Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 18
18 20. desember 2010 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Tunglmyrkvi á vetrarsólstöðum 2. Sólarljós berst að hluta í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar því og gefur tunglinu rauðan lit. 1. Jörðin skyggir á sólarljósið sem venjulega endurvarpast af tunglinu og myndar hálfskugga og alskugga. Sólin Sólarljós Jörðin Tunglið Að kvöldi 20. desember. Að morgni 21. desember Tunglmyrkvi sýnilegur Myrkvi sýnilegur þegar tungl sest Tunglmyrkvi sést ekki Myrkvi sýnilegur þegar tungl rís Hálfskuggi (penumbra)Alskuggi (umbra) Sporbaugur tunglsins Tunglmyrkvi sýnilegur víða um heim Heimild: NASA © Graphic News Á morgun, á vetrarsólstöðum og stysta degi ársins, verður al- myrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni. Almyrkvinn hefst klukkan 07.40 og stendur í rúma klukkustund. „Almyrkvar á tungli eru alltaf mjög glæsi- legir og mikið sjónarspil. Þeir eru ekki svo óalgengir og sjást að meðaltali á tveggja til þriggja ára fresti frá hverjum stað á jörðinni. Þannig sást almyrkvi síðast frá Íslandi í febrúar árið 2008,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðun- arfélags Seltjarnarness. „Ferlið allt tekur nokkrar klukkustundir en hápunkturinn er að sjálfsögðu almyrkvað tungl. Í þetta sinn er tunglið almyrkvað frá 07.40 til 08.54. Fyrir og eftir er gaman að fylgjast með skugga jarðar gleypa tunglið hægt og bítandi. Við almyrkvann sjálfan fær tungl- ið á sig rauðan lit sem er alltaf sérstakt að sjá. Þennan rauða lit má rekja til allra sólarupprása og sólarlaga sem umlykja jörðina á þessu augnabliki. Frá yfirborði tunglsins sæi geimfari þunnan rauðan hring umlykja myrkvaða jörð, sem er án efa tignarleg sjón.“ Að sögn Sævars þarf áhugafólk engan sérstakan búnað til að sjá almyrkvann þótt ekki sé verra að kíkja á tungl- ið með venjulegum handsjónauka eða stjörnusjónauka. Sól, jörð og tungl Tunglmyrkvar geta aðeins orðið þegar sólin, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er fullt og fer inn í skugga jarðar. Þrátt fyrir þetta verða tunglmyrkvar þó ekki mánaðarlega því brautarplan tunglsins og brautarplan jarð- ar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um fimm gráður frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt undir eða yfir tunglið. Skuggi jarðar er tvískiptur og því eru til þrjár gerðir af tunglmyrkvum: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hálfskuggamyrkvar. Gerð myrkvans hverju sinni fer eftir því hvernig tunglið færist inn í skugga jarðar. Alskugginn er dimmasti hluti jarð- skuggans og þar sést sólin alls ekki. Hálf- skugginn er hins vegar ekki eins dimmur en innan hans sést hluti sólar. Tunglmyrkvar sjást frá allri næturhlið jarðar, ólíkt sólmyrkvum sem sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni. Í þetta sinn sést myrkvinn best frá Norður-Ameríku en líka vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á morgunhimnin- um í vestri. Síðast sást almyrkvi frá Íslandi aðfaranótt 21. febrúar 2008. Jörðin er kúla! Tunglmyrkvinn á morg- un hefst þegar tunglið snertir hálfskugga jarðar klukkan 05.30 að íslenskum tíma. Hálfskugginn er daufur og því sést lítil sem engin breyting á tunglinu þegar þetta gerist. Það er í raun ekki fyrr en um sjö- tíu prósent tunglsins eru komin inn í hálf- skuggann að einhverjar birtubreytingar sjást. Hálfskuggamyrkvinn verður meira áberandi eftir því sem á líður. Þegar tunglið byrjar að ganga inn í alskuggann, klukkan 06.32, hefst deildar- myrkvi, sem er mun greinilegri. Snemma í deildarmyrkvanum sést örugglega óræk sönnun þess að jörðin sem við byggjum er kúla, því jarðskugginn er augljóslega bogadreginn. Deildarmyrkvinn varir í 68 mínútur. Klukkan 07.40 hefur tunglið í heild sinni færst inn í alskuggann og er þá almyrkvað. Hraði tunglsins í gegnum skuggann er um einn kílómetri á sekúndu, svo almyrkvi getur mest staðið yfir í eina klukku- stund og 42 mínútur. Í þetta sinn stend- ur almyrkvinn yfir til klukkan 08.54 eða í klukkustund og fjórtán mínútum betur. Rautt tungl Þegar tunglið er inni í alskugga jarðar fær það á sig rauðleitan blæ. Sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. Ljós- ið berst til tunglsins og gefur því rauðan lit. Litur tunglsins við almyrkva er háður skýjum, ryki og mengun í lofthjúpi jarð- ar. Stundum hverfur tunglið nánast alveg vegna óhreininda í loftinu. „Þegar Pínatúbófjall á Filippseyjum gaus í júní 1991 spúði það mikilli gjósku Jólalegt tungl á vetrarsólstöðum Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is TUNGLMYRKVI ÁRIÐ 2008 Þegar tunglið er inni í alskugga jarðar fær það á sig rauðleitan blæ, en sólarljósið berst í gegnum lofthjúp jarðar sem tvístrar rauða litnum síðar en hinum litunum. MYND/RICHARD TRESCH FIENBERG SÆVAR HELGI BRAGASON upp í efri hluta lofthjúpsins sem dreifðist yfir norðurhvelið næstu vikur og mánuði á eftir,“ segir Sævar. „Í almyrkva sem varð ári síðar varð tunglið kolsvart og grátt en ekki rauðleitt eins og við má búast að þessu sinni.“ Að almyrkva loknum færist tunglið smám saman í austurátt á braut sinni í kringum jörðina. Ferlið endurtekur sig en nú í öfugri röð. Forgönguhvel tungls- ins stingur sér út úr alskugganum og hefst þá deildarmyrkvi aftur. Þegar tunglið er allt komið út úr alskugganum hefst hálf- skuggamyrkvi á ný. Smám saman færist myrkrið af tunglinu svo að lokum skín fullt tungl skært á himni eins og ekkert hefði í skorist, segir Sævar. Næst eftir tæpt ár Næst sést tunglmyrkvi frá Íslandi að ári liðnu, hinn 10. desember 2011. Sá myrkvi verður um miðjan dag. Því sést ekki almyrkvað tungl frá Reykjavík en deild- armyrkvi verður sýnilegur þaðan. Aust- ast á landinu sést tunglið almyrkvað þegar það kemur upp fyrir sjóndeildarhringinn undir lok almyrkvans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.