Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 54
38 20. desember 2010 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Danskir blaðamenn hafa ausið lofi yfir nýjustu mynd Dags Kára, The Good Heart. Berlingske Tidende segir hana eina af myndum ársins. Bandarískir kollegar þeirra voru á öndverðum meiði. „Þrátt fyrir allt held ég að það sé einhver skandinavískur eða norð- ur-evrópskur tónn í myndinni og ég held að þeir [Bandaríkjamenn] hafi tekið hlutum bókstaflega sem átti ekki að taka bókstaflega,“ segir leikstjórinn Dagur Kári Péturs son, spurður út í hin misjöfnu viðbrögð við The Good Heart. Myndin hefur fengið frábæra dóma í Danmörku að undanförnu en hún var frumsýnd þarlendis á þriðjudaginn. Áður hafði myndin hlotið slæma dóma í Bandaríkjun- um, þrátt fyrir að sögusviðið sé New York og bandarískar stjörn- ur séu í aðalhlutverki. Dagur telur að Bandaríkjamenn hafi misskilið myndina og þess vegna hafi hún ekki fallið í kramið þar. „Hún hitti ekki alveg á þeirra bylgjulengd, virðist vera.“ Danir ausa aftur á móti lofi yfir hugarsmíð Dags Kára, sem er sér- staklega ánægjulegt fyrir leik- stjórann því þar stundaði hann sitt kvikmyndanám og hefur verið með annan fótinn þar undanfarin ár. Dagblaðið Berlingske Tidende gefur myndinni fullt hús stiga og segir hana eina af þeim bestu á árinu og Politiken gefur henni fimm stjörnur. Kvikmyndamið- illinn Filmland á DR gefur mynd- inni sömuleiðis fimm í einkunn, af sex mögulegum. „Ég er rosa- lega ánægður. Þetta er eiginlega einróma lof yfir alla línuna. Þetta er breiður skali af blaðamönn- um þannig að þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Dagur Kári og viðurkennir að þessi góðu við- brögð hafi komið sér á óvart. „Í öðrum löndum hafa blaðamenn stundum skipst í tvær fylkingar, annaðhvort gefið mjög góða dóma eða mjög slæma. Þarna er almenn ánægja.“ Þjóðverjar hafa einnig hrifist af myndinni og svo virðist því sem lokasprettur The Good Heart á þessu ári ætli að verða sérlega kröftugur. freyr@frettabladid.is KANINN SKILDI EKKI MYNDINA GOOD HEART DAGUR KÁRI PÉTURSSON Dagur Kári er að vonum ánægður með viðtökurnar í Dana- veldi við myndinni The Good Heart. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Beckham-hjónin hafa opinberað óskalista sína fyrir jólin en það eru afar sérhæfðar gjafir sem þau vilja fá frá hvort öðru. Vict- oria Beckham hefur beðið eigin- mann sinn, David Beckham, um IPhone hulstur alsett demöntum á meðan knattspyrnustjarnan hefur beðið spúsu sína um gullhúðuð heyrnartól. Það er greinilegt að Beckham- hjónin eiga allt og verða því að taka gjafalistann upp á annað og sérhæfðara stig. Sérhæfðar gjafir GJAFMILD Victoria og David Beckham vilja gullhúðuð heyrnartól og demanta símahulstur frá hvort öðru í jólagjöf. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Billy Bob Thornton var giftur leikkon- unni Angelinu Jolie frá 1999 til 2003 og vakti hjóna- band þeirra mikla athygli, þá sérstaklega vegna þess að hjónin gengu með blóð úr hvort öðru í nisti um hálsinn. Að sögn Thorntons talast hann og Jolie enn við og eru góðir vinir. „Við tölum saman einstaka sinnum og hún virðist vera hamingjusöm í lífi og starfi. Hún er mjög gáfuð og skapandi og þess vegna er ég mjög stoltur af henni að vera loks að leikstýra eigin kvikmynd,“ sagði leikarinn um fyrrum eiginkonu sína. Talar enn við Jolie BILLY BOB THORNTON Leikarinn Jeff Bridges, sem leik- ur í nýjustu mynd Coen-bræðra, vestranum True Grit, var fyrst um sinn ekki viss hvort gerð henn- ar væri nauðsynleg. Um er að ræða nýja útgáfu af samnefndri mynd frá árinu 1969 með John Wayne í aðalhlutverki. Bridges leikur lögreglumann sem aðstoðar fjórtán ára stúlku við að finna morðingja föður síns. „Ég skildi ekki af hverju þeir vildu end- urgera myndina en þeir sögðu: „Við viljum ekki endurgera hana. Við ætlum að gera mynd eftir bókinni og ætlum ekki að vísa í kvikmyndina“,“ sagði Bridges og átti þar við Coen-bræður. Hann var ánægður með þetta svar og ákvað að slá til: „Þetta þýddi það að ég þurfti ekki að reyna að herma eftir John Wayne. Ég gat nálgast hlut- verkið nákvæmlega eins og mig langaði til.“ True Grit verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 10. febrúar og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu. Ekki síst vegna þess að Bridges lék fyrir tólf árum í einni vinsælustu mynd Coen-bræðra, The Big Lebowski. Þar fór hann með hlutverk hins húðlata keiluspilara, The Dude. Bridges var undrandi á gerð True Grit COEN-BRÆÐUR Leikstýra vestranum True Grit sem verður frumsýndur á næsta ári. Jeff Bridges var í fyrstu undrandi á endurgerð- inni Kvikmyndin The Black Swan hefur vakið mikla athygli og líklegt þykir að myndin muni hreppa einhver Óskarsverð- laun. Leikkonurnar Natalie Portman og Mila Kunis sýna báðar frábæran leik.Port- man er ekki par ánægð með alla þá athygli sem Kunis hefur fengið. „Þetta átti að vera Óskarshlutverk Natalie og hún er ekki sátt með að Mila hafi stolið sen- unni. Natalie er ánægð með frammistöðu sína í kvikmyndinni en hún bjóst alls ekki við því að gagnrýnendur mundu lofa Milu eins mikið og þeir hafa gert.“ Portman öfundsjúk HART BARIST Natalie Portman er ekki sátt. 7 SEKÚNDUR liðu þangað til fyrirsæta í föruneyti rapparans Diddy fattaði að það væri kvikn- aði í hári hennar í mögnuðu myndbandi sem gengur manna á milli á netinu. Diddy lýsti nýlega yfir að það væri allt í lagi með fyrirsætuna, enda var hún í baði þegar slysið gerðist. Jólakaupauki Flottur hátalari fylgir GSM tilboði á meðan birgðir endast. Vertu með Face- book í símanum Jólainneign 1.000 kr. á mánuði í 12 mánuði fylgir. Samsung Galaxy 5 0 kr. útborgun m.v. 12 mánaða greiðsludreifingu eða 12x3.325 kr.* www.ring.is / m.ring.is www.facebook.com/ringjarar E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 6 0 *Dreifingargjald 250 kr. á mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.