Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 55
 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR40 sport@frettabladid.is 14 DAGAR GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON er eini Íslendingurinn sem hefur náð því að verða markakóngur HM en Guðjón Valur skoraði 66 mörk í 10 leikjum á HM í Þýskalandi 2007. Valdimar Grímsson og Ólafur Stefánsson náðu báðir 3. sætinu, Valdimar á HM 1997 og Ólafur á HM 2003. Gunnlaugur Hjálmarsson varð fjórði markahæsti maðurinn á HM 1961. Lausir tímar í Íþróttamiðstöðinni Kórnum Frá áramótum eru lausir tímar til útleigu í þessu glæsilega húsi Upplýsingar á netfanginu: korinn@simnet.is og í síma 517-1187 Um er að ræða tíma í fótboltahúsi og íþróttahúsi. Upplagðir tímar fyrir lið, vinnustaði og vinahópa. Ert þú á leiðinni til Abu Dhabi? Fótboltamót áhugamanna, Vodafone Cup, verður haldið 7.-8. jan. í Fífunni. Sigurliðið vinnur ferð til Abu Dhabi og VIP miða á verðlaunahátíð Laureus samtakanna. Skráning og nánari upplýsingar um mótið eru á vodafone.is Enska úrvalsdeildin Chelsea - Bolton 1-0 1-0 Florent Malouda (61.) Wigan - Arsenal 2-2 1-0 Watson, víti (18.), 1-1 Arshavin (39.), 1-2 Bendtner (44.), 2-2 Squillaci, sjálfsmark (81.). Liverpool - Wolves 0-1 0-1 Stephen Ward (56.) STAÐAN Man. United 18 10 8 0 39-17 38 Man. City 20 11 5 4 32-16 38 Arsenal 19 11 3 5 39-22 36 Chelsea 19 10 4 5 33-15 34 Tottenham 19 9 6 4 29-23 33 Bolton 20 7 8 5 32-26 29 Sunderland 20 6 9 5 21-22 27 Blackpool 17 7 4 6 26-29 25 Blackburn 20 7 4 9 26-31 25 Stoke City 19 7 3 9 23-24 24 Everton 19 4 10 5 21-22 22 Liverpool 18 6 4 8 21-23 22 Newcastle 19 6 4 9 28-31 22 West Brom 19 6 4 9 25-34 22 Aston Villa 19 5 5 9 20-34 20 Wigan 19 4 8 7 17-31 20 Birmingham 18 3 10 5 18-21 19 Fulham 19 3 10 6 19-23 19 Wolves 19 5 3 11 20-32 18 West Ham 20 3 8 9 20-33 17 Skoska úrvalsdeildin St. Mirren - Hearts 0-2 Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með H. Sænska úrvalsdeildin Södertälje - Sundsvall 80-92 Hlynur Bæringsson 24 stig, 7 frák., 7 stoðs. Jakob Sigurðarson 16 stig, 5 frák., 3 stoðs. Þýska úrvalsdeildin Göppingen - Rhein-Neckar Löwen 35-31 Ólafur Stefánsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Róbert Gunnarsson 1. Guðmundur Guðmunds- son er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Lübbecke - Füchse Berlin 22-27 Þórir Ólafsson 7 – Alexander Petersson 4. Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlin. Kiel - Rheinland 33-23 Aron Pálmarsson 1 – Sigurbergur Sveinsson 6, Árni Þór Sigtryggsson 5. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. Hannover-Burgdorf - Melsungen 30-35 Hannes Jón Jónsson 4, Vignir Svavarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 0. Aron Kristjánsson er þjálfari Hannover-Burgdorf. Wetzlar - Grosswallstadt 24-18 Kári Kristján Kristjánsson 1 – Sverre Jakobsson 0. Balingen - Gummersbach 29-28 Lemgo - Friesenheim 31-26 Magdeburg - Flensburg 34-29 STAÐAN Hamburg 19 18 0 1 615-499 36 Füchse Berlin 19 16 1 2 540-479 33 Kiel 19 15 1 3 616-475 31 RN Löwen 19 13 2 4 604-549 28 Göppingen 19 13 2 4 534-494 28 Flensburg 19 12 0 7 586-525 24 Magdeburg 19 10 2 7 552-516 22 Lemgo 19 8 4 7 533-511 20 Gummersb. 19 9 2 8 559-545 20 Grosswallst. 19 8 2 9 498-516 18 Wetzlar 19 6 1 12 464-531 13 Balingen 19 5 3 11 520-589 13 Lübbecke 19 5 2 12 524-546 12 Melsungen 19 5 2 12 501-560 12 H-Burgdorf 19 4 1 14 498-569 9 Friesenheim 19 3 3 13 512-588 9 Ahlen-Hamm 19 3 2 14 516-582 8 Rheinland 19 3 0 16 458-556 6 ÚRSLIT HANDBOLTI Füchse Berlin fagnaði í gær enn einum sigrinum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en í þetta sinn hafði liðið betur gegn Lübbecke, 27-22. Lübbecke hafði frumkvæðið framan af í síðari hálfleik og var með þriggja marka forystu, 18- 15, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá tók Austurríkis- maðurinn Konrad Wilczynski til sinna mála og jafnaði metin fyrir Füchse Berlin með þremur mörk- um á tveimur mínútum. Læri- sveinar Dags Sigurðssonar tóku öll völd í leiknum eftir þetta og unnu öruggan sigur. Gengi „refanna“ frá Berlín hefur verið með ólíkindum í haust en liðið hefur komið öllum á óvart með því að vera fyrir ofan lið eins og Kiel og Rhein-Neckar Löwen. Aðeins Hamburg hefur staðið sig betur en liðið er á toppnum með þriggja stiga forystu á Berlínar- liðið. Kiel er svo í þriðja sætinu, einu stigi á eftir Füchse Berlin, eftir öruggan sigur á Rheinland á heimavelli í gær, 33-23. Aron Pálmarsson, sem skrifaði undir nýjan samning við Kiel í gær, skoraði eitt mark í leikn- um. Íslending- unum í Rheinland líður greinilega vel í leikjum gegn Kiel en Sigurbergur Sveinsson skor- aði sex mörk í gær og Árni Þór Sigtryggsson fimm. Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmunds sonar landsliðsþjálfara, mátti hins vegar þola sárt tap fyrir grönnum sínum í Göppingen í gær, 35-31. Slæmur fyrri hálfleik- ur varð liðinu fyrst og fremst að falli en Löwen er nú átta stigum á eftir toppliði Hamburg í deildinni og verður að teljast afar ólíklegt að liðið eigi möguleika á að blanda sér í titilbaráttuna af einhverri alvöru þegar deildin hefst eftir að HM í Svíþjóð lýkur. Þýska úrvalsdeild- in er nú komin í frí þar til HM lýkur en aðeins eru tvær vikur þar til heims- meistarakeppnin hefst. - esá Þýska úrvalsdeildin í handbolta komin í vetrarfrí en átta leikir fóru fram í gær: Refirnir frá Berlín sigruðu enn DAGUR SIGURSÆLL Füchse Berlin, lið Dags Sig- urðssonar, er í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER FÓTBOLTI Einu versta ári í sögu Liverpool lauk í gær með 1-0 tapi fyrir botnliði ensku úrvals- deildarinnar, Wolves, á Anfield. Mikið hefur gengið á þetta árið. Rafael Benitez var rekinn í vor eftir slæmt gengi á síðasta tíma- bili og í haust var skipt um eigend- ur eftir langt og strangt ferli sem mikið var fjallað um í fjölmiðlum. Roy Hodgson tók við liðinu í sumar og fögnuðu margir því að gamalgróinn enskur stjóri sem hafði náð svo góðum árangri með Fulham væri nú kominn í brúna. Ef mið er tekinn af leiknum í gær virðist Hodgson hins vegar ekki vera á réttri leið með liðið. Steven Gerrard var aftur í byrj- unarliði Liverpool eftir sex vikna fjarveru vegna meiðsla og Fern- ando Torres lék allan leikinn. Það dugði einfaldlega ekki til í gær. Liverpool lýkur árinu í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur tapað fjórum af síð- ustu sex leikjum sínum. Wolves náði með sigrinum að lyfta sér úr botnsætinu og í það nítjánda. Arsenal missti af tækifæri til að fara upp að hlið toppliðanna í deild- inni er liðið gerði 2-2 jafntefli við Wigan á útivelli. Arsenal er tveim- ur stigum á eftir Manchester-lið- unum United og City. Chelsea endurheimti fjórða sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék ekki með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. eirikur@frettabladid.is Slæmur endir á skelfilegu ári Liverpool lauk í gær einu versta ári í sögu félagsins á því að tapa fyrir botnliði ensku úrvalsdeildarinn- ar á heimavelli. Roy Hodgson virðist kominn í þrot. KOMIÐ AÐ LEIÐARLOKUM? Roy Hodgson virtist algerlega ráðþrota á hliðarlínunni á Anfield í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.