Sólskin - 01.07.1947, Page 52

Sólskin - 01.07.1947, Page 52
um fæti inn fyrir dyrnar, byrjaði Björn að skamma mig. Ég reyndi að skýra þetta allt saman fyrir honum. En ekkert dugði. Hann skildi ekkert. Svo skreið ég í hlýjuna við arin- inn. Mér leið voðalega illa. Ég var alveg eyði- lagður. Allt í einu kom mamma Björns framan úr eldhúsinu og sagði heldur byrst: „Björn! Þetta er allt þér að kenna. Þú átt sök á þessu öllu saman. Ég hefði átt að reka þig út, en ekki kisu. Það var ekki að undra, þótt kattargreyið fengi sér mjólkurdropa. Þú hefur gleymt að láta mjólk í skálina hennar“. Ég varð glaður, þegar ég heyrði þetta. Svo sannarlega varð ég feginn. Björn tók mig nú í fangið, klappaði mér og strauk. Hann bað mig fyrirgefningar á þess- um ósköpum. Svo gaf hann mér líka fiskbúð- ing og eins mikla mjólk að drekka og ég gat í mig látið. Mikið leið mér vel. Þegar ég var búinn að borða mig saddan, stökk ég upp á hnén á Birni og fékk að liggja þar, meðan Björn var að lesa lexíurnar sínar. Hann klóraði mér bak við eyrun og strauk mér öllum hátt og lágt. Ég malaði af ánægju. 50

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.