Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 37

Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 37
 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Söngnemendur í Listaskóla Mosfellsbæjar halda tónleika á jólamarkaðnum í Kjarna í dag klukkan 17.30. Þeir munu flytja sígild jólalög við undirleik Sigurjóns Alexanderssonar. Jólamarkaðurinn verður opinn á föstudögum fram að jólum en þar verður á boðstólum allt frá kínverskum silkislæðum yfir í íslenskt handverk. A rnþór Ásgrímsson er nýkrýndur bikarmeist- ari í Fitness. Hann þarf að hafa mikið fyrir því að koma sér í form fyrir keppni en undirbúningurinn skiptist í uppbyggingartímabil og niður- skurð. „Ég æfi tvisvar á dag og á uppbyggingartímabilinu borða ég fjögur til fimm þúsund kalorí- ur á hverjum degi. Niðurskurðar- tímabilið hefst um það bil 14 til 16 vikum fyrir mót en þá fer ég að draga úr hitaeiningafjöldanum. Ég borða engin kolvetni sex daga vikunnar en hef svo einn kolvetna- hleðsludag í hverri viku. Fjórum til fimm vikum fyrir mót fer ég svo í algert kolvetnasvelti. En gerir þetta líkamanum gott? „Ég borða hollan mat en vitanlega er álagið frekar mikið síðustu tvær vikurnar fyrir keppni. Þá er ég far- inn að vökvatæma líkamann, sem veldur álagi á nýrun en er mikil- vægt þegar kemur að því að líta vel út á sviðinu.“ Arnþór segir ekki um eðlilegt líkamsástand að ræða og að engum sé eðlislægt að líta svona út árið um kring. „Ég er í svona formi um átta vikur á ári ef ég miða við að keppa tvisvar.“ Arnþór borðar eins og gefur að skilja mikinn kjúkling, enda er hann góður próteingjafi. „Á niður- skurðartímabilinu borða ég aðal- lega kjúkling, nautakjöt, olíur, majones, hnetusmjör, hnetur og allt sem er grænt. Hins vegar sneiði ég hjá kolvetnaríku græn- meti eins og gulrótum og tómöt- um og öllum ávöxtum.“ Arnþór borðar 400 grömm af kjúklingi á dag, sem kostar hann 25.000 krón- ur á mánuði. „Þó að ég leggi mikið upp úr einföldum mat er þetta dýrt fæði og skiptir miklu að fá góða styrktar aðila,“ segir Arnþór, sem gerði nýverið samning við Holta- kjúkling. „Ég elda einfaldan mat á virkum dögum því annars hefði ég ekki tíma til að sinna fjölskyldu, vinnu og æfingum. Það er því lítið um kjúklingaspjót og fínar sósur nema þá kannski um helgar en þá nýti ég mér oft uppskriftir af holta. is.“ Arnþór segir það koma sér vel að unnusta hans Hrafnhildur Halldórsdóttir keppi líka í fitness og hefur hún því fullan skilning á mataræðinu. Nú er hann farinn að byggja sig upp á ný og ætlar að leggjast undir smákökufeld um jólin. „Ég ætla að leggja upp næstu mót en mig lang- ar að taka þátt í tveimur hér heima og svo jafnvel í einu á erlendri grund.“ vera@frettabladid.is Mataræði Arnþórs Ásgrímssonar er úthugsað og skilar honum góðum árangri. Arnþór er nýkrýndur bikarmeistari í fitness. Í niðurskurðinum fyrir mót borðar hann 400 grömm af kjúklingi á dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 Holta kjúklingabringa ½ rauðlaukur 10 sveppir 1 lófi kasjúhnetur 1 matskeið gróft hnetu- smjör (lífrænt) 1 matskeið olía spínat blöð krydd á kjúklinginn: ítölsk hvítlauksblanda og tandoori Skerið kjúklinginn í litla bita og eldið á pönnu upp úr olíunni. Saxið sveppi og rauð- lauk og bætið út á kjúklinginn. Slökkvið á hellunni og bætið hnetusmjörinu út á pönnuna. Leyfið því að bráðna saman við kjúklinginn og meðlætið. Hellið kasjú- hnetum yfir og berið fram með spínatblöð- um. Þau má líka elda á pönnunni með hinu meðlætinu. HNETUSMJÖRSKJÚKLINGUR með spínati og kasjúhnetum FYRIR 1 Borðar kjúkling á hverjum degi Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Verð 8.290 kr. Tilboð mánudaga-miðvikudaga 7.290 kr. Jólahlaðborð b d b18. nóvem er - 30. esem er Hið óviðjafnanlega jólahlaðborð Perlunnar er hafið. Það borgar sig að panta borðið þitt strax – enda eitt vinsælasta jólahlaðborð á landinu! Skötu- og jólahlaðborð Perlunnar Þorláksmessa, í hádeginu Nýárskvöldverður 1. janúar 2011 Gefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf! Það borgar sig að panta skötuna snemma! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SKÚBB Meiri Vísir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.