Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 51
36 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is LYNN REDGRAVE Breska leikkonan var 67 ára þegar hún lést 2. maí. Leikkonan hlaut Óskars- verðlaunatilnefningu fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Georgy Girl sem kom út árið 1966. BLAKE EDWARDS Þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndunum um Bleika pardusinn og Breakfast at Tiffany‘s. Eftirlif- andi eiginkona hans er leik- konan Julie Andrews. Frægt fólk lifir ekki að eilífu frekar en við hin. Margir þekktir einstaklingar kvöddu á árinu sem er að líða og tók Fréttablaðið saman þá allra helstu. Fræga fólkið sem kvaddi á árinu Breska sjónvarpsstjarnan Ed Westwick rétt náði heim til Eng- lands fyrir jólin eftir að hafa millilent á Íslandi með eftir- minnilegum hætti. Samkvæmt slúðurdálki bandaríska blaðs- ins New York Post eyddi West- wick 48 klukkustundum í flug- höfninni í Keflavík og virtist illa fyrirkallaður. Samkvæmt sjónar- votti í Keflavíkurflugvelli gafst Westwick loks upp og keypti sér vodkaflösku til að sötra á meðan hann beið eftir fluginu til Heathrow. New York Post hefur reyndar ekki dagsetningarnar alveg á hreinu því samkvæmt blaðinu átti Westwick að hafa verið hér á Íslandi skömmu fyrir jól. West- wick hrellti hins vegar íslensk- ar stúlkur helgina fyrir jólin en margar þeirra sögðu farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Gossip Girl-leikarann, sumar sögðu hann hafa hrint sér. West- wick söng reyndar Oasis-slag- ara á English Pub, nokkuð í glasi, en við miklar undirtektir við- staddra. - fgg Westwick illa til reika í Keflavík KEYPTI SÉR VODKA New York Post gerir sér mat úr óvæntri Íslandsheimsókn Eds Westwick og segir hann hafa keypt sér vodka í fríhöfninni. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey var tekjuhæsta manneskjan í skemmtanabransanum árið 2010 með um 36 milljarða króna í tekj- ur. Í öðru sæti varð Avatar-leik- stjórinn James Cameron með um 24 milljarða. Söngkonan Beyoncé er tekjuhæsti tónlistarmaðurinn á listanum og í níunda sæti yfir heildina. Talið er að hún hafi þénað um tíu milljarða króna á síðustu tólf mánuðum. Þar á stærstan hlut tónleikaferð henn- ar um heiminn þar sem hún spil- aði á yfir hundrað tónleikum. Skammt undan Beyoncé á listan- um voru söngkonurnar Britney Spears og Lady Gaga. Oprah var tekjuhæst OPRAH WINFREY Sjónvarpskonan var tekjuhæst í skemmtanabransanum árið 2010. Mickey Rourke ætlar að leika samkynhneigða ruðningskapp- ann Gareth Thomas frá Wales í nýrri kvikmynd um ævi hans. Rourke segir mikilvægt að saga Thomas komist út til almennings. „Þegar ég hitti Gareth Thomas var þetta það eina sem við töluð- um um,“ sagði Rourke. „Þetta er mjög mikilvægt. Við ætlum að gera mynd um náunga sem spil- ar ruðning og er hommi.“ Ekki er langt síðan Rourke lék fjölbragða- glímukappa í The Wrestler og hlaut fyrir það tilefningu til Ósk- arsverðlauna. Síðast sást hann í litlu hlutverki í testósteróntryll- inum The Expendables. Leikur kappa frá Wales Áramótadjammið er ómiss- andi hjá mörgum skemmt- anaglöðum Íslendingum. En það kostar sitt að skemmta sér á þessu síðasta kvöldi ársins og sumir eiga væntan lega eftir að vakna timbraðir á nýju ári, tölu- vert blankari en þegar þeir skelltu sér út kvöldið áður. Fréttablaðið fór á stúfana og athugaði hvað áramóta- djammið kostar. Það er að sjálfsögðu misjafnt hversu öfgakennt áramótadjammið getur orðið en flestar stelpur fjár- festa í kjól, hvort sem það er fyrir jólin eða áramótin en strákar endur- nýta oftast jakkafötin sem þeir eiga fyrir. Langflestir fá sér í aðra tána og er þá misjafnt hvað fólk fær sér, strákarnir eru kannski meira fyrir bjórinn á meðan stelpurnar fá sér mojito eða annan sambærileg- an drykk. Að taka leigubíl virðist óumflýjanlegt þar sem flestir hafa skálað þegar nýja árið hringir inn, en stórhátíðargjald er á leigubílum á gamlárskvöld og því 35 prósenta hærra gjald en ella. Lauslegir útreikningar Frétta- blaðsins benda til þess að áramóta- djammið geti kostað karlpeninginn eitthvað í kringum fjórtán þúsund krónur. Sambærilegir útreikningar fyrir stelpurnar hljóða hins vegar upp á um þrjátíu þúsund krónur. Áramótadjammið kostar sitt RÁNDÝRT DJAMMKVÖLD FRAM UNDAN Það getur kostað stelpurnar um þrjátíu þúsund krónur að skella sér út á lífið á gamlárs- kvöld. Strákarnir sleppa að öllum líkindum betur en þurfa þó að punga út ófáum þúsundköllunum líka. NORDICPHOTOS/GETTY STELPURNAR Áramótakjóll: 15.000 kr. Freyðivínsflaska: 1.600 kr. Tveir drykkir í bænum: 3.600 kr. Leigubíll í bæinn: 4.000 kr. Tónleikamiði: 2.000 kr. Leigubíll heim: 4.000 kr. Samtals: 30.200 kr. STRÁKARNIR Kippa af bjór: 2.100 kr. Tveir bjórar í bænum: 1.800 kr. Leigubíll í bæinn: 4.000 kr. Tónleikamiði: 2.000 kr. Leigubíll heim: 4.000 kr. Samtals: 13.900 kr. DENNIS HOPPER Lést 29. maí, 74 ára að aldri. Frægastur fyrir hlutverk sín í Easy Rider og Apocalypse Now. LESLIE NIELSEN Gamanleikarinn lést 28. nóvember, 84 ára að aldri. Hann lék í rúmlega 100 grín- myndum á ferlinum. 11 MÁNAÐA ástarsambandi Rihönnu og bandarísku hafnaboltastjörnunnar Matts Kemp er lokið og er söngkonan því komin á markaðinn á nýjan leik. Það ætti að gleðja ansi marga karlmenn því Rihanna er talin ein af þeim allra heitustu í bransanum. K A K A Á R S I N S 2 0 0 9 Þessi er alveg svakaleg! Kveðjum árið með köku ársins. Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.