Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 58
42 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Fréttastofa CNN er brjáluð yfir fölskum fréttaflutningi á Twitter og líklegast er að hún hafi verið fórnarlamb tölvuhakkara. Fyrir nokkru sendi CNN út skilaboð á samfélagsvefnum Twitter þar sem tilkynnt var að leikarinn Morgan Freeman væri dáinn. Skilaboðin voru hrein lygi enda las Freeman sjálfur skilaboðin, við hestaheilsu, en skila- boðin vöktu engu að síður mikla athygli og fréttin var ekki lengi að berast manna á milli á vefnum. CNN þykist ekki geta sýnt fram á hver sendi út skilaboðin og segist hafa sett mikla rannsókn í gang enda hefur falski fréttaflutningurinn rýrt trúverðug- leika fréttastofunnar til muna. Morgan Freeman er ekki sá eini af Hollywoodliðinu sem hefur verið dauður á Twitter en ungstirnin Miley Cyrus og Justin Bieber hafa einnig andast á samskiptasíðunni. Margir dáið á Twitter „Ég vildi að stóllinn hefði sterk- an karakter en ekki of sterkan þar sem ég vil að hann virki í fjöl- breyttu rými,“ segir ítalski hönn- uðurinn Luca Nichetto. Nichetto hefur hannað stól- inn Robo-Craft sem hann segir vera undir áhrifum frá mynd- bandi Bjarkar Guðmundsdótt- ur við lagið All Is Full of Love. Myndbandið kom út árið 1999 og var leikstýrt af Chris Cunn- ingham. Eins og Björk er Nichetto umhverfissinni. Stóllinn er settur saman úr endurunnum efnum og málaður með vatns- málningu. Þá er hann límdur saman úr náttúruvænu lími. Hann segist líka hafa tekið mið af því að framleiðandi stólsins framleiðir oft fyrir opin rými. „Ég vildi hanna stól sem myndi líta jafn vel út í nýtískulegu húsnæði og til dæmis á flugvelli,“ segir Nichetto í samtali við hönnunartímaritið Metropolis. Myndband Bjarkar vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og vann meðal annars til verðlauna á MTV-hátíðinni. Þá var það tilnefnt til Grammy-verð- launa, en tapaði fyrir myndbandi hljómsveitarinnar Korns við lagið Freak on a Leash. Þá er það til sýnis á MOMA- listasafninu í New York og var í fyrsta sæti á lista MTV2 yfir 100 bestu tónlistar- myndbönd allra tíma. - afb Vélmenni Bjarkar innblástur stóls MAGNAÐ MYNDBAND Þessi saklausi stóll er undir áhrifum frá tónlistarmyndbandi Bjarkar, sem MTV2 valdi það besta sem gert hefur verið. 27 listamenn opnuðu á föstu- daginn listasýningu í Gall- erí Crymo. Listaverkin eru nokkuð sérstök þar sem þau eru öll innblásin af Stjörnu- stríðsmyndinni The Empire Strikes Back en í ár eru þrjátíu ár liðin frá frumsýn- ingu hennar. Meðal þess sem má sjá er auðvitað Svart- höfði og svo blómaskreytt drápsvél en listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson lét flytja hana sérstaklega til landsins. Sýningin stendur til 13. janúar. Stjörnustríðslist í Reykjavík Nicholas Kunysz og Una Björk Sigurðar- dóttir rýndu í Stjörnustríðslistina. Ingvar Högni Ragnarsson og Þórunn Hafstað mættu til að skoða verk Þrándar Þórarinssonar, sem stendur á milli þeirra, í Gallerí Crymo. Leikkonan Birgitta Birgisdóttir og Hera Harðardóttir voru meðal gesta Tónistarmennirnir Örvar Þóreyjarson Smárason úr Múm og Árni Rúnar Hlöð- versson frá FM Belfast mættu galvaskir enda var samstarfskona Árna Rúnars úr hljómsveitinni, Lóa Hlín, að sýna. Það fór vel á með þeim Hugleiki Dagssyni og Svarthöfða. Hugleikur er sá til vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPRELLIFANDI Leikaranum Morg- an Freeman var ekki skemmt þegar hann las sína eigin dánarfrétt á twitter-síðu CNN en fréttastofan er bjáluð yfir uppátækinu, sem mun vera verk tölvuhakkara. NORDICPHOTOS/GETTY UNGSTIRNIN EINNIG DAUÐ Á TWITTER Auðvelt er að falsa fréttaflutning enda fréttirn- ar fljótar að berast gegnum netið. Fréttir af andláti Justin Bieber og Miley Cyrus hafa einnig borist í gegnum Twitter en þær eru að sjálfsögðu alrangar. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.