Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Miðvikudagur skoðun 18 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Vinir Sólheima verða með markað í Iðu við Lækjargötu alla daga fram á jól. Þar verða til sölu munir og matvara sem íbúar Sólheima hafa meðal annars búið til. Þá mun Sólheimakórinn troða upp með nokkur lög. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 13 til 18. Kári Svan Rafnsson fer sínar eigin leiðir á einhjóli: E inhjól eru ekki algeng sjón í umferð-inni, en glöggir vegfarendur hafa þó tekið eftir ungum manni á slíku farar-tæki í miðbænum undanfarna mánuði. Hann heitir Kári Svan Rafnsson, er húsprest-ur í Höfða og segist ekki muna hvernig áhugi hans á einhjólinu hafi vaknað. „Ég sá þetta hjól í Skeifunni fyrir sirka fjór-um árum og hreifst svo af því að ég keypti það enda var það frekar ódýrt, kostaði ekki nema tólf þús-und krónur,“ segir Kári. „Þessi hjól fást hérna í hjólabúðum en þ ðf Er eiginlega varadekk DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát· Stórt op > auðvelt að hlaða· Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud. - föstud. kl.11.00 - 1800. - laugard. 11.00 - 16.00 sunnud. 12.00 - 16.00 ÚTSALA JÓLAGJÖFINA FÆRÐU HJÁ OKKUR ALLT AÐ 40 % Mjúk SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt veðrið í dag 15. desember 2010 294. tölublað 10. árgangur Katla Margrét fertug Stelpurnar standa upp úr á ferlinum. tímamót 26 dagar til jóla Opið til 22 í kvöld 9 ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag FÓLK Söngleikur byggður á Diskó- eyjunni verður settur upp á stóra sviði Borgarleikhússins árið 2012. Bragi Valdimar Skúlason og Óttarr Proppé ætla að finna sér tíma á næstunni og skrifa handrit fyrir söngleikinn en platan Diskó- eyjan hefur notið mikilla vin- sælda á árinu og lagið Gordjöss, sem Páll Óskar Hjálmtýsson flytur í hlutverki Ljóta kallsins, hefur tröllriðið vinsældalistum. Bragi er vongóður um að Páll Óskar muni jafnvel taka að sér lítið hlutverk í söngleiknum og að Óttarr Proppé leiki jafnvel Prófessorinn. „Það geta ekki allir farið í skóna hans né fetað í hans fót- spor,“ segir Bragi. - fgg / sjá síðu 46 Bragi og Óttarr í leikhúsið: Ætla að gera söngleik úr Diskóeyjunni Hollywood-Andri Eyðir jólunum með Shawn Pyfrom og Penn Badgley í New York. fólk 46 Ævintýri hjá Emsdetten Patrekur Jóhannesson er á réttri leið með þýska félagið Emsdetten. sport 40 KÓLNAR SNÖGGLEGA Í dag má búast við stífri NV-átt, víða 10-15 m/s en það verður hvassviðri eða stormur við NA-ströndina síðdegis og í kvöld. Él N- og A-lands en léttir til sunnan og vestan til. VEÐUR 4 4 -1 -2 -2 4 STJÓRNSÝSLA Í kjölfar úttektar á Menntaskólanum Hraðbraut og fréttaflutnings af meðferðarheim- ilinu Árbót hefur Ríkisendurskoð- un farið fram á að fá alla þjónustu- samninga ráðuneytanna tólf, sem eru í gildi, til skoðunar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er 141 skuldbindandi samningur í gildi, sem ráðuneyt- in hafa gert við ýmsa aðila. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi segir stofnunina hafa óskað eftir öllum upplýsingum um alla gildandi samninga ráðuneyt- anna og slíkt sé eðlilegt í ljósi þeirra mála sem upp hafi komið nýverið. „Við byrjum á fullum krafti á þessu verkefni upp úr áramótum þegar við erum búin að fá alla samningana,“ segir Sveinn Ara- son ríkisendurskoðandi. - sv, gb / sjá síðu 6 Ríkisendurskoðun hefur kallað eftir þjónustusamningum ráðuneytanna: Vill fara yfir alla samningana STJÓRNMÁL Útgjöld ríkissjóðs til velferðarmála aukast um rúm- lega einn milljarð króna frá því sem áður stóð til. Meirihluti fjár- laganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við frumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag. Meðal þess sem breytist er að 350 milljónum króna verður varið til verðbóta á grunn ellilífeyris- og örorkubóta. Dregið er úr aðhaldskröfu á heil- brigðisstofnanir um sem nemur nokkur hundruð milljónum. Heil- brigðisstofnanirnar á Húsavík og Sauðárkróki og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði þurfa til dæmis að skera talsvert minna niður en áður var áætlað. Þá eru framlög til atvinnuleysis- bóta aukin um 180 milljónir í tengsl- um við fyrirhugaðar breytingar á lögum um bæturnar. Hækkun vaxtabóta sér einnig stað í frumvarpinu en hún grund- vallast á samkomulagi stjórnvalda, fjármálastofnana og lífeyrissjóða um aðgerðir fyrir skuldsett heimili. Verður sex milljörðum króna varið til málaflokksins umfram það sem áður var ákveðið en fjármálastofn- anir taka þátt í kostnaðinum. Á fundi fjárlaganefndar í gær- kvöldi varð að samkomulagi að nefndin öll leggi til að hafin verði á næsta ári bólusetning við legháls- krabbameini í tólf ára stúlkum. 50 milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári og meiru eftir það. Fátítt er að fjárlagafrumvarp taki miklum breytingum milli ann- arrar og þriðju umræðu og þess raunar dæmi að engar breyting- ar hafi verið gerðar fyrir lokaum- ræðuna. Frumvarpið tók umtals- verðum breytingum milli fyrstu og annarrar umræðu. Til dæmis var dregið úr niðurskurði til heilbrigð- ismála um 1,3 milljarða króna og framlög til menntamála aukin um rúmlega hálfan milljarð. Allur gærdagurinn fór í að smíða lokaútgáfu tillagnanna. Áður en kom til fundar fjárlaganefndar í gærkvöldi voru haldnir fundir í þingflokkum stjórnarflokkanna. Hvorki Lilja Mósesdóttir né Atli Gíslason, sem bæði höfðu gagnrýnt áætlanir um niðurskurð, sátu fund VG. Lilja sat hjá í atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið eftir aðra umræðu. Innan þingflokks VG er ekki reiknað með stuðningi hennar við lokaafgreiðsluna. Með breytingunum nú er einkum reynt að koma til móts við gagnrýni og athugasemdir sem fjárlaganefnd höfðu borist en ekki tekið sérstakt tillit til sjónarmiða einstakra þing- manna, hvorki Lilju né annarra. - bþs Enn dregið úr niðurskurði Meirihluti fjárlaganefndar leggur til miklar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Í VG er ekki búist við stuðn- ingi Lilju Mósesdóttur. Fjárlaganefnd leggur til að bólusetning við leghálskrabbameini verði hafin. 175 milljónir í potta fyrir ráðherra Lagt er til að samtals 175 milljónir króna fari í sérstaka potta sem ráðherr- ar viðkomandi málaflokka geta úthlutað úr á næsta ári til verkefna á sviði velferðarmála sem þarfnast frekari fjárframlaga. Þessi háttur er nýjung í fjárveitingum. Heilbrigðismál: 60 milljónir Málefni barna: 40 milljónir Framhaldsskólar: 50 milljónir Löggæslu- og mannréttindamál: 25 milljónir LÍF Á LAUGAVEGINUM Jólaverslunin á Laugaveginum fór vel af stað og hefur aukist jafnt og þétt, enda hefur veðrið verið gott og gjafahátíðin mikla nálgast óðfluga. „Það hefur verið mikið líf hérna og mikið að gera,“ segir Dögg Hjaltalín, verslunarstjóri í Bókabúð Máls og menningar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.