Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1892, Page 15

Sameiningin - 01.08.1892, Page 15
—79- iö uppi vörn fyrir söfnuðinn, vottar kirkjuþingið innilegt þakk- læti sitt. 3. Sá hluti safnaðarins, sem hlítti úrskurði forseta kirkju- fjelagsins og heldur við sín gömlu safnaðarlög, heldur áfram, eins og áður hefur verið lýst yfir, að vera hinn löglegi Selkirk- söfnuður og heldur áfram að vera eigandi ísl. kirkjunnar í Sel- kirk samkvæmt lögum safnaðarins. 4. Kirkjuþingið felur st.nefnd þeirri, sem kosin verður á þessu þingi, á hendur, að hjálpa söfnuðinum til þess að ná eign- arrjetti á kirkjunni hið allra bráðasta. M. Paulson. Asv. Sigurð'sson. P. S. Bardal. Nefndarálitið samþykkt. Tilkynning Victoriasafnaðar. Nefndin lagði fram brjef frá fulltrúum safnaðarins, er tilkynnti forseta kirkjufjelagsins, að söfnuðurinn tryði því ekki, „að allar hinar kanonisku bækur gamla og nýja testamentisins sjeu guðs opinberaða orð.“ Enn fremur var gerð fyrirspurn um, hvort söfnuðurinn gæti fram- vegis álitizt meðlimur kirkjufjelagsins. Álit nefndarinnar var þannig: „ Eptir brjefinu frá Victoriasöfnuði að dæma, lítur út fyrir, að söfnuðurinn hafi ekki gjört sjer vel ljósa grein fyrir þýðing fundarsamþykktar þeirrar, sem gjörð var á safnaðarfundinum þ. 7. ]:>. m. þess vegna leggur nefndin það til, að þingið feli forsetan- um að skrifa söfnuðinum, ef ske mætti, að hann fyrir bróður- legar leiðbeiningar sæi að sjer og hjeldi svo áfram að vera trúr við játningu hinnar lútersku kirkju vorrar. iV. St.gr. þorlálcsson. B. B. Jónsson. Sig. Sigurðsson. Málið urn ferðakostnað lcirkjuþingsmanna. Nefndarálit: - Nefndin, sem sett var í málið um ferðakostnað erindsreka á kirkjuþing, leyfir sjer að leggja fram eptirfylgjandi álit: Af því málið var eigi rætt áður en það var sett í nefnd, og því eigi tækifæri til að gera neina uppást. í því, álítum vjer nauðsynlegt að taka það fram, að ílutningsmaður þess fer fram a, að kirkjufjel. borgi ferðakostnað erindsreka á þing. Oss finnst málið vera í alla staði þess vert, að þingið gefi því alvarlegt athygli sitt. í því fyrirkomulagi, sem það fer fram á, kemur fram sú jafnaðarhugmynd, sem ætíð ætti að ríkja inn-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.