Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 18
18 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Kerfið græðir – fólkið blæðir Borgarmál Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. Rannsókn Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, hefur falið ríkissaksóknara að kanna hvort banda- rísk stjórnvöld hafi gerst brotleg við íslensk lög með starfsemi öryggis- sveitar við sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík. Athyglisvert er að grund- völlur ákvörðunarinnar er svör – eða svaraleysi – starfsmanna sendiráðsins við spurningum ríkislögreglustjóra. Ögmundur var jú í þeim hópi stjórnmálamanna sem gáfu heldur lítið fyrir það sem lak úr skjalahirslum sama sendiráðs um daginn. Nú er það sem þaðan berst, eða berst ekki, svo alvarlegs eðlis að ekki dugar minna en rannsókn ríkissaksóknara. Heimabrúkið Litlar sem engar líkur eru á að eitthvað vitrænt komi út úr slíkri rannsókn og enn minni líkur á að málið hljóti framhaldsmeðferð með ákærum eða einhverju slíku. Allt ber þetta því keim af kunnri sýndarmennsku stjórn- málanna. Alvöru Sjálfstæðisflokkurinn er augljóslega ekkert að grínast þegar hann segist ætla að taka sig í gegn eftir hrunið. Sextán manna framtíðarnefnd flokksins á meðal annars að gera tillögu um hvernig grasrótin getur betur náð eyrum flokksforystunnar. Í henni er valinn maður í hverju rúmi en líklegast er mestur fengur í Gunnari I. Birgissyni. Hann hraktist á sínum tíma úr bæjar- stjórastólnum í Kópavogi og fljótlega eftir að hafa náð kjöri í bæjarstjórn- ina á ný sótti hann um vinnu í Árborg. Nýjast er svo að hann getur ekki unnið með flokkssystkinum sínum að fjárhagsáætlun. Allt er þetta gott veganesti þegar Sjálfstæðisflokkur- inn horfir til framtíðar. bjorn@frettabladid.is Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í nótt eftir langan fund borgarstjórnar. Með áætluninni hefur meirihluti Besta flokksins og Samfylking- arinnar ákveðið að leysa fjármál borgar- innar með því að hækka verulega álögur á borgarbúa. Þannig er útsvarsprósenta á Reykvíkinga hækkuð úr 13,03% í 13,20% og fasteignaskattar úr 0,214% í 0,225%. Þá er lóðaskattur rúmlega tvöfaldaður. Flestar gjaldskrár hjá Reykjavíkurborg munu einnig hækka á næsta ári. Hóflegar gjaldskrárhækkanir eru eðlilegar en hjá meirihlutanum skortir yfirsýn og samræmda stefnu enda er afar misjafnt hvernig hækkanirnar nú koma við þjón- ustunotendur. Skólamáltíðir hækka t.d. um 10%, almennt sundgjald um 20%, vist- unargjald á frístundaheimili um 20%, síð- degishressing á frístundaheimili um 35%, lengd viðvera á frístundaheimili um 68%, almennt félagsstarf aldraðra um 45% og heimilisþrif hjá öldruðum um 88%. Áætlað er að fyrir barnafjölskyldu í Reykjavík muni aukin útgjöld vegna umræddra skatta- og gjaldskrárhækkana nema 100-150 þúsund krónum á ári. Svo miklar hækkanir þrengja að fjölskyldu- fólki sem og að atvinnulífi í borginni þegar einkaneysla dregst saman. Hærri skattar og gjöld hins opinbera hægja enn frekar á umsvifum í þjóðfélaginu og seinkar þeim efnahagsbata, sem er for- senda þess að þjóðin hristi af sér hlekki kreppunnar. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili voru skattar ekki hækkaðir í Reykjavík og í ljósi efnahags- ástandsins var gjaldskrám haldið óbreytt- um um tveggja ára skeið, 2008-2010. Þess í stað var sparað með góðum árangri í borgarkerfinu í þágu reykvískra fjöl- skyldna, sem hefðu illa þolað hærri skatta og gjöld ofan á allt annað. Forgangsraðað var í þágu fólksins en ekki kerfisins. Þá ákvað borgarstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins að bregðast við erfið- leikum í efnahagslífi með því að verja grunnþjónustu borgarinnar, hækka ekki gjaldskrár fyrir grunnþjónustu, hækka ekki skatta á Reykvíkinga og verja störf fastráðinna borgarstarfsmanna. Undir stjórn Besta flokksins og Sam- fylkingar hefur orðið skýr stefnubreyting. Allir skattar hafa verið hækkaðir, flestar gjaldskrár hafa hækkað verulega og grip- ið hefur verið til fyrstu fjöldauppsagna í sögu Reykjavíkurborgar. K rafan um að draga úr opinberum umsvifum hefur verið sterk undanfarin ár og áratugi. Til að koma til móts við þessa kröfu en viðhalda um leið grunnþjónustu sem hér hefur verið til staðar og fæstir vilja sjá af þrátt fyrir fyrrnefndu kröfuna hefur svo kölluðum þjónustusamn- ingum fjölgað og er slíka samninga nú að finna á öllum skólastigum, í heilbrigðisþjónustu og ýmiskonar annarri þjónustu við almenn- ing. Með þjónustusamningi verður þjónusta sem áður var veitt af opinberum aðilum (ríki eða sveitarfélögum) að hluta eða öllu leyti í höndum einkaframtaks. Almenningur fær eftir sem áður þjónustuna, kannski ekki alveg ókeypis eða á sama lága verðinu og ef hún er keypt beint af opin- berum aðila en gjaldið er ekki hátt. Og hvers vegna var gjaldið ekki hátt? Jú vegna þess að ríki og sveitarfélög borga eftir sem áður sambærilega fjárhæð til þess aðila sem þjónustuna veitir og sam- bærileg þjónusta kostar, sé hún veitt beint af opinberri stofnun. Þetta lítur í sjálfu sér ekkert illa út og gengur vel í mörgum til- vikum. Hægt er að velja setja barn sitt á leikskóla í rekstri sveitar- félags eða á einkarekinn leikskóla, til dæmis ef fólk hefur sérstakan áhuga á tilteknum áherslum í skólastarfi eða skólastefnu og fyrir þetta greiða foreldrar eilítið meira en fyrir skólavist í leikskóla á vegum sveitarfélagsins. Reyndar ber þess að geta að leikskólar á vegum sveitarfélaga eru, eins og hinir einkareknu, eins margvís- legir og þeir eru margir og vinna með mismunandi áherslum og skólastefnu. Valmöguleikarnir eru því fyrir hendi innan opinbera kerfisins. Það sama á svo við um grunnskóla. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að velja á milli hverfisskóla sem veita ókeypis þjónustu og nokkurra einkaskóla og borga þá skólagjöld sem þó eru alls ekki há. Fyrir sjö árum bættist svo við einkarekinn framhaldsskóli sem upphaflega átti sérstaklega að þjóna bráðgerum ungmennum en þeim gafst þar kostur á að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. Kjarni málsins er þó alltaf sá að allir þessir svokölluðu einkaskól- ar eru að stærstum hluta reknir af almannafé og ættu því að vera undir nákvæmu eftirliti rétt eins og um væri að ræða opinberan rekstur. Það er því verulega ámælisvert að fjármálaóreiða á borð við þá sem viðgengist hefur í Menntaskólanum Hraðbraut skuli hafa þrifist. Ríkisendurskoðun hefur nú kallað eftir 141 þjónustusamningi sem ráðuneytin hafa gert. Auðvitað er ekki ástæða til að ætla að í ljós komi fleiri dæmi um slíka svikamyllu og raunin virðist vera með Hraðbraut. Það er samt þarfaverk að fara yfir þessa samninga og raunar ættu sveitarfélögin að fara að dæmi ríkisins og fara yfir sína samninga. Þjónustusamningar sem ríki og sveitarfélög gera verða að vera skýrir þannig að báðum aðilum sé ljóst hvaða þjón- ustu á að veita og í hvaða umfangi, hvernig eftirliti sé háttað og hver uppsagnarákvæði séu að hálfu beggja aðila (sbr. Árbótarmálið). Við höfum ekki efni á því að missa tugi eða hundruð milljóna í sjálftöku þeirra sem opinberir aðilar kaupa þjónustu af fyrir almannafé vegna skorts á eftirliti eða samninga sem eru óskýrir. Þarna þarf að taka til. Einkaskólar eru í raun reknir af almannafé. Skýrir samningar og aukið eftirlit SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.