Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 25
 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Vinir Sólheima verða með markað í Iðu við Lækjargötu alla daga fram á jól. Þar verða til sölu munir og matvara sem íbúar Sólheima hafa meðal annars búið til. Þá mun Sólheimakórinn troða upp með nokkur lög. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 13 til 18. Kári Svan Rafnsson fer sínar eigin leiðir á einhjóli: „Þetta er auðveldara en að ganga og maður fer hraðar yfir,“ segir Kári Svan Rafnsson um kosti einhjólsins sem fararskjóta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA E inhjól eru ekki algeng sjón í umferð- inni, en glöggir vegfarendur hafa þó tekið eftir ungum manni á slíku farar- tæki í miðbænum undanfarna mánuði. Hann heitir Kári Svan Rafnsson, er húsprest- ur í Höfða og segist ekki muna hvernig áhugi hans á einhjólinu hafi vaknað. „Ég sá þetta hjól í Skeifunni fyrir sirka fjór- um árum og hreifst svo af því að ég keypti það enda var það frekar ódýrt, kostaði ekki nema tólf þús- und krónur,“ segir Kári. „Þessi hjól fást hérna í hjólabúðum en það eru oft frekar lélegar útgáfur. Ég er búinn að láta uppfæra mitt hjól þannig að ég er í góðum málum með það.“ Kári viðurkennir að einhjólin séu ekki hentug í vetrarfærð, en segir þau mjög góðan kost á sumrin. „Mitt hjól er svokallað borgareinhjól, en það eru til ótal gerðir af þessum hjólum; listaeinhjól eins og þú sérð í sirkusum og dans- sýningum, fjallaeinhjól og ég veit ekki hvað.“ En er ekkert erfitt að komast leiðar sinnar á einhjólinu? „Þetta er auðveldara en að ganga og maður fer hraðar yfir, er svona á skokkhraða. Það er erfitt í fyrstu að halda jafnvæginu, en það kemur fljótt. En ég verð nú samt að viður- kenna að þetta er eiginlega svona varadekk; ég nota einhjólið aðallega þegar tvíhjólið klikkar.“ Enginn formlegur félagsskapur einhjólaeig- enda er til á landinu, en Kári segist þó hafa eignast vini út á það eitt að eiga slíkt hjól. „Ég var einu sinni á einhjólinu úti á götu, á gang- stéttinni auðvitað, og á gangstéttinni hinu megin var annar náungi á einhjóli. Við hrópuð- um báðir: HEY!, snarstoppuðum og heilsuðumst og erum nú orðnir ágætis félagar.“ fridrikab@frettabladid.is Er eiginlega varadekk DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl.11.00 - 1800. - laugard. 11.00 - 16.00 sunnud. 12.00 - 16.00 ÚTSALA JÓLAGJÖFINA FÆRÐU HJÁ OKKUR ALLT AÐ 40 % Heimasíða: www.rita.is Gallabuxur með stretch 3 síddir, str. 36-56 Munið gjafakortin Mjúkur jólapakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.