Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 41
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 3 Jólahreingerningin er ekki full- komnuð fyrr en búið er að bóna gólfin. Nýbónað parketgólf virkar eins og spegill og það birtir yfir herberginu. Margir halda að það sé erfitt verk að bóna gólf en það þarf alls ekki að vera. Hér eru grund- vallarleiðbeiningar við bónun. Fyrsta skrefið er að fjarlægja allt gamalt bón af gólfinu. Munið að lesa vel á umbúðir bónhreinsi- efnisins, til að vera viss um að efnið eigi við ykkar gólf. Gætið þess að hafa alla glugga vel opna áður en þið byrjið að bón- hreinsa. Ef gólfflöturinn er stór er gott að skipta honum upp í reiti, hreinsa einn reit í einu og hvíla sig vel á milli. Notið gúmmíhanska við hreinsunina, efnin í hreinsin- um eru sterk og geta farið illa með hendurnar. Byrjið innst í her- berginu og vinnið ykkur í átt að dyrunum. Leysið hreinsinn upp samkvæmt leiðbeiningum og berið á afmark- aðan blett á gólfinu, skrúbbið síðan þar til allar bónleifar eru horfn- ar. Ef um miklar bónleifar er að ræða getur verið nauðsynlegt að fara tvær umferðir, jafnvel skafa með hníf. Þurrkið gólfið vel að lok- inni hreinsun með tusku undinni í hreinu vatni. Þegar hreinsuninni er lokið getið þið byrjað að bóna. Byrj- ið innst í herberginu eins og áður og berið þunnt lag á gólfið með hreinni moppu. Berið tvö til þrjú lög af bóni á gólfið og látið þorna vel á milli. Þegar síðasta umferðin er vel þornuð er óhætt að færa hús- gögnin aftur á sinn stað, skreyta jólatréð og byrja jólahátíðina á glansandi fínu gólfi. - fsb Glansbónað gólf um jólin Margir taka sig til og bóna fyrir jól. ●LED EÐA PERUR Ljósaseríur lýsa nú upp annan hvern glugga og þriðja hvert grenitré við heimili landsmanna. Fáanleg eru ógrynni af tegundum og afbrigðum sería sem hver hentar við mismunandi aðstæð- ur. Að grunninum til eru þó tvær afar mis- munandi gerðir. Seríur með LED ljósum ann- ars vegar, og hefðbundnum glóperum hins vegar. Hvor gerðin er betri? Svarið er ekki einfalt. LED-perurnar eru minni, mun sparneytnari og gefa frá sér takmarkaðan hita, sem gerir þær mun öruggari en glóperurnar. Þar að auki eru þær töluvert harð- gerðari og brotna ekki jafn auðveldlega og fyrirrennarar sínir. Glóperurnar hafa hins vegar vinninginn er kemur að verðinu í flestum tilvikum, og oft munar töluverðu. Mörgum finnst glóperurnar líka fallegri, en birtan þeirra á það til að vera mýkri en birta LED-ljósanna. Glóperurnar gömlu standa alltaf fyrir sínu og eru yfirleitt ódýrari en LED ljós. LED-ljósin hafa batnað mikið en áður fyrr var birta þeirra frekar köld og hörð. ●JÓLAHÚS SANDGERÐ- ISBÆJAR 2010 VER- LAUNAÐ Umhverfisráð Sand- gerðisbæjar hefur valið Stafnes- veg 3 sem Jólahús bæjarins árið 2010. Í umsögn umhverfisráðs bæjarins segir að húsið sé „… áberandi vel skreytt og hefur fallega heildarmynd“. Eigandi hússins, Grétar Páls- son, hlaut auk viðurkenningar gjafabréf frá Hitaveitu Suður- nesja að verðmæti 20.000 krón- ur. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, afhenti viður- kenninguna en Guðrún Jóna Jónsdóttir, barnabarn Grétars, tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd. Gunnar Fannberg Gunnarsson, eigandi Hönnunar og eftir- lits ehf., ráðleggur fólki að fá óháðan matsaðila til að taka út ástand fasteignar. Ekki sé sjálfgefið að nýbygging sé gallalaus. „Það er mikið um galla í nýjum húsum í dag. Þegar mesta upp- sveiflan gekk yfir var talsvert um að réttindalausir menn ynnu verk og fengju aðra til að skrifa upp á fyrir sig. Margvísleg vanda- mál hafa komið upp varðandi frá- gang og munu koma upp í fram- tíðinni,“ segir Gunnar Fannberg Gunnarsson, byggingafræðing- ur og eigandi Hönnunar og eftir- lits ehf., en fyrirtækið starfar við hönnun mannvirkja og eftirlit með framkvæmdum, auk þess að fram- kvæma mat á fasteignum fyrir ein- staklinga og stofnanir. Gunnar segir það borga sig að fá óháðan aðila til að meta ástand eignar. Í mörgum tilfellum sparist fjárhæðir þar sem matsaðili komi með tillögur að framkvæmdum sem þurfi að grípa til og kostnað- aráætlun. Fólk geti einnig nýtt sér skýrslu matsmanns, til dæmis til að semja um betra kaupverð. „Fólk ræður hvort það fær sjón- rænt mat eða ítarlegri úttekt. Við köllum alltaf eftir byggingasögu hússins til að sjá hvort allar lög- boðnar úttektir hafi farið fram. Svo er gengið í gegnum eignina og hún skoðuð. Í mörgum tilfell- um finnst fólki það nóg en líka er hægt að gera skýrslu bæði í máli og myndum þar sem farið er ítarlega yfir eignina og ef gallar finnast, gerðar tillögur að úrbót- um. Við vinnum oft slíkar úttekt- ir fyrir fólk sem ætlar að leigja út íbúð. Þá er hægt að vísa í skýrsl- una þegar leigjandinn skilar íbúðinni af sér.“ Gunnar segir matsmann þurfa að hafa yfirgripsmikla þekkingu á öllu sem viðkomi fasteign og eigi að kalla til sér fróðari menn þegar hann kemur að málum sem hann sé ekki kunnugur. Hann segir helstu galla sem finnist í íbúðum vera rakaskemmdir vegna leka. Í eldri húsum þurfi að skoða vel glugga- pósta sem geta verið orðnir óþétt- ir og allt of oft hafi verið vitlaust gengið frá þéttingum kringum glugga og hurðir í nýjum húsum. Þegar gallar komi fram í húseign viti fólk yfirleitt ekki hvert það eigi að snúa sér og gefist upp á að sækja rétt sinn. „Margir vita ekki að trygging byggingastjóra verksins hættir ekki að gilda fyrr en fimm árum eftir lokaúttekt. Ef lokaúttekt hefur ekki farið fram er bygginga- stjóri ábyrgur þó að liðin séu tíu ár frá byggingu. Oft er því verið að herja á ranga aðila í langan tíma vegna galla og fólk gefst upp. Ég ráðlegg fólki eindregið að leita sér aðstoðar hjá óháðum matsmanni.“ - rat Borgar sig að láta meta eignir Gunnar Fannberg Gunnarsson er byggingafræðingur, löggiltur mannvirkjahönnuður og pípulagningameistari. Hann ráðleggur fólki eindregið að fá óháðan matsaðila til að taka út ástand fasteigna áður en keypt er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.