Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 4
4 20. desember 2010 MÁNUDAGUR GENGIÐ 17.12.2010 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,2164 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,52 116,08 180,53 181,41 153,90 154,76 20,657 20,777 19,453 19,567 17,048 17,148 1,3761 1,3841 177,67 178,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR LÖGGÆSLA Lögreglumenn á Suður- nesjum hafa lengst þurft að vakta smyglara með fíkniefni innvortis í sautján sólarhringa. Gunnar Schram yfirlögreglu- þjónn segir að lögregla fylgist með þeim hverja einustu mínútu allan sólarhringinn, þar til efnin hafa skilað sér niður. Lögreglan á Suðurnesjum hefur látið útbúa sérstakt salerni sem notað er þegar smyglararnir eru með efnin innvortis. Salern- ið er smíðað af hagleiksmanni í Keflavík og hefur hann komið í góðar þarfir. Áður var notast við ferðasalerni þar sem lögreglu- menn þurftu að vera í óþægilegu návígi við úrganginn þegar verið var að leita að fíkniefnabögglun- um. Þessi búnaður er þannig úr garði gerður að bein renna liggur frá salerni í fangaklefa á lögreglustöðinni í eins konar kassa eða vask. Vaskurinn sá arna er algjörlega loftþéttur og úr honum liggur öflugt loftræsti- kerfi, þannig að frá honum berst engin lykt. Tveir þykkir gúmmíhanskar eru fastir við op sem eru á hlið hans. Frágangur þeirra er með þeim hætti að ekkert loft kemst út um opin sem þeir eru festir við. Í þessa hanska smeygja menn sér þegar burðardýr hefur skilað efnunum af sér, sem fara þá eftir rennunni frá salerni í vaskinn. Glerlok er á vaskinum sem gerir það að verkum að lögreglu- menn sjá vel það sem þeir eru að fást við. Þá er skolslanga niðri inni í vaskinum, sem notuð er við aðgerðina. Í botni hans eru svo tvær grindur, eins konar síur sem koma í veg fyrir að fíkni- efnapakki skolist niður. Lögreglumenn sem Fréttablaðið ræddi við á Suðurnesjum segja þennan búnað gjörbyltingu frá því sem áður var. Fyrirmyndina sáu þeir á Heathrow-flugvelli fyrir nokkrum árum og gerðu sér strax grein fyrir að svona bún- aður myndi nýtast vel á Suður- nesjum, þar sem mörg burðardýr með efni innvortis koma í gegn- um Leifsstöð. Sérstakar verklags- reglur hafa verið settar vegna notkunar á búnaðinum, rétt eins og gildir um önnur störf lögreglu, þannig að vinnuferli er skýrt, frá því að burðardýr er tekið, gegn- umlýst og fært í fangaklefa og þar til fíkniefnin eru í hendi. jss@frettabladid.is Burðardýr fíkniefna lengst vaktað í sautján sólarhringa Lögreglan á Suðurnesjum hefur látið útbúa sérstakt salerni sem notað er þegar smyglarar eru með efni innvortis. Lögreglumenn hafa þurft að vakta smyglara í allt að sautján sólarhringa þar til efnin skiluðu sér. LEITARÚTBÚNAÐURINN Óskar Halldórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á Suður- nesjum, sýnir fréttamönnum Fréttablaðsins búnaðinn sem notaður er til að leita að fíkniefnabögglum sem smyglarar fíkniefna losa frá sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FERÐASALERNI Var notað áður en búnaðurinn var tekinn í notkun. SALERNIÐ Hér byrjar ballið hjá smyglurunum. Í viðtali við Hallgrím Helgason vegna Roklands á laugardaginn var nöfnum leikarans Ólafs Darra og persónunnar Bödda víxlað þannig að skilja mátti orð höfundarins sem svo að Ólafur Darri væri „ósympatískur“. Þau orð áttu auðvitað við persónuna Bödda úr Roklandi. LEIÐRÉTTING HERMENN Hermenn NATO að störfum í Afganistan. Þrettán afganskir hermenn voru drepnir í gær. AFGANISTAN, AP Þrettán afganskir hermenn voru drepnir í tveimur árásum í Afganistan. Fyrri árásin átti sér stað í skráningarmiðstöð hermanna í héraðinu Kunduz þegar víga- menn talibana réðust þangað inn. Þeim átökum lauk eftir að einn vígamaðurinn sprengdi sjálfan sig upp. Í hinni árásinni sátu tveir víga- menn fyrir rútu með afgönsk- um hermönnum á leið til vinnu. Fimm voru drepnir og níu til við- bótar særðust. Talibanar hafa lýst ábyrgð á bárum árásunum á hendur sér. - fb Tvær árásir í Afganistan: Þrettán drepnir af talibönum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 6° -5° -3° -2° 2° -2° -2° 23° -1° 16° 2° 17° -12° 1° 11° -3°Á MORGUN Strekkingur allra vestast og með SA-strönd. MIÐVIKUDAGUR Vaxandi vindur þegar á daginn líður. -5 -6 -9 -10 -7 -6 -9 -9 -8-7 -3 -2 -2 -3 -1 -3 -2 -3-3 -9 1 12 11 10 6 10 7 15 15 8 7 6 7 HVÍT JÓL? Nú eru talsverðar líkur á að jól verði hvít um mestallt land. Fyrri hluta vik- unnar verður lítils- háttar snjókoma eða él norðan- og austanlands en síðdegis á miðviku- dag lítur svo út fyrir snjókomu sunnan- og vestanlands. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður LONDON, AP Kate Middleton kom í fyrsta sinn fram opinberlega á laugardagskvöld eftir að tilkynnt var um trúlofun hennar og Vil- hjálms Bretaprins. Parið mætti saman á góðgerða- samkomu í Norfolk-sýslu til styrkt- ar krabbameinssjúkum og vakti að vonum mikla athygli. Þetta voru ákveðin tímamót fyrir Middleton því þetta var sú fyrsta af fjölda góðgerðasamkoma sem hún verð- ur viðstödd í framtíðinni. Hin 28 ára Middleton verð- ur ekki opinber hluti af konungs- fjölskyldunni fyrr en hún og Vil- hjálmur ganga í hjónaband 29. apríl á næsta ári. Samt sem áður tók hún í fyrsta sinn þátt í árlegum jólahá- degisverði í Buckingham-höll um helgina þar sem allt konungsfólk- ið var samankomið, þar á meðal Elísabet Englandsdrottning. „Hún leit gullfallega út,“ sagði Sophie Pinasent, sem var viðstödd góðgerðasamkomuna í Norfolk, um Middleton. „Hún var yndisleg og þau litu út fyrir að vera mjög hamingjusöm. Mér fannst þetta mjög spennandi allt saman.“ Það að Middleton hafi verið við- stödd þessa samkomu gefur til kynna að hún muni einbeita sér að stuðningi við krabbameins- sjúka eftir að hún verður prins- essa. Lítið er þó vitað um áhuga- mál hennar og því gætu annars konar góðgerðamál orðið fyrir valinu. Á sama tíma og Middleton og Vilhjálmur voru á góðgerðasam- komunni var Harry, bróðir Vil- hjálms, staddur í Berlín. Þar tók hann á móti verðlaunum fyrir mannúðarstarf sitt. - fb Kate Middleton og Vilhjálmur Bretaprins studdu krabbameinssjúka í Norfolk: Fyrsta góðgerðasamkoma verðandi prinsessu Á GÓÐGERÐASAMKOMU Kate Middleton og Vilhjálmur kampakát á góðgerðasam- komunni á laugardagskvöld. MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.