Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 40
32 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Tónlist ★★★ Aðventutónleikar Sinfóníunn- ar Verk eftir Bach, Händel, Mozart, Corelli og fleiri. Fyrir tveimur árum voru aðventu- tónleikar Sinfóníunnar haldnir í Langholtskirkju. Það var ánægju- leg stund. Endurómunin í kirkj- unni er fremur mikil og hún gaf hefðbundinni barokktónlistinni glans sem fór henni vel. Háskóla- bíó er, eins og allir vita, mun verri tónleikasalur. Barokktónlist hljóm- ar ekkert sérlega vel þar. Slík tón- list er rislítil í eðli sínu (a.m.k. ris- minni en sinfóníurnar eftir Mahler eða Sjostakóvitsj). Daufur hljóm- burðurinn fletur hana út. Sér- staklega ef maður situr aftarlega eins og ég gerði á tónleikunum á laugardaginn. Ekki var við stjórnandann, Nicholas Kraemer, að sakast. Hann mótaði flutninginn af fag- mennsku. Á boðstólum voru atriði úr kantötu eftir Bach; úr Messíasi og Vatnasvítu nr. 2 eftir Händel, og líka smá Mozart. Einstaka hnökr- ar voru heyranlegir hjá málmblás- urunum, en í það heila var hljóm- sveitin með sitt á hreinu. Óvanalegt var að sjá Kraem- er spila á sembal um leið og hann stjórnaði. Þótt lítið heyrðist í sembalnum á sautjánda bekk gat ég ekki betur greint en að leikur Kraemers væri pottþéttur. Söngurinn kom hins vegar dálít- ið misjafnlega út. James Gilchrist hafði sterka rödd, og hún var fáguð og nokkuð þurr, rétt eins og hjá mörgum breskum tenórum. Hann söng af öryggi og ríkulegri tilfinn- ingu – en var fremur einsleitur. Það var allt á svipuðum nótum hjá honum, sem gerði túlkunina minna og minna sannfærandi eftir því sem á leið. Og í sópraninum, Kath- erine Watson, heyrðist ekki nægi- lega vel þar sem ég sat. Það var eins og að reyna að hlusta á tónlist með eyrnatappa. Í hléinu var mér óvænt boðið að fylgjast með seinni hluta dagskrár- innar í hinu svokalla búri. Það er lítið herbergi fyrir aftan áheyr- endapallana þar sem RÚV stjórn- ar upptöku og útsendingu tónleik- anna. Mér voru afhent heyrnartól og ég hlustaði á músíkina í þeim. Hvílíkur munur! Upptakan var óaðfinnanleg. Almennilega heyrð- ist í söngkonunni, túlkun hennar var blæbrigðarík og tilfinninga- þrungin. Hún var fyllilega í anda hvers verks. Þar á meðal var Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Þótt íslenskunni hafi verið nokkuð ábótavant var rétta stemningin til staðar. Hljómsveitarleikurinn hljómaði líka einstaklega vel. Hver einasti hljóðfæraleikari spilaði af glæsi- mennsku. Einleikur Ásgeirs Stein- grímssonar á trompet (í Jauchzet Gott in allen Landen eftir Bach) var snilld! Einn náungi sagði við mig fyrir nokkru að maður ætti að fá sér heyrnartól með innbyggðu útvarpi. Eins og þau sem iðnaðarmenn eru stundum með. Og fara með þau á sinfóníutónleika. Vera í Háskóla- bíói og njóta stemningarinnar á tónleikunum, en heyra tónlistina í heyrnartólunum, í frábærum gæðum útsendingarinnar. Ég held að það sé nokkuð til í því. Jónas Sen Niðurstaða: Yfirleitt fínn hljómsveit- arleikur en söngurinn kom misjafn- lega út. Sinfónía í búri HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 15. desember 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Kór Bústaðakirkju heldur jóla- tónleika undir yfirskriftinni Jólaljós í kvöld. Sérstakir gestir kórsins verða Örn Árnason og Ívar Helgason. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru haldnir í Bústaða- kirkju. Aðgangseyrir er 2.500 krónur. 21.00 Hljómsveitin Örför kynnir nýtt tónlistarefni á Hemma og Valda í kvöld kl. 21. 21.00 Hljómsveitin The Third Sound verður með síðbúna útgáfutónleika á tónleikastaðnum Sódóma í kvöld. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir klukkustund síðar. 21.00 Jólatónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Faktorý, Smiðjustíg 6. Fram koma AMFJ, Arnljótur, Dj Andre, Jóhann Eiríksson, Snorri Ásmundsson, Stefán Finnbogi Pétursson, Stereo Hypnosis, Ómar Stefánsson & Jafet Melge og Mummi Visual. Aðgangseyrir er 1500 krónur og hefjast tónleikarnir kl. 21. ➜ Kvikmyndir 20.30 Kvikmynda- klúbburinn Arnar- hreiðrið efnir til bíó- sýningar í kvöld í Bíó Paradís. Kvikmyndin ber nafnið Ghosts of the Ciivil Dead og sér Nick Cave um tónlist og leik. Sýning hefst kl. 20.30. ➜ Dagskrá 21.00 Skemmtidagskráin Jólapopp fer fram á Café Haítí, í kvöld. Fram koma Dr. Gunni, Einar Kára- son og hljómsveitin Prinspóló. Café Haítí er staðsett við Gömlu höfnina í Reykjavík (nánar tiltekið Geirs- götu 7b / Verbúð 2) og hefst skemmtidag- skráin Jólapopp kl. 21. ➜ Málþing 19.30 Skyggni frábært efnir til mál- þings undir yfirskriftinni UMBROT í Hugmyndahúsi háskólanna að Grandagarði 2 í kvöld. Málþingið verður tileinkað möguleikum borgarrýma og hefst kl. 19.30. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Kammersveit Reykjavíkur kynnir Bach-soninn Carl Philipp Emanu- el á jólatónleikum sínum sunnu- daginn næstkomandi. Tónlist þessa afkastamikla Bach-sonar er sjaldan leikin hér á landi en þótt Johann Sebastian sé sá Bach-feðga sem kemur upp í huga nútímafólks þegar nafn- ið Bach er nefnt var sonur hans Carl Philipp Emanuel sá þekktari af þeim feðgum langt fram eftir nítjándu öldinni. Carl Philipp Emanuel var einn fjögurra sona Johanns Sebastians sem sömdu tónlist en það höfðu menn gert í Bach-fjölskyldunni mann fram af manni. Auk þess að njóta handleiðslu föður síns naut Carl Philipp Emanuel þess að eiga tónskáld- ið Georg Friedrich Telemann að guðföður. Á efnisskránni eru tvær sinfóníur Carls Philipps Emanuels fyrir strengi, sembal, flautur, óbó, fagott og horn. Einnig verða fluttir tveir einleikskonsertar, Flautukonsert í G-dúr þar sem einleikari er Mel- korka Ólafsdóttir, og Sellókonsert í A-dúr þar sem Margrét Árna- dóttir fer með einleikshlutverkið. Konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur er Una Sveinbjarn- ardóttir, en spænski semballeik- arinn Javier Núñes stjórnar frá sembalnum. Hefð er fyrir því að leika hátíð- lega tónlist frá barokktímanum á jólatónleikum Kammersveitar- Reykjavíkur. Þá hafa ungir ein- leikarar gjarnan fengið tæki- færi til að koma fram á þessum tónleikum. Tónleikar Kammersveitarinnar verða í Áskirkju sunnudaginn 19. desember kl. 17. Miðasala er á midi.is og við innganginn. Verk Bach-sonar á jólatónleikum EINLEIKARARNIR Tveir ungir einleikarar koma fram á jólatónleikum Kammersveitar Reykjavíkur, Margrét Árnadóttir sellóleikari og flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir. Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Hlutverk Menningarsjóðs útvarpsstöðva er að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu, sbr. reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva dags. 11. febrúar 1986 með síðari breytingum. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Þetta er lokaúthlutun sjóðsins og verður hann lagður niður að henni lokinni. Stjórn sjóðsins er skipuð af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og annast úthlutun. Í henni sitja Laufey Guðjónsdóttir, formaður, Lovísa Óladóttir og Þorbjörn Broddason en starfsmaður er Reynir Berg Þorvaldsson. Stefnt er á að ákvarðanir um styrki liggi fyrir í lok febrúar 2011. Í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis og greinargerð umsækjanda um verkefnið. 3. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 4. Kostnaðar- og fjárstreymisáætlun. 5. Skriflegir samningar eða önnur staðfesting um fjármögnun eða fjármögnunaráætlun auk tæmandi upplýsinga um aðra styrki sem sótt hefur verið um og/eða verkefnið hefur fengið. 6. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 7. Upplýsingar um alla gerða eða fyrirhugaða framleiðslusamninga og áætlun um tekjuskiptingu eftir því sem við á. 8. Markaðs- og kynningaráætlun. 9. Upplýsingar um framleiðslufyrirtæki. 10. Yfirlýsing sjónvarps- eða útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Upplýsingar um úthlutunarreglur, skilyrði og umsóknargögn má nálgast í gegnum netfangið menningarsjodur@ internet.is eða í síma 6636245. Frestur til að skila inn umsóknum í sjóðinn hefur verið framlengdur til 7. janúar nk. Umsóknum og öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti til Menningarsjóðs útvarpsstöðva, Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík. Með umsókn skal skila þar til gerðum eyðublöðum sem fást afhent á sama stað eða í gegnum netfangið menningarsjodur@internet.is. MENNINGARSJÓÐUR ÚTVARPSSTÖÐVA Hverfisgötu 54, 101 Reykjavík Sími: 6636245 Netfang: menningarsjodur@internet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.