Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 45
30 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur Á AUSTUR KL 00:30 Á GAMLÁRSKVÖLD SIGUR RÓS dj set SEXY LAZER dj set MARGEIR dj set DANIEL ÁGÚST gus gus - söngur ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR BORÐAPANTANIR 772 7977FORSALA 2500 KR - MIDI.IS s.í Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Zæll Ztefán! Rósa! Ekki segja neinum frá þessu! Rólegur! Ég set þessa minningu á vísan stað með kær- leiksbjarna-bangs- anum þínum! Hann er svo mjúkur! Ég get ekki sofið án hans! Strigaskór eins stráks eru stígvel annars. Hey! Af hverju eru skórnir mínir blautir? Kiðulóða Það eru heimildarmyndir í sjónvarpinu í vikunni um Atla Húnakonung, Eirík blóðöx og Ívan grimma. Finnst þér að við ættum að taka einhverja af þeim upp fyrir krakkana? Nei, ætli það. Það er óþarfi að gefa þeim einhverjar nýjar hugmyndir. LÁRÉTT 2. tala, 6. samtök, 8. kvk. nafn, 9. þakbrún, 11. skóli, 12. plata, 14. dvaldist, 16. kveðja, 17. hrópa, 18. bergmála, 20. í röð, 21. kvenflík. LÓÐRÉTT 1. höfuð, 3. belti, 4. handarlínulist, 5. starfsgrein, 7. afsprengi, 10. sigti, 13. frjó, 15. bannhelgi, 16. fjölda, 19. skammstöfun. LAUSN LÁRÉTT: 2. tólf, 6. aa, 8. lóa, 9. ufs, 11. fg, 12. skífa, 14. varst, 16. hæ, 17. æpa, 18. óma, 20. áb, 21. pils. LÓÐRÉTT: 1. haus, 3. ól, 4. lófaspá, 5. fag, 7. afkvæmi, 10. sía, 13. fræ, 15. tabú, 16. hóp, 19. al. Áttirðu við: Kisulóra? Ég var að lesa mér aðeins til um ára-mótaheit á netinu fyrir stuttu. Á vafri mínu rakst ég á grein eftir sálfræðing þar sem farið er yfir það helsta sem gott er að hafa í huga þegar strengd eru heit. Þar kom meðal annars fram að gott væri að gera áramótaheitin opinber svo maður hefði samfélagslegt aðhald við að efna þau. Eins yrðu heitin að vera nákvæm, ekki þýddi að lofa öllu fögru um að verða ný og betri manneskja, án þess að skilgreina það nánar. Heitið þyrfti einnig að vera raunsætt. SJÁLF hef ég yfirleitt strengt mín heit í hljóði, kannski til að þurfa ekki að svara fyrir það þegar þau standast ekki hjá mér, hver veit. Áramóta- heitin hafa oft snúist um að verða aðeins betri manneskja en ég var árið áður, en ég hef ekkert skil- greint það nánar. Í lok árs þegar ég lít til baka er því erfitt að benda á eitthvert sér- stakt tilvik þar sem ég vann að heitinu og þegar upp er staðið finnst mér ég ekkert endilega hafa skánað neitt. Þess vegna verður næsta heit ávallt á sömu lund, að reyna að verða eitthvað betri. ÉG er að lofa sjálfri mér þessu þar sem ég, meyr í hjarta, horfi á eftir gamla árinu inn í púðurreykinn og rifja upp. Það er hægt að lofa svo mörgu þegar maður er meyr. Þetta er samt gott ára- mótaheit og í raun sjálfsagt að lofa þessu á hverju ári. Það ættu allir að gera, sér- staklega þeir sem fara með völd. Vanda- málið liggur í þessum atriðum sem sálfræðingur inn nefndi, að skilgreina heitið nánar, segja einhverjum frá því og setja sér raunhæft markmið. ÞANNIG grunar mig til dæmis að ég muni seint hlaupa inn í brennandi hús eftir ókunnugum eða fleygja mér til sunds í beljandi jökufljóti til að bjarga hætt komnum ferðalöngum sem ég þekki ekki neitt. Ég er raunsærri en það. Heitið mitt verður minna í sniðum, dálítið hvers- dagslegt og þess vegna vel gerlegt. NÚ væri auðvitað tilvalið að gera heitið opinbert hér svo ég fái það samfélagslega aðhald sem þarf. En ég legg ekki í það. Finnst ég þurfa að melta betur með mér hvernig að heitinu skuli staðið. Það verð- ur bara að koma í ljós að ári hvernig til tókst, eða hvað? Að standa við gefin heit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.