Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 24
24 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Leikskóli heimsækir kirkju Umræðan um tillögur Mann-réttindaráðs Reykjavíkur er varða samskipti skóla og kirkju er á ótrúlegum villigötum. Það þarf svo sem ekki að koma nein- um á óvart þegar hagsmunaaðil- ar (les. kirkjunnar menn) reyna markvisst að afvegaleiða umræð- una. Þeir sem láta hvað hæst í sér heyra virðast reyndar fæstir hafa lesið svo mikið sem stafkrók í tillögum. Það sem slær mig þó hvað mest er hversu margir virð- ast ekki geta séð muninn á trú- boði og trúfræðslu. Ég hef nefnilega ekkert á móti því að börn séu frædd um krist- inn sið, sem og raunar öll trúar- brögð. Mér þykir líka eðlilegt að í kennslu sé meiri áhersla lögð á fræðslu um kristni heldur en t.d. íslam, enda á kristnin djúp- ar rætur í menningu okkar. Þessi kennsla á þó ekkert erindi við börn á leikskólaaldri, sem eiga mjög erfitt með að greina ævin- týrin í sögubókunum frá raun- veruleikanum. Á dögunum fékk ég tækifæri á að upplifa frá fyrstu hendi heim- sókn leikskóla í kirkju. Dóttir mín, þriggja ára, tilkynnti mér það glöð í bragði að hún væri að fara í kirkjuna að syngja með leikskólanum. Ég tók þessum fréttum með jafnaðargeði, enda sé ég ekkert að því að börn komi saman og syngi jólalög. Raunar fagnaði ég því að fá loksins að sjá svona heimsókn með eigin augun, því kirkjan hefur hamrað á því að ekkert trúboð fari fram í þessum heimsóknum, og þær séu allar á forsendum skólanna. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að á þessari samkomu fór harla lítil fræðsla fram og hlutleysi var það síðasta sem einkenndi hana. Presturinn byrjaði samkomuna á því að láta börnin teikna kross með fingrunum, og lét þau síðan signa sig, og sagði þeim að þau væru að merkja sig börn guðs. Einnig leiddi presturinn börnin áfram í látbragðsleik sem endaði þannig að þau bönkuðu á lófann á sér. Hver var að banka? Jú, það var enginn annar en Jesús Krist- ur, bankandi á hjarta þeirra. Presturinn spurði hvort það væri ekki örugglega pláss fyrir Jesú þar, því hann væri besti vinur þeirra. Svo hélt hún áfram og sagði að það væri rosalega gott að tala við vin sinn og í fram- haldinu lét hún öll börnin spenna greipar og þau fóru saman með Faðir vor. Síðan sagði presturinn börn- unum söguna af Jesúbarninu sem hún lauk með þeim orðum að þetta væri merkilegasta saga í heimi. Það er auðvitað alveg satt, þetta er ekkert nema saga. Það hefði presturinn mátt leggja miklu meiri áherslu á. Uppá- haldssaga dóttur minnar er Rauðhetta, og hún getur ekki farið að sofa nema að fá að heyra hana fyrst. En hún á mjög bágt með að greina atburði sögunnar frá raunveruleikanum og spyr mig gjarnan áður en hún sofn- ar hvort það sé ekki örugglega læst, „svo það komi enginn refur inn til okkar“. Þriggja ára gamalt barn hefur engar forsendur til að greina á milli þess sem er sann- leikur eða skáldskapur. Mig lang- ar í þessu samhengi að rifja upp orð John Locke, sem voru rituð fyrir meira en 300 árum síðan en eiga enn ótrúlega vel við í dag: „Ekkert er algengara en að börn fái inn í hugann fullyrðing- ar... frá foreldrum sínum, fóstr- um eða fólkinu í kringum þau. Og með því að þeim er lætt inn í óviðbúinn og fordómalausan skilning þeirra, og festast þar smátt og smátt, eru þær að lokum (hvort heldur sannar eða ósann- ar) svo rígnegldar þar af löngum vana og innrætingu að útilokað er að draga þær út aftur.“ Að þessu sögðu má hverjum manni það ljóst vera að öll orð kirkjunnar á þá leið að ekkert trúboð sé stundað í skólum eru lítið annað en innantóm. Því hvað var þessi heimsókn í kirkj- una annað en trúboð í sinni tær- ustu birtingarmynd? Hefði ekki verið hægt að sleppa signing- unni og bæninni og draga svolít- ið úr þessu yfirborðskennda og væmna helgisiðafasi? Þá hefði þessi samkoma einfaldlega verið hlýleg og vinaleg stund þar sem börnin komu saman til að syngja og leika saman leikrit. Þess í stað var um einhliða trúaráróður að ræða, sem börnin og þeirra ómót- uðu hugar sátu undir grandalaus með öllu. Skóli og kirkja Siggeir Ævarsson sagnfræðistúdent Hefði ekki verið hægt að sleppa signing- unni og bæninni og draga svolítið úr þessu yfirborðskennda og væmna helgi- siðafasi? Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Fram undan er fimbulkuldi Sú fjárhagsáætlun sem for-ystumenn meirihluta sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ hafa nú lagt fram fyrir árið 2011 er þungur áfellisdómur yfir þeirra eigin störfum og stefnu. Þar er boðaður mik- ill niðurskurður, auk þess sem ekki er tekið tillit til fjölda óvissuþátta sem fyrirsjáanleg- ir eru. Fjárhagsáætlun þessi er í hróplegu ósamræmi við þær skýringar og loforð sem forystu- menn sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ hafa gefið undanfarin ár og staðfestir í raun það sem áður hefur verið sagt. Hér stend- ur ekki steinn yfir steini, og fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er með þeim hætti að ekki verður lengur við unað. Meginstef fjár- hagsáætlunarinn- ar er sparnaður, sem á næsta ári mun koma fram í nær allri þjónustu bæjarins. Þannig er ljóst að nú í fyrsta sinn veður lögbundin þjónusta undir viðmiðunarmörkum, og sú lögbundna fjárhagsaðstoð til þeirra er illa standa mun verða með því lægsta á landinu öllu. Segja má að ekki sé mikill sómi falinn í því. Framlög til menningarmála og íþróttastarfs verða skert stórlega, og það þrátt fyrir að á undanförnum árum hafi verið lagður til hliðar millj- arður króna í Manngildissjóð sem ætlað var til að sinna þeim málum. Þeim sjóð var eytt í hít- ina til greiðslu annarra skulda en til var ætlað og án þess að slíkt hafi nokkru sinni verið sjáanlega samþykkt í bæjarráði eins og reglur sjóðsins mæltu þó fyrir um. Afleiðingar fjármálastjórnar forystumanna meirihluta sjálf- stæðismanna undanfarin ár eru nú að koma í ljós. Fram undan er fimbulkuldi sem skellur á íbúum Reykjanesbæjar af full- um þunga á næsta ári með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Skuldir bæjarsjóðs hafa fimmfaldast frá árinu 2002, úr 5 milljörðum króna í 29 millj- arða króna á árinu 2010, án þess að séð verði að eitthvað það standi eftir sem sannan- lega bæti hag bæjarbúa. Eftir standa skuldir sem nema um það bil 400% af tekjum bæjar- ins. Á bak við leiktjöldin stend- ur bær í rústum. Skuldir hafnarinnar sem árið 2002 voru 1,2 milljarðar eru nú tæplega 6 milljarðar króna. Án þess að fyrirséð sé að höfn- in komi til með að standa undir þeirri skuld að óbreyttu og til framtíðar litið. Lánardrottnar hafnarinnar standa í röðum til þess að fá úrlausn sinna mála, og óvíst um afdrif þeirra mála. Öllum er okkur ljóst að óska- barn forystumanna meirihlut- ans Fasteign er komið að fótum fram og bærinn hefur ekki lengur efni á að greiða þá leigu sem krafist er, um leið og Fasteign hefur ekki tök á að bjóða lægri leigu sem bærinn stendur undir í ljósi fjárhag- stöðu sinnar. Leit- að er að lausnum en ljóst er að þar verður erfitt um vik sökum sameigin- legrar ábyrgðar eig- endanna á skuldum fyrirtækisins. Þar vega skuldir vegna bygginga Háskólans í Reykjavík þungt, og jafnvel er möguleiki á að þær gætu lent á íbúum Reykja- nesbæjar í takt við eignar- hluta bæjarins í Fasteign. Það er undir vilja lánardrottnanna komið. Fasteignir Reykjanesbæjar eiga við rekstrarvanda að etja, um leið og Víkingaheimar og Kalka eru komin í greiðslufall. Ljóst er að sá rekstur stendur ekki undir þeim skuldum sem til hefur verið stofnað, og bæj- arsjóður mun ekki geta hjálp- að til. Öllum, og sérstaklega meiri- hlutanum, ætti að vera orðið ljóst að ekki verður hægt að hagræða eða skera meira niður en nú er gert ráð fyrir. Eftir standa gríðarlegar skuldir sem ljóst er af fjárhagsáætluninni að bærinn ræður ekki við. Það er ljóst að þær óraunhæfu hug- myndir forustumanna meiri- hlutans um 100 milljón króna hagnað af rekstri bæjarsjóðs standa hvorki undir greiðslu skuldanna eins og þær liggja nú fyrir, né því óvænta og ófyrir- séða. Hvað ætla forystumenn meirihluta sjálfstæðismanna að gera við því? Það kemur ekki fram í fjárhagsáætluninni. Reykjanesbær Hannes Friðriksson íbúi í Reykjanesbæ Óskabarn for- ystumanna meirihlutans Fasteign er komið að fótum fram Einkaf lugmannsnám 10 vikna kvöldnámskeið hefst í janúar 2011 Skráning er hafin á www.flugskoli.is www.f lugskoli.is AF NETINU Mikilvægt að skattar verði lækkaðir aftur Sú blandaða leið skattahækkana og niðurskurðar var því miður nauðsynleg, en verður að teljast tímabundin neyðarráðstöfun. Mikilvægt er að skattar verði lækkaðir aftur eins fljótt og auðið er, því slík ofurskattlagning mun að öðrum kosti verða dragbítur á hagvöxt og velmegun okkar í framtíðinni. Til þess að hægt sé að lækka skatta og auka kaupmátt með því að hækka laun þarf atvinnulífið að fara á fulla ferð. Þótt lántaka til vegagerðar og aðrar opinberar framkvæmdir séu hugsanlega réttlætanlegar til að „kikkstarta“ efnahagslífinu eru stóriðjuframkvæmdir að mínu mati betur til þess fallnar, þar sem þær auka útflutning og innstreymi gjaldeyris þegar til lengri tíma er litið. blog.eyjan.is/gudbjorn Guðbjörn Guðbjörnsson Lýðræðið og foringjaræðið Ég er lýðræðið. Sá sem er mér ósammála er á móti lýðræði. Sá sem er í æðri stöðu en ég beitir mig ofríki eða foringjaræði sé hann mér ósammála. Þetta finnst mér tónninn í máli þremenninganna í VG. Nú er fjarri að Steingrímur og Jóhanna séu heilög og saklaus af því að nota stöðu sína. Hér hafa verið nefnd dæmi um hvernig þau vanvirða þing- nefndir, þegar þeim hentar. En það breytir því ekki að þremenningarnir eru afar ósannfærandi í málflutningi sínum. Að þeirra mati eru þau lýðræðið. Við fólk sem þannig hugsar er ekki hægt að deila. sme.midjan.is/ Sigurjón M. Egilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.