá morgni til kvölds. Pétur önugi var hins vegar alltaf í vondu skapi. Hann fann að öllu og var alltaf súr á svipinn. Hann var aldrei ánægður. Einn morgun voru þeir Pétur ánægði og Pétur önugi sendir út í hagann til þess að mjólka kýrnar. „Já, það skal ég glaður gera“, sagði Pétur ánægði við mömmu sína. Svo hélt hann af stað með fötu í hendinni út í hagann. „Æ, ég nenni því ekki. Það er svo leiðin- legt“, sagði Pétur önugi við mömmu sína. 32

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.