Sólskin - 01.07.1967, Blaðsíða 49
hennar allir, hver í sínu nafni. Kóngurinn, faðir
þeirra, ótti að ráða gjaforði kóngsdóttur, því
að faðir hennar var dauður, og með því að
honum var jafnkœrt til allra sona sinna, þá
veitti hann þeim það svar, að kóngsdóttir
skyldi sjálf kjósa sér að brúðguma hvern
þeirra, er henni geðjaðist bezt að. Lét hann
því að ákveðnum degi kalla kóngsdóttur fyrir
sig og auglýsir fyrir henni sinn vilja, að hún
kjósi einhvern sona sinna sér til manns. Kóngs-
dóttir mœlti: — Skyld er ég að hlýða því, er
þú mœlir fyrir, en eigi ég að kjósa einn sona
þinna, þá er ég í hinum mesta vanda stödd,
því að ég verð að játa, að mér eru þeir jafn-
kœrir, og ég get ekki tekið einn fram yfir ann-
an. — Þegar kóngur heyrði þessi svör kóngs-
dóttur, þótti honum vandast málið og hugsar
nú fyrir sér, hvert ráð hann skuli upp taka,
sem öllum gegndi bezt, og að lyktum kveður
hann upp þann úrskurð, að þeir synir sínir skuli
að ári liðnu verða komnir með sinn dýrgrip-
inn hver, og skyldi sá fá kóngsdóttur, sem bezt-
an hefði dýrgripinn. Létu kóngssynir sér þetta
vel líka og ákváðu, að þeir skyldu allir finnast
að ári liðnu í kastala úti á landsbyggðinni og
47