Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 43
 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Rúmlega eitt hundrað manns skuldbundu sig um síðustu áramót til þess að ganga á 52 fjöll á árinu með Ferðafélagi Íslands, eða eitt fjall á viku. Þátttaka í verkefninu varð meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona en að jafnaði hafa meira en 100 göngugarpar verið á ferð með félaginu í þessu verk- efni á árinu. „Þetta var sett af stað síðastliðið ár í hálfgerðu bríaríi,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, einn fararstjóra hópsins. „Menn sögðu hver við annan að þeir yrðu ánægðir ef það kæmu svona þrjátíu til fjörutíu manns. En þetta fór langt fram úr okkar björtustu vonum. Það mættu fjögur hundruð manns á kynn- ingarfundinn og hundrað og fimmtíu voru formlegir þátttak- endur í verkefninu. Og það eru um hundrað manns sem hafa í gegnum árið verið með þétta og góða mætingu og mjög marg- ir hundrað prósent.“ „Flest smærri og stærri fjöll í nágrenni Reykjavíkur voru á verkefnaskrá hópsins og mætti nefna Esju, Akrafjall, Heiðar- horn, Skessuhorn, Úlfarsfell, Vífilfell og Hengil af handahófi,“ segir Páll Ásgeir. „Hvannadalshnúkur var tekinn með trompi í byrjun maí og tvær helgarferðir voru farnar til þess að safna fjöllum. Í byrjun júní var farið í Þórsmörk í ógleymanlegum leiðangri en þá var Mörkin hulin öskublæju sem kröftugur gróður barðist hetjulega við. Hópurinn náði sér í fimm tinda í Þórsmörk og síðla sumars var svo farið í sams konar leið- angur í Landmannalaugar þar sem gengið var á fimm fjöll í nágrenni Lauganna.“ Páll Ásgeir segir að þetta verkefni sé nokkurs konar nám í því að verða útivistarmaður. „Fólk lærir svo mikið á fatnað og búnað og sjálft sig,“ segir hann. En er þetta ekki ávana- bindandi iðja? „Jú, það er það,“ segir Páll Ásgeir án þess að hika. „Þetta verður að bakteríu sem maður losnar aldrei við og öfugt við það að fara í ræktina eða eitthvað þess háttar þá verður það að lífsstíl að vera úti því það gefur manni miklu fjölþættari upplifun og fullnægju heldur en það að sitja á þrekhjóli til dæmis.“ Hópurinn mun hittast í síðasta sinn á gamlársdag í Perl- unni á Öskjuhlíð eftir að hafa gengið á Öskjuhlíðina úr Naut- hólsvík. Á nýju ári verður verkefnið: Eitt fjall á viku, sett af stað að nýju. Kynningarfundur verður í sal FÍ í Mörkinni 6 hinn 5. janúar 2011 og hefst klukkan. 20. fridrikab@frettabladid.is GÖNGUHÓPURINN EITT FJALL Á VIKU: SÍÐASTA GANGA ÁRSINS Á GAMLÁRSDAG Baktería sem hverfur aldrei PÁLL ÁSGEIR Fjallgöngurnar eru nám í útivist. MYND/HEIÐA Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Arngrímur Magnússon Víkurási 4, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 28. desember. Útförin verður auglýst síðar. Ásta Björg Arngrímsdóttir Guðmundur Sigurbjörnsson Magnús Arngrímsson Katrín Inga Geirsdóttir Kjartan Arngrímsson Karen Anna Sævarsdóttir Michelsen barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum vð öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra, Birgis Jónassonar Vallargötu 21, Keflavík. Sérstakar þakkir til Heimahjúkrunar og starfsfólks D-deildar HSS. Megi friður ríkja um störf ykkar. Sólveig Guðmunda Sigfúsdóttir Rafnar Birgisson Guðrún G. Guðbjartsdóttir Ingibjörg Birgisdóttir Engilbert Valgarðsson Valdimar Birgisson Kristín Gyða Njálsdóttir Sólveig Kanthi, Bryndís, Birgir, Arna og langafabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, sonur, sambýlismaður, bróðir og afi, Þór Heiðarsson lést á heimili sínu 13. desember síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Sigurður Þór Þórsson Eva Ruza Miljevic Erla Karlsdóttir Vigdís Bragadóttir Hafsteinn Heiðarsson Karl Heiðarsson Marina Mist Sigurðardóttir, Stanko Blær Sigurðsson og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæra, Steinunn Kristín Guðmundsdóttir Rimasíðu 3, Akureyri, lést að dvalarheimilinu Hlíð Akureyri miðvikudaginn 22. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrar- kirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðmundur Kristjánsson Sigríður G. Sigurðardóttir Halldór Kristjánsson Kristín Magnússon Sigrún Björk Kristjánsdóttir Sigurður Garðar Valdimarsson Sigurveig Kristjánsdóttir Pétur Jóhannsson Helena Rut Kristjánsdóttir Rögnvald Erlingsson Ingibjörg Kristjánsdóttir Hinrik Kristjánsson Hólmfríður Kristjánsdóttir Sigurjón N. Ólafsson ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Baldvinsdóttir frá Stóru-Hámundarstöðum, lést á Dalbæ að kvöldi jóladags. Jarðsett verður frá Stærra-Árskógskirkju mánudaginn 3. janúar kl. 14.00. Davíð Hjálmar Haraldsson Sigrún Lárusdóttir Baldvin Haraldsson Elín Lárusdóttir Hjördís Guðrún Haraldsdóttir Þorlákur Aðalsteinsson barnabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu og sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, Ingveldar Guðmundsdóttur Naustabryggju 27, 110 Reykjavík. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem sýndu henni vináttu og hlýhug í veikindum hennar. Sérstakar þakk- ir fyrir góða umönnun viljum við færa heimahjúkrun Reykjavíkur, starfsfólki og læknum 6A deildar LSH og Líknardeild Landspítalans. Guð blessi ykkur öll. Amalía Berndsen Sveinbjörn Þór Haraldsson Sigríður Berndsen Björn Jónsson Berglind Berndsen Guðmundur Gíslason Birna Berndsen Birkir Marteinsson barnabörn og barnabarnabarn Elín Guðmundsdóttir Gunnar Kristjánsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sigríður Jónsdóttir Hrafnistu Hafnarfirði, áður Hringbraut 35 Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 27. desember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.00. Jón Rafn Einarsson Húnbjörg Einarsdóttir Garðar Gíslason Hrefna Einarsdóttir Þorleifur Guðmundsson Kristín Ása Einarsdóttir Guðrún Einarsdóttir Pétur Árnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og systir Rannveig Þorbergsdóttir áður Fögruvöllum, Garðabæ nú Háahvammi 7, Hafnarfirði, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.00. Margrét Gunnarsdóttir Hafþór Hafdal Jónsson Jóhanna Þorbergsdóttir Jón Óli Gíslason Ingibjörg Þorbergsdóttir Eiríkur Pálsson Guðmundur Þorbergsson Margrét Hannibalsdóttir Hafþór Þorbergsson Stefán Þorbergsson Þórir Friðriksson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Ágústa Jónsdóttir Hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hæðargarði 35, Reykjavík, andaðist að morgni sunnudagsins 26. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 3. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Óskar Kristinsson Jarþrúður Williams Anna K. Östmark Gunnar Östmark Eyrún Kristinsdóttir Haraldur A. Haraldsson Jón Gnarr Jóhanna Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn 35 TIGER WOODS er 35 ára í dag. „Ég vil vera það sem ég hef alltaf viljað vera: ráðandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.