Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 50
42 15. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Carlos Tevez vill losna frá Manchester City. Þegar horft er til baka er ekki furðulegt að forráðamenn City hugsi sig tvisv- ar um áður en þeir verða við hans óskum og setja hann á sölulista. Mörg ummæli hans í gegnum tíð- ina hafa verið ansi misvísandi og í raun veit enginn af hverju hann vill fara núna. Stjórn City telur að óhreint mjöl sé í pokahorninu og vill ekki leysa Tevez undan samningi sínum. Oft og mörgum sinnum hefur Tevez lýst því yfir að hann sé með heimþrá enda eru kona hans og börn búsett í Argentínu, heima- landi hans. Ef það er ástæðan fyrir óánægju hans væri furðulegt ef hann myndi yfirgefa City fyrir eitthvert stórlið í Evrópu eins og margir reikna með. Fer alltaf í illu Umboðsmaður leikmannsins, kaupsýslumaðurinn Kia Joorab- chian, hefur á síðustu mánuðum farið fram á það við City að félagið bjóði skjólstæðingi sínum lengri og endurbættan samning með fram- lengingu um eitt ár. Sú staðreynd vekur upp spurningar um hvern- ig tegund af heimþrá það sé sem Tevez sé að glíma við. Hvert sem Tevez kemur kann hann að daðra við stuðningsmenn og fá þá á sitt band. Reglulega lýsir hann því yfir hversu vænt honum þyki um stuðningsmennina og vilji allt fyrir þá gera. En þegar saga leikmannsins er skoðuð sést að stuðningsmenn City gátu reiknað með að einn daginn myndi tíma- sprengjan springa. Það var í ágúst 2006 sem Carlos Tevez tilkynnti á heimasíðu sinni að hann væri að yfirgefa brasil- íska félagið Corinthians og ganga til liðs við West Ham á Englandi. Hann yfirgaf brasilíska félagið í leiðindum og hafði neitað að spila fyrir liðið vikurnar á undan. Hjá West Ham fór Tevez ham- förum og sá til þess að liðið náði að halda sér í úrvalsdeildinni. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu en lenti þó í einhverjum agavandamálum. Meðal annars brást hann ókvæða við að vera skipt af velli í leik gegn Sheffield United og rauk beint heim. Eftir tímabilið hófst ein ævin- týralegasta félagaskiptasaga seinni ára sem í fór mikil skrifstofuvinna og deilur í dómssölum. Manchest- er United vildi fá Tevez, sem var í raun í eigu umboðsmanns síns. Á skrifstofum West Ham var mönn- um ekki skemmt enda vildu þeir fá sinn hlut fyrir leikmanninn. Skin og skúrir á Old Trafford Á endanum varð Tevez leikmaður Manchester United og var mikils metinn meðal stuðningsmanna. Árið 2009 gaf hann þó út að honum þætti illa komið fram við sig af stjórn félagsins og þá væri hann að fá of lítinn leiktíma miðað við frammistöðu. Forráðamenn United reyndu að halda Tevez innan sinna raða og voru tilbúnir að gera hann að einum launahæsta leikmanni félagsins. Tevez vildi ekki vera áfram á Old Trafford og samdi við erki- fjendurna í Manchester City. Koma hans átti að vera tákn nýrra tíma hjá félaginu. Eins og hjá öðrum félögum hefur Tevez komið með mörg furðuleg ummæli í fjölmiðl- um og virðist sveiflast til og frá í skoðunum sínum. Það neitar því enginn að Tevez er einn allra mikilvægasti leikmaður City og kemur þessi sprengja frá honum núna á versta tíma fyrir liðið, sem er með í baráttunni um enska meistaratitilinn. Sá órói sem skapast í herbúðum liðsins með óanægju Tevez gæti gert því illt í komandi leikjum en fram undan er hin fræga jólatörn. Tevez mætti á æfingu hjá City í gær en hefur gefið það út að hann sé ákveðinn í að fara. Forráðamenn City telja að eitt- hvað meira liggi að baki en Tevez sé að gefa upp og skiljanlegt er að spurningar vakni um hvort umboðsmaður hans hafi skrifað handritið að þeirri atburðarás sem nú er í gangi. elvargeir@frettabladid.is Sífellt vesen kringum Carlos Tevez Það er sjaldan lognmolla kringum Argentínumanninn Carlos Tevez. Hann getur varla yfirgefið lið án þess að gera það í leiðindum og persónuleg vandamál hans gegnum árin hafa verið mýmörg. Nú vill hann yfir- gefa herbúðir Manchester City en forráðamenn félagsins grunar að eitthvað meira búi að baki. RÓT VANDANS? Carlos Tevez hefur margsinnis lýst því yfir að hann sé með heimþrá og sakni barnanna sinna sem búa í Argentínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NFL Árið 1992 komst Brett Favre í byrjunarlið Green Bay Packers. Allt frá þeim leik hefur hann ekki misst úr leik og honum tókst að spila 297 deildarleiki í röð. Þetta er algjörlega einstakt met í íþróttasögunni. Favre er leikstjórnandi í harðri íþrótt þar sem varnarmenn reyna ítrekað að meiða menn í stöðu Favre svo þeir geti ekki spilað. Hinn 41 árs gamli Favre hefur allan sinn feril leikið í misjöfnu ástandi. Hann hefur oft leikið meiddur og jafnvel brotinn. Hann var einnig mættur á völlinn dag- inn eftir að faðir hans féll frá og átti stórleik. Konan hans greindist með brjóstakrabbamein en samt missti Favre ekki úr leik. Í ár hefur hann spilað ökkla- brotinn, meiddur á olnboga og með stórt sár á hökunni þar sem þurfti að sauma tíu spor. Að lokum meiddist hann svo illa á öxlinni að þessi ótrúlega leikjahrina tók enda. Kasthandleggurinn var fjólublár og hann fann ekki fyrir fingrun- um. Það var meira en harðhausinn Favre réð við. - hbg Eftir tæp 19 ár í byrjunarliðinu fór Favre á bekkinn: Einstakur harðjaxl FÚLL Á BEKKNUM Það var erfitt fyrir Favre að sitja á bekknum og fylgjast með. NORDIC PHOTOS/AP FÓTBOLTI Samkvæmt veðbönkum á Englandi er Hollendingurinn Martin Jol líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Blackburn. Stóri Sam Allardyce var rekinn í gær og leitar Black- burn nú að nýjum stjóra. Jol er 54 ára og stýrði Totten- ham á sínum tíma en hann hætti á dögunum sem þjálfari Ajax. Alan Shearer er annar á lista veð- banka en sem leikmaður vann hann enska meistaratitilinn í búningi Blackburn. Þá hefur U21- landsliðsþjálfari Englands, Stuart Pearce, einnig verið nefndur. Sú ákvörðun stjórnar Black- burn að reka Stóra Sam hefur fallið í grýttan jarðveg hjá leik- mönnum liðsins. „Þetta er áfall fyrir leikmenn. Ef við hefðum unnið Bolton um helgina værum við í fínum málum í sjöunda sæti. Ég er enn að ná mér eftir þessi tíðindi,“ sagði fyrirliðinn Ryan Nelsen. Þá var Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, reiður þegar hann frétti af brottrekstrinum og sagði þetta eina fáránlegustu ákvörðun sem hann hefði heyrt af. Steve Kean, yfirþjálfari Black- burn, stýrir æfingum liðsins á meðan leitað er að nýjum stjóra. - egm Blackburn leitar að stjóra: Jol talinn líklegastur MARTIN JOL Stýrði Tottenham á sínum tíma. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að liðið sé að spila sinn besta fótbolta síðan hann tók við stjórnartaumunum. Guardiola vann þrennuna með Börsungum á sínu fyrsta tímabili og varði svo deildarmeistaratitil- inn á síðasta tímabili. „Liðið er að spila sinn besta bolta síðan ég tók við. Hluti af ástæðunni fyrir því er að leik- menn hafa eytt meiri tíma saman. Ég dái þessa leikmenn því þeir þróast áfram og áhorf- endur geta bókað hágæða- skemmtun á leikjum hjá okkur,“ segir Guardiola. - egm Guardiola ánægður: Liðið að spila sinn besta bolta HANDBOLTI Dagur Sigurðsson held- ur áfram að gera frábæra hluti með Füchse Berlin en í gær komst liðið í átta liða úrslit þýsku bik- arkeppninnar er það lagði topplið deildarinnar, Hamburg, af velli, 31-27. Leikur liðanna í gær var bráð- skemmtilegur. Berlin leiddi lengstum í fyrri hálfleik þökk sé stórleiks Alexanders Peters- sonar sem var markahæstur allra á vellinum í fyrri hálfleik. Hamburg átti aftur á móti góðan endasprett í hálfleiknum og leiddi þá með einu marki, 15-16. Hamburg hélt þessu forskoti sínu lengi vel í síðari hálfleik en um hann miðjan skellti Berlin í lás í vörninni. Liðið breytti þá stöðunni úr 22-22 í 26-22. Alex- ander var einnig öflugur á þeim kafla en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Hamburg náði ekki að koma til baka og leikmenn Berlin fögnuðu hreint ógurlega í leiks- lok. Lið Arons Kristjánssonar, Hannover-Burgdorf, er aftur á móti úr leik eftir tap gegn Flens- burg, 21-27, þar sem Vignir Svav- arsson og Hannes Jón Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Hannover. - hbg Hannover úr leik í bikarnum en Füchse Berlin vann magnaðan sigur á HSV: Berlin skellti stórliði Hamburg STERKUR Alexander Petersson átti magnaðan leik í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.