Sólskin - 01.07.1947, Page 63

Sólskin - 01.07.1947, Page 63
Bubbur Hann Bubbur litli á heima á fallegu og góðu sveitaheimili, hjá pabba sínum og mömmu. Bubbur er fjögra ára, með ljóst, hrokkið hár og blá og snarleg augu. Kinnarnar eru ávalar af fitu. Húsið, sem hann Bubbur á heima í, er ekki byggt úr torfi og grjóti eins og mörg önn- ur hús í sveitinni, heldur er það stórt, grátt steinhús. Afi og amma hans eiga heima langt úti í sveitinni. Hann fær stundum að heimsækja þau með mömmu sinni. Það þykir honum reglu- lega gaman, því að amma og afi eru svo góð við hann og gefa honum mörg falleg leikföng. Það kemur fyrir að hann fær að vera nótt hjá þeim. Einu sinni kom amma að heimsækja Bubb, og þegar hún fór aftur, fékk hann að fara með henni og dvelja hjá henni um tíma. Það, sem honum þótti mest gaman að hjá ömmu sinni, var kettlingurinn hennar kisu 61

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.