Sólskin - 01.07.1967, Side 81
ar Leifs höfðu fundið þar vínvið með vínberj-
um ó. Gaf hann landinu nafn af þessu.
Nokkru seinna gleymdist þetta stóra og auð-
uga land, og enginn hvítur maður kom þang-
að öldum saman, svo að sögur fari af.
Loksins skeði það, nœrri 500 órum síðar
(1492), að ítalskur maður, Kristófer Kolumbus
að nafni, fann aftur land þetta, sem síðar var
nefnt Ameríka.
Kolumbus hafði œtlað sér að fara til Ind-
lands. Höfðu margir sjógarpar reynt að sigla
þangað. Ferðir voru margar farnar fró Portú-
gal og Spóni suður með Afríku, til þess að
komast svo austur ó bóginn. En ferðir þessar
gengu fremur illa, vegna þess, að margar hœtt-
ur og ýmsir örðugleikar mœttu sjómönnunum.
í fyrndinni höfðu menn haldið, að jörðin
vœri flöt eins og kaka, en um þetta leyti voru
ýmsir komnir ó þó skoðun, að jörðin vœri hnött-
ur. Kolumbus var einnig þeirrar skoðunar. Datt
honum í hug, að styttra myndi til Indlands með
því að sigla í vesturótt, úr því að þessi óraleið
var austur ó bóginn. En samgöngur við Ind-
land voru nauðsynlegar, vegna ýmsra ger-
sema og dýrindis varnings, sem þaðan kom.
79