Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 29
 30. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR Sundlaug Kópavogs sími 570 0470 Íþróttamiðstöð Versalir sími 570 0480 www.acticgym.is Actic Býður þér í ókeypis prufutíma undir leiðsögn þjálfara. Hringdu og pantaðu tíma, við tökum vel á móti þér. 30 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ ACTIC Í LÍKA MSRÆ KT O G SU ND Á AÐ EINS 29.9 90 K R.ÁRS KORT 2.499 kr. Tilboð gildir til 21. janúar 2011 Actic heilsurækt og sund fagn- ar á næsta ári 30 ára afmæli sínu og af því tilefni tókum við tali Kjartan Má Hallkelsson, rekstrarstjóra Actic á Íslandi. Til hamingju með 30 ára afmælið og segðu okkur nú aðeins hvern- ig þetta byrjaði allt saman. „Já, takk fyrir það en það var árið 1981 sem fyrsta stöðin opn- aði þegar fyrstu Nautilus-tækin sem framleidd eru í USA komu til Svíþjóðar. Síðan þá hafa opnað fjölmargar stöðvar og eru þær nú 93 talsins í Svíþjóð en sam- tals er Actic með um 150 stöðv- ar í Evrópu.“ Hvenær opnaði fyrsta stöðin á Íslandi? Það var í Sundlaug Kópavogs 1997 og síðan þá hafa bæst við átta stöðvar, þar á meðal í Ver- sölum í Kópavogi. við erum einnig með stöðvar í Suðurbæj- arlaug Hafnarfirði, sundlauginni á Álftanesi og í Vogum, Vest- mannaeyjum, á Selfossi, Hellu og í Vík en allar þessar stöðvar eru í sundlaugarbyggingum bæj- anna.“ Nú breyttuð þið nafninu á árinu úr Nautilus í Actic, hvern- ig hefur það gengið? Það er rétt og það hefur gengið mjög vel og við höfum lagt mikla áherslu á að við erum með sömu kennitölu, sömu eigendur og sama lága verðið, það er einungis nafnið sem breytist. Nafnabreyt- ingin hefur gerst í rólegheitum en núna í byrjun næsta árs þá dettur Nautilus-nafnið alveg út og þá erum við endanlega komnir yfir í Actic-nafnið. Á að opna fleiri stöðvar hér á landi? „Það er alveg hugsanlegt en við förum varlega og við skoðum alla möguleika sem eru í boði. Við stöndum mjög vel fjárhags- lega og ekki tekið þátt í neinum óarðbærum áhættusömum verk- efnum og hafa meðlimir okkar fengið að njóta ávinningsins af því. Við höfum við ekki hækkað verðskrána í tvö ár þrátt fyrir alla verðbólguna og ég held að fáar stöðvar í Evrópu bjóði upp á jafn ódýr kort og við, sérstak- lega ef miðað er við þá glæsilegu aðstöðu sem í boði er. Við erum stoltir af því að geta boðið öllum þeim sem vilja æfa við bestu mögulegu aðstæður upp á það og það á verði sem oft er ekki nema um helmingur af því sem sam- keppnisaðilar okkar eru að bjóða upp á.“ Nú ertu búinn að vera rekstrar- stjóri og yfirþjálfari hjá Actic í þrettán ár, hefur mikið breyst á þessum tíma? „Það hefur ýmislegt breyst en það sem er líklega jákvæðast er að fólk er farið að haga sér miklu skynsamlegar, það hlustar á okkur þjálfarana í stað þess að fara í heljar átök sem standa oft í stuttan tíma og margir hreinlega gefast upp á. Þá er fólk að átta sig á því að það að hreyfa sig er hluti af lífinu og fólk er að gera það fyrir sjálft sig til þess að ná fram betri andlegri og líkamlegri líðan. Einnig er mjög ánægjulegt að sjá hversu margir eldri borg- arar eru farnir að mæta til okkar og við sjáum mikla aukningu í þeim aldurshóp.“ Áttu von á mikilli aðsókn í byrjun árs? „Miðað við síðustu ár þá er ég sannfærður um að svo verði því það er þannig með okkur Íslend- inga að við erum dugleg þjóð og margir sem fara af stað í upphafi árs með það að markmiði að bæta heilsu sína og líðan. Ég tel því að það verði mikill erill á líkams- ræktarstöðvum landsins á næstu mánuðum og mikið fjör.“ 30 ára starfsafmæli í Evrópu Kjartan Már útilokar ekki að opna fleiri Actic-stöðvar á landinu, enda gengur vel hjá þeim stöðvum sem fyrir eru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLISTILBOÐ Í janúar býður Actic upp á ótrúlegt tilboð á árs- kortum, eða 29.990 krónur, og eru allir hvattir til að hringja og panta sér ókeypis prufutíma undir leiðsögn þjálfara. „Aðstaðan sem við bjóðum upp á er orðin frábær og ekki slæmt að hafa aðgang að báðum sundlaugunum í Kópavogi í leiðinni. Í Suðurbæjar laug Hafnarfirði er aðstaðan einnig orðin virkilega fín en fyrr á árinu opnuðum við nýjan sal fyrir laus lóð og eftir að við byrjuðum með spinning í Hafnarfirði jókst aðsóknin töluvert,“ segir Kjartan Már. „Á Álftanesi er ótrúlega glæsileg aðstaða og þar er einnig frábær barnaaðstaða sem margir kunna að meta.“ UNGLINGAR Í ACTIC Öllum unglingum í 7. til 10. bekk stendur til boða árskort í Actic á 19.990 krónur. Þeir sem eru í 7. og 8. bekk verða að vera í fylgd foreldra eða for- ráðamanna eldri en 18 ára, en nemendur 9. og 10. bekkjar mega æfa einir og sér eftir að hafa fengið sérsniðna æfingaáætlun frá þjálfurum Actic. Nú geta þeir einnig nýtt sér frístundakort Reykjavíkurborgar til að greiða fyrir kortin. „Foreldrar hafa verið sérstaklega ánægðir með þessa nýbreytni og þetta gerir heilsuræktirnar enn fjölskylduvænni sem við erum afar ánægð með,“ segir Kjartan Már. „Actic mun opna nýja heimasíðu í febrúar, www.actic- gym.is, en þá verða allar upplýsingar miklu aðgengilegri og hlökkum við mikið til að fá hana í gagnið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.