Sólskin - 01.07.1967, Page 74

Sólskin - 01.07.1967, Page 74
hann, hvers virði hann vœri. — Varla eyris virði, — svaraði gullsmiðurinn. Þá hló bónd- inn og sagði honum, að þetta vœri óskahring- ur og meira virði en allir hringarnir, sem hann œtti. Gullsmiðurinn var refjakarl og þorpari. Hann bauð bóndanum að gista hjá sér og sagði: — Það er gœfumerki, að hýsa mann eins og þig, vertu hjá mér. — Hann veitti hon- um vel, sparaði hvorki vín né vinmœli, en um nóttina, er bóndinn svaf, dró hann hringinn af hendi hans og dró á fingur hans venjulegan hring af sömu gerð. Nœsta morgun gat gullsmiðurinn varla beð- ið þess, að bóndinn fœri af stað. Hann vakti hann í bítið og sagði: — Þú átt langa leið fyrir höndum, þér veitir ekki af að hugsa til heim- ferðar. — Jafnskjótt og bóndinn var úr augsýn, skund- aði gullsmiðurinn inn í stofu sína, lokaði gluggahlerunum, til þess að enginn sœi til sín, og setti slagbrand fyrir dyrnar. Síðan sneri hann hringnum á fingri sér og sagði: — Ég vil eignast hundrað þúsund dali undir eins. — Þegar hann hafði þetta mœlt, tók að rigna peningum, hörðum, gljáandi dölum. Þeir skullu 72

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.