Sólskin - 01.07.1947, Page 49

Sólskin - 01.07.1947, Page 49
alltaf fisk og mjólk. En fiskur og mjólk er líka ágæt kattafæða. Nú ætla ég að segja ykkur frá því, þegar ég gerði Björn vondan. Það er orðið svo langt síð- an, að það gerir ekkert til, þótt ég segi ykkur frá því núna. Við urðum strax vinir aftur. Björn lét mig einn daginn hafa bolta til þess að leika mér að. Ég skemmti mér ágætlega. Ég elti boltann. Hann valt og valt og ég hljóp og hljóp og ætlaði að hremma hann. En hann rann alltaf úr klónum á mér. Og ég mátti elta hann á ný. Stundum tók Björn boltann og lét hann hoppa hátt upp í loftið. Og ég reyndi að klófesta hann, þegar hann kom niður. En aldrei náði ég boltanum. Þetta þótti mér fjarska skemmtilegur leikur. Loks varð ég þreyttur á að hoppa og hlaupa. Svo var ég líka orðinn ósköp þyrstur. Ég fór fram í eldhús til þess að fá mér mjólk að drekka. En hugsið ykkur. Haldið þið ekki að Björn hafi gleymt að láta mjólk í skálina mína. Það var ekki dropi í henni. Og ég var svo þyrstur. Ég varð alveg frávita. Ég fór til Björns, mjálmaði og bað eins fallega og ég gat um eitthvað að drekka. En Björn skildi ekki neitt. Hann hristi bara höfuðið og hélt áfram 47

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.