Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 20. desember 2010 21 Eitt er það sem íslenskt sam-félag ætti að skammast sín fyrir … Ekki endilega útrásarvíking- arnir – jafnvel þótt þau hafi komið úr þjóðardjúpinu, krakkar úr Breiðholtinu, Vesturbænum, Akureyri, Hólminum eða Hlíðun- um, og gengu í leikskólana okkar, grunnskólana og framhalds- skólana, voru fermd af prestunum okkar og alin upp á heimilunum okkar – búin til af íslensku sam- félagi – íslensku þjóðinni hefur engu að síður tekist að þvo hend- ur sínar af þessum skilgetnu afkvæmum sínum og við getum á góðum degi sannfært okkur um að þetta hafi verið geimverur. Og haldið áfram án þess að horfast of fast í augu við okkur sjálf. Ekki klerkar sem klípa, ekki barnadrykkjan í miðbænum um helgar, ekki fasteignabólan, ekki einu sinni fótboltalandslið karla: allt eru þetta vandræðaleg ein- kenni á íslensku samfélagi sem má bera kinnroða fyrir – en það sem við megum hins vegar skammast okkar fyrir – innilega – og við þurfum að hugleiða af alvöru hvernig við eigum að útrýma – eru opinberar biðraðir fátæklinga eftir mat. Einkavæðing eymdarinnar Það er erfitt að skilja hvernig það hefur verið látið gerast á nokkrum misserum að það þyki allt að því ásættanlegur lífsstíll að standa í röð og fá útdeilt mat handa sér og fjölskyldu sinni. Við höfum vissulega dæmin úr Íslandssögunni af þurfalingum við höfðingjasetrin og biskups- stólana á mestu harðindatímum þjóðarinnar þegar hungursneyð varð af völdum eldgosa og hallæra. Og Thor Jensen og Margrét Þorbjörg opnuðu súpu- eldhús þegar spænska veikin geisaði hér 1918 – það var tími drepsóttar. Þá voru aðrir tímar og aðrar hugmyndir ríktu um skyldur samfélagsins við þegna sína; þá var ekki félagslegt kerfi og engar bætur þegar fyrirvinna féll frá eða enga vinnu var að hafa. Súpueldhús hafa tíðkast í Bandaríkjunum fyrir útigangs- menn en að öðru leyti eru svona biðraðir óþekktar meðal nágrannaþjóða sem hafa annan hátt á að liðsinna bágstöddum. Þetta er ekki sagt til þess að lasta það fólk sem stendur fyrir matargjöfum um þessar mundir né heldur þá sem það leggja á sig að þiggja þær. Þetta er áfellis- dómur yfir gjörvöllu samfélag- inu. Þetta er einkavæðing eymdar- innar. Það á að vera hlutverk félagslega kerfisins að koma nauðstöddum til hjálpar. Það á að vera búið að reikna út hvað fólk þarf til framfærslu sér, hvað það þarf af mat handa börnum sínum og sjálfu sér og síðan á það að fá miða fyrir þessum mat sem það getur framvísað í verslunum. Það getur ekki verið íslenskum ráða- mönnum ofviða að koma á slíku kerfi. Stormur reiðinnar Það geisar stormur – það er stormur reiðinnar. Hann blæs um valdafólk og valdastofnanir, þá sem eru breyskir, þá sem eru spilltir og þá sem hneykslanlegir. Hneykslunargirnin er orðin að sjálfstæðu afli í samfélaginu og fer um í hvirflum og hrífur með sér fólk. Margir komast ekki í gegnum daginn án þess að taka hneykslunarandköf að minnsta kosti tvisvar fyrir hádegi. Stormur reiðinnar beinist nú að öryrkjum og bótaþegum eftir að í ljós komu undarlega háar fjárhæðir hjá manneskju sem gaf sig sjálf á tal við Stöð tvö til að lýsa kröm sinni. Önnur kona – sem líka er öryrki – reyndist samkvæmt fréttum hafa sólund- að miklu fé í spilasölum og van- rækt börnin sín. Þetta er vissu- lega hneykslanlegt, og raunalegt. En það er engu að síður brýnt að dæma ekki heilu samfélagshóp- ana eftir svona stökum dæmum og allra síst þá sem höllum fæti standa eða ekki geta séð sér og sínum farborða vegna veikinda. Öll kerfi er hægt að misnota, sé vilji og hugkvæmni og siðvilla fyrir hendi: þá reynum við að bæta kerfið, sjá við þeim brotlegu og leiða þá á rétta braut, en áfell- umst ekki alla þá sem það þurfa að nota. Og manneskja sem lætur miklar fjárhæðir fara um sínar hendur en þarf samt sem áður að leita á náðir opinberra matar- gjafa til að gefa börnum sínum að borða þarf augljóslega á hjálp að halda við að greiða úr sinni óreiðu, frekar en fordæmingu og hneykslun. Hvað eiga börnin að gera við hneykslun samborgar- anna – borða hana? Hvað eigum við sjálf að gera við hneykslun okkar? Fjúka þar um? Löngu er kominn tími til að opinberir aðilar komi skikki á starfsemi þeirra einkastofnana sem deila út matargjöfum og virðast stundum í hálfgerðri samkeppni og gott ef ekki mark- aðssetningu á sjálfum sér. Þessa þörf fyrir matargjafir og aðra ölmusu þurfa yfirvöld að kanna og uppfylla hana með mann- sæmandi hætti. Hvað sem líður bankahruni og kerfishruni þá er íslenskt samfélag eitt hið rík- asta í heimi, fámennt og komin hefð fyrir lítilli stéttaskiptingu. Það að sjá til þess að allir þegnar geti brauðfætt sig og sína er algjört lágmarksskilyrði þess að hér geti talist vera siðað sam- félag. Það góða fólk sem vill láta gott af sér leiða verður áreiðanlega í engum vandræðum með að finna tilefni til þess þó að þessar opin- beru sýningar á eymd í beinni útsendingu verði aflagðar. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í DAG Þetta er einkavæðing eymdarinnar. Það á að vera hlutverk félagslega kerfisins að koma nauðstöddum til hjálpar. Gjafakort Íslandsbanka -jólagjöf sem kemur að gagni Tilbúin gjöf í fallegum umbúðum Gildir í verslunum um allan heim og á Netinu Fæst í öllum útibúum bankans H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 1 0- 19 63 Okkar skömm AF NETINUÞegar öllu er snúið við Mér var brugðið í gær þegar ég þurfti að taka leigubíl í borginni. Rætt var um pólitík í leigubílnum þegar skyndilega bílstjórinn bland- aði sér í málin. Sagðist aldeilis hafa vit á málum. Hann hefði jú komið bæjar- stjóra einum til valda fyrir norðan. Ég gat sagt honum að ég hafi tekið þátt í því að koma þeim sama bæjarstjóra frá. Við það efldist bílstjórinn og tók að kalla ríkisstjórn og stjórnar- flokka öllum illum nöfnum. „Þessi ríkisstjórn hefur komið okkur öllum á kaldan klaka.“ Eitthvað reyndum við að fá manninn til að stilla sig og horfa málefnalega á stöðuna. En það tókst ekki. Frekar að hann gaf í (bæði í orðum og bókstaflega). Ég hef ekki fundið fyrir jafn mik- illi heift í pólitískum umræðum. Eiginlega varð mér brugðið og ekki víst að ég aki með viðkom- andi leigubílstjóra aftur. Segi frá þessu vegna ræðu Péturs Blöndals sem var reyndar skemmtileg Freudian slip. En öllu gamni fylgir alvara. Hjá sumu fólki er það orðinn sá heilagi sannleikur að þessi ríkisstjórn sé upphaf kreppunnar. Öllu snúið við. blog.eyjan.is/gislibal/ Gísli Baldvinsson FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.