Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 6
6 20. desember 2010 MÁNUDAGUR Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina. EFNAHAGSMÁL Í byrjun nóvember höfðu 140 manns fengið sértæka skuldaaðlögun. Rúmlega 2.400 einstaklingar voru með lán sín í frystingu á sama tíma. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráð- herra við fyrir- spurn Einars K. Guðfinnssonar. Um 3.000 einstaklingar hafa fengið leiðréttingu á höfuðstól lána sinna í bönkum og sparisjóðum og nemur fjárhæðin um 12 milljörð- um króna. Þá hafa um 1.600 manns fengið afskrifaðar skuldir eftir svokallaðri 110% leið. - smog 2.400 með lán í frystingu: 140 í sértækri skuldaaðlögun EINAR K. GUÐFINNSSON JERÚSALEM, AP Lík bandarískrar konu sem var ferðalangur í Jer- úsalem fannst skammt fyrir utan borgina í gær. Konan hafði verið bundin og stungin mörgum sinnum. Vin- kona hennar, sem er af ísraelsk- um uppruna en býr í Bretlandi, tilkynnti hvarf hennar á laugar- dag eftir að ráðist hafði verið á þær. Vinkonan hafði einnig verið bundin og stungin en tókst að sleppa undan árásarmönn- unum. Konurnar voru á göngu í skógi þegar tveir arabískir menn réðust á þær. Talinn er möguleiki á því voðaverkið hafi verið af pólitískum ástæðum. Engin merki voru um að kon- unni hefði verið nauðgað eða að hún hefði verið rænd. - fb Lík bandarískrar konu fundið: Ferðalangur í skógi myrtur BRUNI Mikill erill var hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins í gær. Slökkviliðið var kallað út vegna bruna í iðnaðarhúsi í Kópavogi snemma í gærmorgun. Mikill reykur var á staðnum en fljótlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Seinni part sunnudags hafði slökkviliðið farið í þrjátíu sjúkra flutninga en þar af var um þriðjungur forgangsflutn- ingar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er það talsvert meira en gengur og gerist á sunnudögum. - mmf Erill var hjá slökkviliðinu: Eldur kom upp í iðnaðarhúsi FRÉTTASKÝRING Hver er þingstyrkur ríkisstjórnarinn- ar? Katrín Snæhólm Baldursdóttir, varaþingmaður Þráins Bertels- sonar, þingmanns Vinstri grænna, er þátttakandi í starfi þinghóps Hreyfingar- innar og segist mundu tilheyra þingliði flokks- ins ef hún væri kölluð inn á þing í forföllum Þráins. Þing- styrkur ríkis- stjórnarinnar er því viðkvæmari en fjöldi þingmanna bendir til. Töluvert hefur verið gert úr hjá- setu þriggja þingmanna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlaga- frumvarpsins í síðustu viku og því jafnvel verið haldið fram í kjölfarið að ríkisstjórnin hafi ein- ungis stuðning 32 þingmanna og þar með meirihluta sem stendur og fellur með einum þingmanni. Þremenningarnir hafa þó allir sagst styðja ríkisstjórnina. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála- fræðiprófessor segir það alvar- leg tíðindi fyrir ríkis stjórnina að umræddir þingmenn hafi e k k i g r e i t t atkvæði með fjár lögunum. „Stuðningurinn v i ð r í k i s - stjór n i na er greinilega mjög knappur. Á end- anum er þetta nú samt sem áður spurning um hvort þeir eru tilbúnir að verja stjórnina vantrausti.“ Þrátt fyrir tregðu þremenning- anna er Ólafur ekki svartsýnn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. „Það hefur verið spáð illa fyrir stjórninni lengi en hún lifað allt af og ég sé engin merki þess að hún sé endilega að fara að geispa golunni. Það ber líka að horfa á það að þrátt fyrir allt hefur stjórnin komið ýmsu í gegn. Hún hefur komið fjárlögunum í gegn og á endanum er ekki spurt að því með hve mörgum atkvæð- um það var gert. Ríkisstjórnin virðist líka vera komin á rólegri sjó varðandi skuldamál heimil- anna og sömuleiðis með aðgerð- um sínum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Helsta blikan sem er á lofti er náttúrlega Icesave-málið en það virðast vera meiri líkur en minni á að það geti gengið með sæmilega friðsömum hætti í gegn,“ segir Ólafur. Ólafur telur enn fremur ekki miklar líkur á kosningum á næstunni. „Ég held að það sé ekki mikill áhugi á kosningum. Ef þessi ríkisstjórn fellur finnst mér líklegra að önnur stjórn verði mynduð án kosninga en þetta eru auðvitað bara vangaveltur.“ magnusl@frettabladid.is Stuðningur við ríkis- stjórnina knappur Ríkisstjórnin virðist ekki geta treyst á atkvæði allra stjórnarliða í stórum málum. Þingstyrkurinn gæti enn dvínað því varaþingmaður Þráins Bertels sonar telur sig til þinghóps Hreyfingarinnar. Þráinn segist því ekki mega forfallast. Varaþingmaður Þráins Bertelssonar, Katrín Snæhólm Baldursdóttir, er þátt- takandi í þinghópi Hreyfingarinnar og styður ekki ríkisstjórnina. Hún segist ekki hafa rætt við Þráin síðan hann gekk í Vinstri græna og er óánægð með það hve lítið hefur breyst hjá núverandi ríkisstjórn. Þráinn segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af því að hann forfallist af þingi. „Það leiðir af þessu að ég má ekki forfallast. Mér finnst Hreyfingin ekki gervilegur hópur og af hverju ætti ég þá að fjölga í honum?“ segir Þráinn og bætir við að hann muni forðast það í lengstu lög að taka sér frí. „Ég er sem betur fer heilsugóður og bjargast alveg ágætlega án varamanns.“ Þráinn segist vonsvikinn með ósamstöðuna sem virðist ríkja meðal vinstrimanna á þingi og segist styðja ríkisstjórnina af heilum hug. „Mér þóttu það mjög söguleg tíðindi að hér eftir hrunið skyldi vera mynduð vinstri- stjórn, að þjóðin skyldi reiða sig á vinstriflokkana til að reisa landið úr rúst- unum. Ég var þó að vona að það væri meiri samstaða meðal vinstrimanna en þessi skortur á samstöðu hjá vinstrimönnum er ekki ný tíðindi.“ Aðspurður um hve djúpstæður ágreiningurinn er í þingflokki Vinstri grænna segist Þráinn ekki viss um að sömu ástæður liggi til grundvallar hjá þeim þremur þingmönnum sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga. „Mér sýnist að einn í hópnum eigi bara frekar erfitt með samstarf yfirleitt við aðra. Hjá öðrum sýnist mér þetta snúast um andstöðu við Evrópusambandið sem er komin langt út fyrir það sem skynsamlegt getur talist,“ segir Þráinn en bætir því við að hann hafi ekkert nema gott um þetta fólk að segja nema einn hlut. „Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að þurfa að sitja undir dylgjum af hálfu fólks sem segist hafa lausnir á öllum málum; það þurfi hvergi að skera niður, það sé hægt að skapa öllum vinnu og svo framvegis, ef bara samhentur meirihluti í Vinstri grænum væri ekki að þjóna einhverri ónáttúru sinni með því sér til skemmtunar að ráðast á velferðarkerfið. Þetta er ekki satt, þetta er ekki sanngjarnt og það er bara ljótt að segja þetta.“ Þráinn segist ekki mega forfallast ÓLAFUR Þ. HARÐARSON KATRÍN SNÆHÓLM BALDURSDÓTTIR ÞRÁINN BERTELSSON Hann segir að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af því að hann forfallist af þingi. „Það leiðir af þessu að ég má ekki forfallast,” segir Þráinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Mikil röskun varð á utanlandsflugi íslensku flugfélag- anna í gær vegna snjókomu víða um Evrópu. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að veðr- ið hafi haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega félagsins. „Það má segja að allt okkar flug til London hafi farið úr skorðum. Það varð að aflýsa nokkrum flugferðum þang- að og þaðan,“ segir Guðjón og bætir við að einnig hafi þurft að aflýsa flugi til og frá París og að auki hafi flugi til Frankfurt seinkað veru- lega. Til að bregðast við töfum á flugi hefur verið ákveðið að setja tvær aukaflugferðir til London og Parísar í dag. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, segir að flug hafi raskast töluvert í gær og það hafi haft áhrif á um sex hundruð manns. „Við þurftum ekki að fella niður neitt en það eru búnar að vera mjög misjafnar tafir.“ Matthías segir að starfsmenn Iceland Express hafi dreift miklu af matarmiðum. „Það hefur þó komið fyrir að einhverjir hitti ekki á starfsmann hjá okkur. Við hvetjum fólk til að bera sig eftir því.“ Matthías býst við að flugáætlun verði komin nokkurn veginn í lag í dag. - mmf Röskun flugáætlunar hafði áhrif á tvö þúsund farþega íslensku flugfélaganna: Utanlandsflug fór úr skorðum RÖSKUN Á FLUGI Snjókoma hafði mikil áhrif á flugáætlun íslensku flugfélag- anna. Þarf að endurskoða bótakerfið frá grunni? Já 87,1% Nei 12,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú bann við staðgöngu- mæðrun á Íslandi? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.