Sólskin - 01.07.1967, Side 52

Sólskin - 01.07.1967, Side 52
ef kóngsson fœr ekki klœðið, lœtur hann til leiðast og selur kóngssyni klœðið fyrir afar- mikið fé. Sér kóngsson, að klœðið er hinn bezti gripur, víða gullsaumað og gimsteinum sett. Heldur hann svo heimleiðis, vongóður um sig- ur sinn í meyjarmálunum. Yngsti kóngssonurinn hélt síðast af stað og fór fyrst innan lands, þorp úr þorpi. Falar hann gripi af hverjum kaupmanni, sem hann hittir, og hvar annars staðar, sem nokkur von er til, að þeir fáist. En allaf tilraunir hans verða ár- angurslausar, og líður svo meginhluti ársins, að honum verður hvergi viðrennt. Gerist hann nú mjög hugsjúkur um sitt mál. Loks kemur hann í fjölmenna borg. Þar er kaupstefna mikil, og menn saman komnir úr öllum álfum heims- ins. Gengur hann milli allra kaupmanna í borg- inni og finnur loksins einn, sem hefur eplasölu á hendi. Þessi kaupmaður kvaðst eiga epli, sem hefði þá náttúru, að þegar það vœri lagt í hœgra handholið á þeim manni, sem að dauða vœri kominn, þá lifnaði sá jafnskjótt við aftur. Sagði kaupmaður, að eplið vœri langfeðgaeign sín, og hefði jafnan verið haft í staðinn fyrir lœknislyf. En er kóngsson heyrði 50

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.